Segir Weinstein geta verið „einn versta raðnauðgara sögunnar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. febrúar 2020 18:09 Rose McGowan er ein fjölmargra kvenna sem stigið hafa fram og sakað Weinstein um kynferðisofbeldi. Vísir/Getty Leikkonan Rose McGowan segir að sakfelling yfir bandaríska nauðgaranum og kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein marki vatnaskil í slíkum málum. Þá segir hún að Weinstein gæti verið „einn versti raðnauðgari sögunnar.“ Weinstein var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi og nauðgun á mánudaginn og gæti átt yfir höfði sér 25 ára fangelsi. Árið 2017 sagðist McGowan, sem er bandarísk, að hún hefði fengið greidda hundrað þúsund dollara eftir að hafa verið nauðgað af Weinstein árið 1997. Í viðtali við Good Morning Britain sagðist McGowan ekki ætla að kæra Weinstein þar sem meint brot hans á hendur henni væri fyrnt. Þar kallaði hún sakfellinguna yfir Weinstein „ótrúlegt afrek“ og sagði vitnisburð leikkonunnar Annabellu Sciorra í málinu gegn Weinstein vera mikilvægan þátt í því að sýna fram á að kynferðisofbeldi framleiðandans væri hluti af mynstri, en ekki einstakur atburður. Weinstein var þó ekki sakfelldur fyrir það ofbeldi sem Sciorra sakaði hann um. „Ef við reiknum þetta saman, þá gæti [Weinstein] verið einn versti raðnauðgari sögunnar, því hann var með kerfi sett upp sérstaklega til að nauðga,“ sagði McGowan og bætti við að Weinstein hafi á bak við tjöldin skipulagt kynferðisofbeldi sitt gaumgæfilega. Hér að neðan má sjá viðtal Good Morning Britain við leikkonuna. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein sakfelldur fyrir kynferðisbrot og nauðgun Kvikmyndaframleiðandinn var hins vegar sýknaður af alvarlegustu ákæruliðunum. 24. febrúar 2020 16:51 „Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57 Ásakandi Weinstein segist þakklátur fyrir að sér hafi verið trúað Kona sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að þvinga til kynferðislegra athafna segir að málið hafi kennt fólki um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba þess. 25. febrúar 2020 15:59 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Leikkonan Rose McGowan segir að sakfelling yfir bandaríska nauðgaranum og kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein marki vatnaskil í slíkum málum. Þá segir hún að Weinstein gæti verið „einn versti raðnauðgari sögunnar.“ Weinstein var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi og nauðgun á mánudaginn og gæti átt yfir höfði sér 25 ára fangelsi. Árið 2017 sagðist McGowan, sem er bandarísk, að hún hefði fengið greidda hundrað þúsund dollara eftir að hafa verið nauðgað af Weinstein árið 1997. Í viðtali við Good Morning Britain sagðist McGowan ekki ætla að kæra Weinstein þar sem meint brot hans á hendur henni væri fyrnt. Þar kallaði hún sakfellinguna yfir Weinstein „ótrúlegt afrek“ og sagði vitnisburð leikkonunnar Annabellu Sciorra í málinu gegn Weinstein vera mikilvægan þátt í því að sýna fram á að kynferðisofbeldi framleiðandans væri hluti af mynstri, en ekki einstakur atburður. Weinstein var þó ekki sakfelldur fyrir það ofbeldi sem Sciorra sakaði hann um. „Ef við reiknum þetta saman, þá gæti [Weinstein] verið einn versti raðnauðgari sögunnar, því hann var með kerfi sett upp sérstaklega til að nauðga,“ sagði McGowan og bætti við að Weinstein hafi á bak við tjöldin skipulagt kynferðisofbeldi sitt gaumgæfilega. Hér að neðan má sjá viðtal Good Morning Britain við leikkonuna.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein sakfelldur fyrir kynferðisbrot og nauðgun Kvikmyndaframleiðandinn var hins vegar sýknaður af alvarlegustu ákæruliðunum. 24. febrúar 2020 16:51 „Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57 Ásakandi Weinstein segist þakklátur fyrir að sér hafi verið trúað Kona sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að þvinga til kynferðislegra athafna segir að málið hafi kennt fólki um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba þess. 25. febrúar 2020 15:59 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Weinstein sakfelldur fyrir kynferðisbrot og nauðgun Kvikmyndaframleiðandinn var hins vegar sýknaður af alvarlegustu ákæruliðunum. 24. febrúar 2020 16:51
„Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57
Ásakandi Weinstein segist þakklátur fyrir að sér hafi verið trúað Kona sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að þvinga til kynferðislegra athafna segir að málið hafi kennt fólki um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba þess. 25. febrúar 2020 15:59