Unnsteinn Manúel Stefánsson söngvari, Klemens Nikulás Hannigan tónlistarmaður og Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona eru þeir Íslendingar sem sitja í alþjóðlegri dómnefnd Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fram fer í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Dómnefndin er skipuð fimm konum og fimm körlum. Hana skipa:
Ana M. Bordas
Spánn
Yfirmaður alþjóðlegrar sjónvarpsframleiðslu hjá spænska ríkissjónvarpinu
Eirini Giannara
Grikkland
Blaðamaður og fjölmiðlafulltrúi gríska ríkissjónvarpsins í Eurovision
Unnsteinn Manúel
Ísland
Söngvari
Kleart Duraj
Albanía
Verkefnastjóri Eurovision hjá albanska ríkissjónvarpinu
Klemens Hannigan
Ísland
Tónlistarmaður
Alexandra Rotan
Noregur
Söngkona í norsku hljómsveitinni Keiino
Regína Ósk Óskarsdóttir
Ísland
Söngkona
Edward af Sillén
Svíþjóð
Leikstjóri og handritshöfundur. Leikstýrði Eurovision keppnunum í Svíþjóð 2013 og 2016
Audrius Girzadas
Litháen
Yfirframleiðandi litháeska ríkissjónvarpsins
Christina Schilling
Danmörk
Lagahöfundur og söngkona
Dómnefndin hefur helmingsvægi á móti símakosningu almennings þegar kemur í ljós hvaða tvö lög komast í úrslitaeinvígi kvöldsins. Þau lög sem komast í einvígið verða síðan flutt aftur, en að því loknu fer fram hrein símakosning. Líkt og á síðasta ári munu lögin tvö halda þeim atkvæðum sem þau hlutu í fyrri símakosningu áhorfenda. Stigahæsta lag kvöldsins verður því framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Rotterdam í maí.