Áætlanir til um innviðauppbyggingu upp á tæpa þúsund milljarða Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2020 21:14 Ríkisstjórnin ætlar að setja tæpa þrjátíu milljarða króna til uppbyggingar innviða þar sem ýmsir veikleikar komu í ljós í óveðrum í desember. Forsætisráðherra segir að á næstu tíu árum eigi allir landsmenn að búa við sama raforku- og fjarskiptaöryggi. Átakshópur sem ríkisstjórnin skipaði eftir óveður í desember hefur skilað frá sér yfirgripsmikilli greiningu og tillögum um uppbyggingu helstu innviða í raforku- og samskiptakerfum landsmanna sem og snjóflóðavarna. Samkvæmt skýrslunni eru til áætlanir hjá ráðuneytum, stofnunum, ríkisfyrirtækjum og einkaaðilum í fjarskiptum upp á 900 milljarða á næstu tíu árum. Framlag ríkisstjórnarinnar upp á 27 milljarða króna bætist þar ofan á. Uppbyggingu snjóflóðavarna verður einnig flýtt um 20 ár og á að vera lokið árið 2030. Þá verður lagningu rafstrengja í jörð flýtt, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Við erum að tala um eftir fimm ár. Þá sé þessari lagningu jarðstrengja um land allt lokið. Það eru stóru tíðindin; flýting jarðstrengjanna annars vegar og flýting snjóflóðavarna hins vegar. Það var ákveðið að taka þær sérstaklega fyrir í þessari vinnu eftir að snjóflóðin féllu fyrir vestan,“ segir Katrín. Flókið regluverk tefur uppbyggingu Aðgerðahópurinn listar upp 540 aðgerðir sem grípa þurfi til um allt land og er hægt að kynna sér þær á innvidir2020.is fyrir hvert landsvæði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að það hafi verið nauðsynlegt að horfast í augu við þá veikleika sem óveðrið leiddi í ljós. „Við þurfum líka að horfast í augu við það að við höfum sjálf verið að gera okkur þetta erfitt. Með of ströngu og of flóknu regluverki. Þess vegna er það ein af megin niðurstöðunum hér að við þurfum að einfalda leyfisveitingaferli. þannig að þær stofnanir sem við höfum falið það hlutverk að sjá um öryggi landsmanna þegar að þessum þáttum kemur geti rækt það hlutverk,“ sagði Bjarni. Hann nefndi Landsnet sérstaklega í þessu samhengi. „Ef við skoðum bara fyrirtæki eins og Landsnet og þær áætlanir sem það fyrirtæki hefur haft frá stofnun um framkvæmdir og berum það saman við það sem hefur raungerst, þá dregst upp mjög dapurleg staða,“ sagði fjármálaráðherra. Þessar aðgerðir eru vegna veikleika sem óveður leiddu í ljós. En Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ríkisstjórnina boða víðtækari innviðauppbyggingu í samgöngum og fleira. „Eins og forsætisráðherra kom hér inn á að í tengslum við fjármálaáætlun sem kynnt verður í lok næsta mánaðar. Þar munum við koma fram með frekari aðgerðir, efnahagsaðgerðir til að takast á við það,“ sagði Sigurður Ingi. Fjarskipti Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Ríkisstjórnin ætlar að setja tæpa þrjátíu milljarða króna til uppbyggingar innviða þar sem ýmsir veikleikar komu í ljós í óveðrum í desember. Forsætisráðherra segir að á næstu tíu árum eigi allir landsmenn að búa við sama raforku- og fjarskiptaöryggi. Átakshópur sem ríkisstjórnin skipaði eftir óveður í desember hefur skilað frá sér yfirgripsmikilli greiningu og tillögum um uppbyggingu helstu innviða í raforku- og samskiptakerfum landsmanna sem og snjóflóðavarna. Samkvæmt skýrslunni eru til áætlanir hjá ráðuneytum, stofnunum, ríkisfyrirtækjum og einkaaðilum í fjarskiptum upp á 900 milljarða á næstu tíu árum. Framlag ríkisstjórnarinnar upp á 27 milljarða króna bætist þar ofan á. Uppbyggingu snjóflóðavarna verður einnig flýtt um 20 ár og á að vera lokið árið 2030. Þá verður lagningu rafstrengja í jörð flýtt, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Við erum að tala um eftir fimm ár. Þá sé þessari lagningu jarðstrengja um land allt lokið. Það eru stóru tíðindin; flýting jarðstrengjanna annars vegar og flýting snjóflóðavarna hins vegar. Það var ákveðið að taka þær sérstaklega fyrir í þessari vinnu eftir að snjóflóðin féllu fyrir vestan,“ segir Katrín. Flókið regluverk tefur uppbyggingu Aðgerðahópurinn listar upp 540 aðgerðir sem grípa þurfi til um allt land og er hægt að kynna sér þær á innvidir2020.is fyrir hvert landsvæði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að það hafi verið nauðsynlegt að horfast í augu við þá veikleika sem óveðrið leiddi í ljós. „Við þurfum líka að horfast í augu við það að við höfum sjálf verið að gera okkur þetta erfitt. Með of ströngu og of flóknu regluverki. Þess vegna er það ein af megin niðurstöðunum hér að við þurfum að einfalda leyfisveitingaferli. þannig að þær stofnanir sem við höfum falið það hlutverk að sjá um öryggi landsmanna þegar að þessum þáttum kemur geti rækt það hlutverk,“ sagði Bjarni. Hann nefndi Landsnet sérstaklega í þessu samhengi. „Ef við skoðum bara fyrirtæki eins og Landsnet og þær áætlanir sem það fyrirtæki hefur haft frá stofnun um framkvæmdir og berum það saman við það sem hefur raungerst, þá dregst upp mjög dapurleg staða,“ sagði fjármálaráðherra. Þessar aðgerðir eru vegna veikleika sem óveður leiddu í ljós. En Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ríkisstjórnina boða víðtækari innviðauppbyggingu í samgöngum og fleira. „Eins og forsætisráðherra kom hér inn á að í tengslum við fjármálaáætlun sem kynnt verður í lok næsta mánaðar. Þar munum við koma fram með frekari aðgerðir, efnahagsaðgerðir til að takast á við það,“ sagði Sigurður Ingi.
Fjarskipti Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira