Stækkun Heathrow talin ólögleg í ljósi loftslagsmarkmiða Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2020 16:00 Umhverfissinnar voru sigurreifir fyrir utan dómshúsið í London í dag. Vísir/EPA Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í dag að leyfi sem bresk yfirvöld veittu fyrir stækkun Heathrow-flugvallar hafi verið ólögleg þar sem ekki var tekið tillit til loftslagsskuldbindinga ríkisstjórnarinnar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Stjórnendur flugvallararins hyggjast áfrýja en ríkisstjórnin ekki. Lengi hefur verið deilt um lagningu þriðju flugbrautarinnar á Heathrow-flugvelli. Umhverfisverndarsinnar hafa lagst gegn henni bæði vegna loftslagssjónarmiða og staðbundinna umhverfisáhrifa. Afgerandi meirihluti breskra þingmanna greiddi atkvæði með stækkuninni árið 2018 en Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra, var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Árið 2015 sagðist hann sjálfur ætla að leggja fyrir framan jarðýtur til að stöðva framkvæmdirnar. Hópur umhverfisverndarsinna, sveitarstjórna og borgarstjórinn í London höfðuðu því mál til að hnekkja leyfi sem stjórnvöld veittu fyrir framkvæmdum við flugbrautina. Dómstóllinn úrskurðaði í dag að ríkisstjórnin hefði ekki fylgt opinberri stefnu þegar hún veitti leyfið. Ríkisstjórninni væri skylt að taka tillit til Parísarsamkomulagsins sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hnattræna hlýnun af völdum manna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Grant Shapps, samgönguráðherra, tilkynnti á Twitter að ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að áfrýja. Verði flugvöllurinn stækkaður verði það alfarið á vegum fluggeirans. Hann sagði það stjórnenda Heathrow og dómstóla að ákveða hvort ráðist verði í lagningu þriðju flugbrautarinnar. John Holland-Kaye, forstjóri Heathrow-flugvallar, sagði hins vegar að málinu yrði vísað til hæstaréttar og að hann telji flugvallaryfirvöld hafa sterk lögfræðileg rök fyrir málstað sínum. Umhverfissinnar fögnuðu niðurstöðunni og sögðu hana tímamótasigur fyrir „loftslagsréttlæti“. Will Rundle, yfirlögfræðingur samtakanna Jarðarvina, telur úrskurðinn geta haft fordæmisgildi um að hafa verði loftslagsbreytingar í huga við allar skipulagsákvarðanir. Bretland England Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í dag að leyfi sem bresk yfirvöld veittu fyrir stækkun Heathrow-flugvallar hafi verið ólögleg þar sem ekki var tekið tillit til loftslagsskuldbindinga ríkisstjórnarinnar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Stjórnendur flugvallararins hyggjast áfrýja en ríkisstjórnin ekki. Lengi hefur verið deilt um lagningu þriðju flugbrautarinnar á Heathrow-flugvelli. Umhverfisverndarsinnar hafa lagst gegn henni bæði vegna loftslagssjónarmiða og staðbundinna umhverfisáhrifa. Afgerandi meirihluti breskra þingmanna greiddi atkvæði með stækkuninni árið 2018 en Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra, var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Árið 2015 sagðist hann sjálfur ætla að leggja fyrir framan jarðýtur til að stöðva framkvæmdirnar. Hópur umhverfisverndarsinna, sveitarstjórna og borgarstjórinn í London höfðuðu því mál til að hnekkja leyfi sem stjórnvöld veittu fyrir framkvæmdum við flugbrautina. Dómstóllinn úrskurðaði í dag að ríkisstjórnin hefði ekki fylgt opinberri stefnu þegar hún veitti leyfið. Ríkisstjórninni væri skylt að taka tillit til Parísarsamkomulagsins sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hnattræna hlýnun af völdum manna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Grant Shapps, samgönguráðherra, tilkynnti á Twitter að ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að áfrýja. Verði flugvöllurinn stækkaður verði það alfarið á vegum fluggeirans. Hann sagði það stjórnenda Heathrow og dómstóla að ákveða hvort ráðist verði í lagningu þriðju flugbrautarinnar. John Holland-Kaye, forstjóri Heathrow-flugvallar, sagði hins vegar að málinu yrði vísað til hæstaréttar og að hann telji flugvallaryfirvöld hafa sterk lögfræðileg rök fyrir málstað sínum. Umhverfissinnar fögnuðu niðurstöðunni og sögðu hana tímamótasigur fyrir „loftslagsréttlæti“. Will Rundle, yfirlögfræðingur samtakanna Jarðarvina, telur úrskurðinn geta haft fordæmisgildi um að hafa verði loftslagsbreytingar í huga við allar skipulagsákvarðanir.
Bretland England Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira