Vill bara vera kallaður Harry hér eftir Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 07:37 Harry ávarpar ráðstefnuna í Edinborg í gær. Vísir/Getty Harry Bretaprins bað gesti á ferðaþjónusturáðstefnu í Edinborg í Skotlandi í gær að kalla sig „bara Harry“. Þá áréttaði fundarstjóri ráðstefnunnar hið sama við gesti er hún kynnti prinsinn upp í pontu: „Hann er skýr með það að við eigum bara að kalla hann Harry.“ Harry og eiginkona hans Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, greindu frá því í janúar að þau hygðust hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar, verja auknum tíma í Norður-Ameríku og verða fjárhagslega sjálfstæð. Parið mun hætta að sinna konungslegum skyldum sínum síðasta dag marsmánaðar. Mikil spenna hefur verið í samskiptum hertogahjónanna og konungsfjölskyldunnar upp á síðkastið, nú síðast eftir að Harry og Meghan sendu frá sér tilkynningu þess efnis að konungsfjölskyldan hefði ekki neina lögsögu yfir notkun á orðinu „royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. Tilkynningin kom í kjölfar frétta um að þau Harry og Meghan myndu hætta að notast við vörumerkið „SussexRoyal“ á vordögum. Í frétt BBC um breyttar áherslur Harrys í nafnamálum segir að hann muni halda áfram að vera prins, þrátt fyrir umræddar sviptingar. Harry hefði þó þegar tilkynnt að hann vildi frekar notast við titilinn „hertoginn af Sussex“. Hertogahjónin munu missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign þegar þau hverfa frá embættisskyldum sínum í vor. Þá munu þau einnig hætta að þiggja fjármuni frá konungshöllinni. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Vandar Harry og Meghan ekki kveðjurnar og segir tíma til kominn að „hugsa um pabba“ Thomas Markle, faðir Meghan Markle hertogaynju af Sussex, segist eiga erfiða lífsreynslu að baki og að Meghan og Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, eigi að bæta sér hana upp. 23. janúar 2020 11:51 Harry og Meghan sögð reið konungshöllinni vegna deilna um vörumerkið SussexRoyal Harry Bretaprins og Meghan Markle segja bresku konungsfjölskylduna ekki hafa neina lögsögu yfir notkun á orðinu "royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. 23. febrúar 2020 13:21 Sussex Global Charities gæti tekið við af SussexRoyal Hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins, gætu verið búin að finna lausn varðandi vörumerki sitt. 23. febrúar 2020 19:35 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Sjá meira
Harry Bretaprins bað gesti á ferðaþjónusturáðstefnu í Edinborg í Skotlandi í gær að kalla sig „bara Harry“. Þá áréttaði fundarstjóri ráðstefnunnar hið sama við gesti er hún kynnti prinsinn upp í pontu: „Hann er skýr með það að við eigum bara að kalla hann Harry.“ Harry og eiginkona hans Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, greindu frá því í janúar að þau hygðust hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar, verja auknum tíma í Norður-Ameríku og verða fjárhagslega sjálfstæð. Parið mun hætta að sinna konungslegum skyldum sínum síðasta dag marsmánaðar. Mikil spenna hefur verið í samskiptum hertogahjónanna og konungsfjölskyldunnar upp á síðkastið, nú síðast eftir að Harry og Meghan sendu frá sér tilkynningu þess efnis að konungsfjölskyldan hefði ekki neina lögsögu yfir notkun á orðinu „royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. Tilkynningin kom í kjölfar frétta um að þau Harry og Meghan myndu hætta að notast við vörumerkið „SussexRoyal“ á vordögum. Í frétt BBC um breyttar áherslur Harrys í nafnamálum segir að hann muni halda áfram að vera prins, þrátt fyrir umræddar sviptingar. Harry hefði þó þegar tilkynnt að hann vildi frekar notast við titilinn „hertoginn af Sussex“. Hertogahjónin munu missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign þegar þau hverfa frá embættisskyldum sínum í vor. Þá munu þau einnig hætta að þiggja fjármuni frá konungshöllinni.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Vandar Harry og Meghan ekki kveðjurnar og segir tíma til kominn að „hugsa um pabba“ Thomas Markle, faðir Meghan Markle hertogaynju af Sussex, segist eiga erfiða lífsreynslu að baki og að Meghan og Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, eigi að bæta sér hana upp. 23. janúar 2020 11:51 Harry og Meghan sögð reið konungshöllinni vegna deilna um vörumerkið SussexRoyal Harry Bretaprins og Meghan Markle segja bresku konungsfjölskylduna ekki hafa neina lögsögu yfir notkun á orðinu "royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. 23. febrúar 2020 13:21 Sussex Global Charities gæti tekið við af SussexRoyal Hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins, gætu verið búin að finna lausn varðandi vörumerki sitt. 23. febrúar 2020 19:35 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Sjá meira
Vandar Harry og Meghan ekki kveðjurnar og segir tíma til kominn að „hugsa um pabba“ Thomas Markle, faðir Meghan Markle hertogaynju af Sussex, segist eiga erfiða lífsreynslu að baki og að Meghan og Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, eigi að bæta sér hana upp. 23. janúar 2020 11:51
Harry og Meghan sögð reið konungshöllinni vegna deilna um vörumerkið SussexRoyal Harry Bretaprins og Meghan Markle segja bresku konungsfjölskylduna ekki hafa neina lögsögu yfir notkun á orðinu "royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. 23. febrúar 2020 13:21
Sussex Global Charities gæti tekið við af SussexRoyal Hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins, gætu verið búin að finna lausn varðandi vörumerki sitt. 23. febrúar 2020 19:35