Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 06:45 Sótthreinsandi efnum dreift í Seoul í Suður-Kóreu í dag. Vísir/getty 169 tilfelli kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 greindust í Suður-Kóreu í dag. Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. Þá hefur bandarískur hermaður í Suður-Kóreu nú greinst með veiruna, sá fyrsti innan sinna raða í landinu. Flest tilfellin sem greindust í dag, eða 134, eru í borginni Daegu í suðurhluta landsins. Hin tilfellin greindust öll í nærliggjandi bæjum. Sjá einnig: Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Þá greindist bandarískur hermaður í Suður-Kóreu með veiruna. AP-fréttastofan greinir frá því að hermaðurinn sé 23 ára og sé í heimasóttkví í herstöðinni Camp Carroll, steinsnar frá Daegu. Hann er sagður hafa farið víða í Carroll og einnig heimsótt Camp Walker, nærliggjandi herstöð, dagana í aðdraganda greiningarinnar. Nær þrjátíu þúsund bandarískir hermenn eru í Suður-Kóreu. AP greinir frá því að kvikmyndahúsum, keiluhöllum og golfvelli hafi verið lokað á fjórum herstöðum Bandaríkjahers í landinu eftir að smit hermannsins var staðfest. Þá greinir fréttaritar BBC í Suður-Kóreu frá því að embættismaður í Daegu, sem fundaði með forseta landsins, hafi greinst með kórónuveiru. There has been a confirmed case of coronavirus in a Daegu city hall official. People who'd been working with that official were in the meeting with the South Korean President yesterday. https://t.co/MINC3cDA7B— Laura Bicker (@BBCLBicker) February 26, 2020 Eins og áður segir eru kórónuveirutilfellin í Suður-Kóreu nú orðin ríflega 1.100 og ellefu hafa látist af völdum veirunnar. Enn hafa langflest tilfelli veirunnar greinst í Kína en í dag hafa þar verið staðfest 406 ný tilfelli og 52 dauðsföll, öll í borginni Wuhan eða nágrenni hennar þar sem veiran á upptök sín. Á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína fjölgar smituðum hratt annars staðar í heiminum. Bara í fyrradag og í gær hafa komið upp ný smit í Króatíu, Austurríki, Sviss og Alsír. Í heildina hefur verið staðfest að rúmlega 80 þúsund eru smitaðir í rúmlega 30 löndum. Útbreiðsla veirunnar hefur valdið óróleika á fjármálamörkuðum og er fólk um allan heim að hætta við fyrirhuguð ferðalög. Sjö Íslendingar eru á meðal þúsund gesta sem eru í sóttkví á hóteli á Tenerife eftir að kórónuveirusmit greindist á eyjunni. Ítalskur læknir greindist með veiruna aðfaranótt þriðjudags og nú hefur verið staðfest að kona hans smitaðist einnig. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir „Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00 „Gæti verið verri staður til að vera fastur á“ Sigvaldi Kaldalóns, fararstjóri á Tenerife, segir að líðan Íslendinganna sem séu í sóttkví sé góð og að fólk sé skilningsríkt. Unnið er að því að rannsaka alla gesti hótelsins. 25. febrúar 2020 22:45 Annað kórónuveirusmit staðfest á Tenerife Tveir hafa nú greinst með kórónuveiruna á Tenerife en spænsk heilbrigðisyfirvöld hafa nú staðfest að eiginkona ítalska læknisins sem reyndist smitaður hafi einnig greinst með veiruna. 25. febrúar 2020 20:40 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
169 tilfelli kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 greindust í Suður-Kóreu í dag. Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. Þá hefur bandarískur hermaður í Suður-Kóreu nú greinst með veiruna, sá fyrsti innan sinna raða í landinu. Flest tilfellin sem greindust í dag, eða 134, eru í borginni Daegu í suðurhluta landsins. Hin tilfellin greindust öll í nærliggjandi bæjum. Sjá einnig: Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Þá greindist bandarískur hermaður í Suður-Kóreu með veiruna. AP-fréttastofan greinir frá því að hermaðurinn sé 23 ára og sé í heimasóttkví í herstöðinni Camp Carroll, steinsnar frá Daegu. Hann er sagður hafa farið víða í Carroll og einnig heimsótt Camp Walker, nærliggjandi herstöð, dagana í aðdraganda greiningarinnar. Nær þrjátíu þúsund bandarískir hermenn eru í Suður-Kóreu. AP greinir frá því að kvikmyndahúsum, keiluhöllum og golfvelli hafi verið lokað á fjórum herstöðum Bandaríkjahers í landinu eftir að smit hermannsins var staðfest. Þá greinir fréttaritar BBC í Suður-Kóreu frá því að embættismaður í Daegu, sem fundaði með forseta landsins, hafi greinst með kórónuveiru. There has been a confirmed case of coronavirus in a Daegu city hall official. People who'd been working with that official were in the meeting with the South Korean President yesterday. https://t.co/MINC3cDA7B— Laura Bicker (@BBCLBicker) February 26, 2020 Eins og áður segir eru kórónuveirutilfellin í Suður-Kóreu nú orðin ríflega 1.100 og ellefu hafa látist af völdum veirunnar. Enn hafa langflest tilfelli veirunnar greinst í Kína en í dag hafa þar verið staðfest 406 ný tilfelli og 52 dauðsföll, öll í borginni Wuhan eða nágrenni hennar þar sem veiran á upptök sín. Á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína fjölgar smituðum hratt annars staðar í heiminum. Bara í fyrradag og í gær hafa komið upp ný smit í Króatíu, Austurríki, Sviss og Alsír. Í heildina hefur verið staðfest að rúmlega 80 þúsund eru smitaðir í rúmlega 30 löndum. Útbreiðsla veirunnar hefur valdið óróleika á fjármálamörkuðum og er fólk um allan heim að hætta við fyrirhuguð ferðalög. Sjö Íslendingar eru á meðal þúsund gesta sem eru í sóttkví á hóteli á Tenerife eftir að kórónuveirusmit greindist á eyjunni. Ítalskur læknir greindist með veiruna aðfaranótt þriðjudags og nú hefur verið staðfest að kona hans smitaðist einnig.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir „Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00 „Gæti verið verri staður til að vera fastur á“ Sigvaldi Kaldalóns, fararstjóri á Tenerife, segir að líðan Íslendinganna sem séu í sóttkví sé góð og að fólk sé skilningsríkt. Unnið er að því að rannsaka alla gesti hótelsins. 25. febrúar 2020 22:45 Annað kórónuveirusmit staðfest á Tenerife Tveir hafa nú greinst með kórónuveiruna á Tenerife en spænsk heilbrigðisyfirvöld hafa nú staðfest að eiginkona ítalska læknisins sem reyndist smitaður hafi einnig greinst með veiruna. 25. febrúar 2020 20:40 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
„Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00
„Gæti verið verri staður til að vera fastur á“ Sigvaldi Kaldalóns, fararstjóri á Tenerife, segir að líðan Íslendinganna sem séu í sóttkví sé góð og að fólk sé skilningsríkt. Unnið er að því að rannsaka alla gesti hótelsins. 25. febrúar 2020 22:45
Annað kórónuveirusmit staðfest á Tenerife Tveir hafa nú greinst með kórónuveiruna á Tenerife en spænsk heilbrigðisyfirvöld hafa nú staðfest að eiginkona ítalska læknisins sem reyndist smitaður hafi einnig greinst með veiruna. 25. febrúar 2020 20:40