Íslendingar á Tenerife-hótelinu koma heim um helgina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 11:57 Hótelgestir og starfsfók á Costa Adeje Palace hafa verið í sóttkví frá því að kórónuveirusmit greindist á hótelgesti. getty/picture alliance Að minnsta kosti hluti Íslendinganna sem hafa verið í sóttkví á hótelinu á Tenerife fá að fara heim til Íslands á sunnudag. Þau munu fara beint í heimasóttkví samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis. Fleiri kórónuveirusmit hafa verið að greinast á Norðurlöndum og segir yfirmaður sýkingavarnadeildar Landspítalans að mikið álag hafi verið á rannsóknarstofu spítalans. Hið minnsta eitt hundruð og þrjátíu hótelgestum sem hafa verið í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace á Tenerife hefur verið hleypt heim. Á hótelinu hafa verið tíu Íslendingar og samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hið minnsta tveimur þeirra verið tilkynnt að þeir fái að fara heim á sunnudag. Fólkið átti flug til Íslands í dag á vegum Vita en fékk því frestað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur fólkið farið að gefnum fyrirmælum og haldið sig inni á herbergi frá því að smitið kom upp og hótelið var sett í sóttkví. Allir gestir fengu hitamæla og fyrirmæli um að mæla sig tvisvar á dag. Reyndist einhver með hita var tekið sýni. Fjórir hótelgestir hafa greinst með veiruna. Ítalski læknirinn og eiginkona hans auk tveggja annara, sem hafa tengsl við hjónin. Fleiri tilfelli kórónuveirunnar greindust á Norðurlöndunum í gær. Fimm ný í Svíþjóð og þrjú ný í Noregi. Allir höfðu nýverið ferðast til staða þar sem vitað er til að smit hafi greinst. Smitin eru því alls sjö í Svíþjóð, fjögur í Noregi og eitt í Danmörku. Myndin er tekin á Linate-flugvellinum í Mílanó á Ítalíu. Fólkið sem hefur verið að greinast á Norðurlöndum hefur ferðast til áhættusvæða.vísir/getty Greining tekur 3-4 klukkustundir Greint var frá því í gær að fimm manns væru í sóttkví á Ísafirði og tveir í einangrun en henni er beitt ef einstalingur sýnir einkenni sjúkdóms. Einangruninnni var aflétt í gær þar sem sýni reyndust neikvæð. Í gær höfðu sýni verið tekin hjá hátt í fimmtíu manns. Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar Landspítalans, segir niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir innan þriggja til fjögurra klukkustunda eftir að sýni er tekið til greiningar. „Rannsóknarstofan sem vinnur þessi sýni vinnur þau frá átta á morgunan til átta á kvöldin og getur keyrt þau þrisvar sinnum út yfir þann tíma," segir Ólafur. Hann segir ferlið tæknilega flókið og mikla handavinnu á bak við greininguna. Mikið álag hefur verið á rannsóknarstofunni undanfarið. „Það er náttúrulega faraldur af minnta kosti fjórum öndunarfæraveirum í gangi og þetta bætist ofan á það," segir Ólafur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Að minnsta kosti hluti Íslendinganna sem hafa verið í sóttkví á hótelinu á Tenerife fá að fara heim til Íslands á sunnudag. Þau munu fara beint í heimasóttkví samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis. Fleiri kórónuveirusmit hafa verið að greinast á Norðurlöndum og segir yfirmaður sýkingavarnadeildar Landspítalans að mikið álag hafi verið á rannsóknarstofu spítalans. Hið minnsta eitt hundruð og þrjátíu hótelgestum sem hafa verið í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace á Tenerife hefur verið hleypt heim. Á hótelinu hafa verið tíu Íslendingar og samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hið minnsta tveimur þeirra verið tilkynnt að þeir fái að fara heim á sunnudag. Fólkið átti flug til Íslands í dag á vegum Vita en fékk því frestað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur fólkið farið að gefnum fyrirmælum og haldið sig inni á herbergi frá því að smitið kom upp og hótelið var sett í sóttkví. Allir gestir fengu hitamæla og fyrirmæli um að mæla sig tvisvar á dag. Reyndist einhver með hita var tekið sýni. Fjórir hótelgestir hafa greinst með veiruna. Ítalski læknirinn og eiginkona hans auk tveggja annara, sem hafa tengsl við hjónin. Fleiri tilfelli kórónuveirunnar greindust á Norðurlöndunum í gær. Fimm ný í Svíþjóð og þrjú ný í Noregi. Allir höfðu nýverið ferðast til staða þar sem vitað er til að smit hafi greinst. Smitin eru því alls sjö í Svíþjóð, fjögur í Noregi og eitt í Danmörku. Myndin er tekin á Linate-flugvellinum í Mílanó á Ítalíu. Fólkið sem hefur verið að greinast á Norðurlöndum hefur ferðast til áhættusvæða.vísir/getty Greining tekur 3-4 klukkustundir Greint var frá því í gær að fimm manns væru í sóttkví á Ísafirði og tveir í einangrun en henni er beitt ef einstalingur sýnir einkenni sjúkdóms. Einangruninnni var aflétt í gær þar sem sýni reyndust neikvæð. Í gær höfðu sýni verið tekin hjá hátt í fimmtíu manns. Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar Landspítalans, segir niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir innan þriggja til fjögurra klukkustunda eftir að sýni er tekið til greiningar. „Rannsóknarstofan sem vinnur þessi sýni vinnur þau frá átta á morgunan til átta á kvöldin og getur keyrt þau þrisvar sinnum út yfir þann tíma," segir Ólafur. Hann segir ferlið tæknilega flókið og mikla handavinnu á bak við greininguna. Mikið álag hefur verið á rannsóknarstofunni undanfarið. „Það er náttúrulega faraldur af minnta kosti fjórum öndunarfæraveirum í gangi og þetta bætist ofan á það," segir Ólafur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira