Los Angeles Lakers lenti ekki í miklum vandræðum með Golden State er liðin mættust í Kaliforníu í nótt. Lokatölur urðu 30 stiga sigur Lakers, 116-86.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfeik og munaði einungis tveimur stigum á liðunum í hálfleik. Þriðja leikhlutann vann Lakers með 23 stigum og gerði út um leikinn.
Anthony Davis var stigahæstur í liði Lakers með 23 stig en liðið var án LeBron James. Eric Paschall gerði 23 stig fyrir Golden State.
Kuz on the break!
— NBA (@NBA) February 28, 2020
: @NBAonTNTpic.twitter.com/n0VIqfMy8M
JaVale gets WAY up for the oop slam.
— NBA (@NBA) February 28, 2020
: @NBAonTNTpic.twitter.com/VOIAd4QR0J
Oklahoma City hefur unnið fimm leiki í röð en fimmti sigur þeirra í röð kom gegn Sacramento á heimavelli. Oklahoma hafði betur 112-108 en Danilo Gallinari gerði 24 stig fyrir Oklahoma.
Öll úrslit næturinnar:
New York - Philadelphia 106-115
Portland - Indiana 100-106
Sacramento - Oklahoma City 108-112
LA Lakers - Golden State 116-86