Var í tölvuleik þegar Tesla-jepplingur ók á vegatálma Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2020 23:36 Tesla segir ökumenn alltaf þurfa að fylgjast með akstrinum og að kerfið sé eingöngu hugsað til aðstoðar. AP/David Zalubowski Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að maður sem dó í bílslysi á Tesla-jeppling fyrir tveimur árum, var að spila tölvuleik í síma sínum þegar slysið varð. Sjálfstýrikerfi bílsins var virkt þegar bílinn ók á vegatálma úr steypu svo Walter Huang dó. Robert Sumwalt, formaður nefndarinnar, sagði í gær að kerfi Tesla keyri bílana ekki sjálft. Þrátt fyrir það séu ökumenn sífellt að nota kerfið án þess að fylgjast með akstrinum. „Ef þú átt bíl með sjálfstýrikerfi, áttu þú ekki sjálfkeyrandi bíl,“ sagði Sumwalt. Sjálfstýrikerfi Tesla er ætlað að halda bílum á akreinum þeirra og í öruggri fjarlægð frá næsta bíl. Þá getur kerfið skipt um akrein með samþykki ökumanna. Tesla segir ökumenn alltaf þurfa að fylgjast með akstrinum og að kerfið sé eingöngu hugsað til aðstoðar. Í dag hófst fundur nefndarinnar þar sem farið verður yfir gögn málsins og komist að niðurstöðu varðandi orsök slyssins. Þá mun nefndin gefa frá sér ráðleggingar svo koma megi í veg fyrir sambærileg slys í framtíðinni. Fram kom í dag að bíllinn keyrði á vegatálmann, sem var úr steypu, á um 114 kílómetra hraða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Kerfi bílsins lét Huang ekki vita af tálmanum og sjálfstýrikerfi bílsins reyndi ekki að bremsa. Þá er ljóst að Huang reyndi ekki að beygja. Rannsóknarnefndin hefur áður gagnrýnt Tesla fyrir að tryggja ekki að ökumenn fylgist með akstrinum. Lagt hefur verið til bílar verði betur útbúnir til að greina hvort ökumenn séu ekki í raun að fylgjast með. Slík tillaga var lögð fram árið 2017 og þá til sex bílaframleiðenda. Sumwalt segir Tesla eina fyrirtækið sem hafi ekki brugðist við tillögunni. Bílar Tesla greina þrýsting á stýrum bíla. Hafi ökumenn hendur ekki á stýrinu láta bílarnir vita af því. Það þykir forsvarsmönnum rannsóknarnefndarinnar ekki nægjanlegt. Bandaríkin Tesla Tengdar fréttir Rannsóknarnefnd gagnrýnir Tesla vegna banaslyss Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum er ósátt við vinnubrögð bílaframleiðandans TESLA í kjölfar banaslyss þann 23. mars. 2. apríl 2018 18:35 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að maður sem dó í bílslysi á Tesla-jeppling fyrir tveimur árum, var að spila tölvuleik í síma sínum þegar slysið varð. Sjálfstýrikerfi bílsins var virkt þegar bílinn ók á vegatálma úr steypu svo Walter Huang dó. Robert Sumwalt, formaður nefndarinnar, sagði í gær að kerfi Tesla keyri bílana ekki sjálft. Þrátt fyrir það séu ökumenn sífellt að nota kerfið án þess að fylgjast með akstrinum. „Ef þú átt bíl með sjálfstýrikerfi, áttu þú ekki sjálfkeyrandi bíl,“ sagði Sumwalt. Sjálfstýrikerfi Tesla er ætlað að halda bílum á akreinum þeirra og í öruggri fjarlægð frá næsta bíl. Þá getur kerfið skipt um akrein með samþykki ökumanna. Tesla segir ökumenn alltaf þurfa að fylgjast með akstrinum og að kerfið sé eingöngu hugsað til aðstoðar. Í dag hófst fundur nefndarinnar þar sem farið verður yfir gögn málsins og komist að niðurstöðu varðandi orsök slyssins. Þá mun nefndin gefa frá sér ráðleggingar svo koma megi í veg fyrir sambærileg slys í framtíðinni. Fram kom í dag að bíllinn keyrði á vegatálmann, sem var úr steypu, á um 114 kílómetra hraða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Kerfi bílsins lét Huang ekki vita af tálmanum og sjálfstýrikerfi bílsins reyndi ekki að bremsa. Þá er ljóst að Huang reyndi ekki að beygja. Rannsóknarnefndin hefur áður gagnrýnt Tesla fyrir að tryggja ekki að ökumenn fylgist með akstrinum. Lagt hefur verið til bílar verði betur útbúnir til að greina hvort ökumenn séu ekki í raun að fylgjast með. Slík tillaga var lögð fram árið 2017 og þá til sex bílaframleiðenda. Sumwalt segir Tesla eina fyrirtækið sem hafi ekki brugðist við tillögunni. Bílar Tesla greina þrýsting á stýrum bíla. Hafi ökumenn hendur ekki á stýrinu láta bílarnir vita af því. Það þykir forsvarsmönnum rannsóknarnefndarinnar ekki nægjanlegt.
Bandaríkin Tesla Tengdar fréttir Rannsóknarnefnd gagnrýnir Tesla vegna banaslyss Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum er ósátt við vinnubrögð bílaframleiðandans TESLA í kjölfar banaslyss þann 23. mars. 2. apríl 2018 18:35 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Rannsóknarnefnd gagnrýnir Tesla vegna banaslyss Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum er ósátt við vinnubrögð bílaframleiðandans TESLA í kjölfar banaslyss þann 23. mars. 2. apríl 2018 18:35