Kaupandi Icelandair Hotels seinkar lokagreiðslu Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2020 18:45 Samið var um kaupin þann 13. júlí síðastliðinn. Vísir/vilhelm Öll skilyrði sem samið var um vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til malasíska félagsins Berjaya Land Berhad hafa nú verið uppfyllt. Þá hafa félögin komist að nýju samkomulagi um lokagreiðslu en hún mun koma þremur mánuðum seinna en áður áætlað var. Þetta kemur fram í kauphallartilkynningu frá Icelandair Group. Í desember síðastliðnum tilkynnti Icelandair Group að gert væri ráð fyrir því að gengið yrði frá kaupunum í lok febrúar á þessu ári. Áður var stefnt að því að þau yrðu kláruð undir lok síðasta árs en samið var um kaupin þann 13. júlí síðastliðinn. Heildarkaupverð hlutarins er sagt vera rúmir sjö milljarðar króna (55,3 milljónir Bandaríkjadala) á núverandi gengi. Berjaya hefur þegar greitt Icelandair Group 1,9 milljarða (15 milljónir Bandaríkjadala), er fram kemur í tilkynningunni. Eftirstöðvar kaupverðsins nema því um 5,1 milljarði króna (40,3 milljónir Bandaríkjadala). „Icelandair Group og Berjaya hafa nú komist að samkomulagi um að Berjaya greiði um helming eftirstöðvanna 28. febrúar nk., rúmlega 2,5 milljarða króna (20 milljónir Bandaríkjadala) og að lokagreiðslan, rúmir 2,6 milljarðar króna (20,3 milljónir Bandaríkjadala), verði greidd 31. maí 2020, þremur mánuðum seinna en upphaflega var áætlað. Þá hefur Berjaya samþykkt að greiða 6% ársvexti af eftirstöðvum kaupverðs þann 28. febrúar nk.“ Fram kemur í tilkynningunni að afhending á bréfum Icelandair Hotels fari fram samhliða lokagreiðslu í lok maí. Komi til þess að eftirstöðvarnar verði ekki greiddar er samkomulag um vanefndagreiðslu að fjárhæð rúmlega 2,5 milljarða króna (20 milljónir Bandaríkjadala) af hálfu kaupanda af því sem þegar hefur verið greitt og getur Icelandair Group þá rift kaupunum. Berjaya Land Berhad er skráð félag í Malasíu og starfar meðal annars í hótelrekstri, smásölu og fasteignaþróun. Stofnandi og stjórnarformaður móðurfélagsins Berjaya Group er malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan. Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Öll skilyrði sem samið var um vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til malasíska félagsins Berjaya Land Berhad hafa nú verið uppfyllt. Þá hafa félögin komist að nýju samkomulagi um lokagreiðslu en hún mun koma þremur mánuðum seinna en áður áætlað var. Þetta kemur fram í kauphallartilkynningu frá Icelandair Group. Í desember síðastliðnum tilkynnti Icelandair Group að gert væri ráð fyrir því að gengið yrði frá kaupunum í lok febrúar á þessu ári. Áður var stefnt að því að þau yrðu kláruð undir lok síðasta árs en samið var um kaupin þann 13. júlí síðastliðinn. Heildarkaupverð hlutarins er sagt vera rúmir sjö milljarðar króna (55,3 milljónir Bandaríkjadala) á núverandi gengi. Berjaya hefur þegar greitt Icelandair Group 1,9 milljarða (15 milljónir Bandaríkjadala), er fram kemur í tilkynningunni. Eftirstöðvar kaupverðsins nema því um 5,1 milljarði króna (40,3 milljónir Bandaríkjadala). „Icelandair Group og Berjaya hafa nú komist að samkomulagi um að Berjaya greiði um helming eftirstöðvanna 28. febrúar nk., rúmlega 2,5 milljarða króna (20 milljónir Bandaríkjadala) og að lokagreiðslan, rúmir 2,6 milljarðar króna (20,3 milljónir Bandaríkjadala), verði greidd 31. maí 2020, þremur mánuðum seinna en upphaflega var áætlað. Þá hefur Berjaya samþykkt að greiða 6% ársvexti af eftirstöðvum kaupverðs þann 28. febrúar nk.“ Fram kemur í tilkynningunni að afhending á bréfum Icelandair Hotels fari fram samhliða lokagreiðslu í lok maí. Komi til þess að eftirstöðvarnar verði ekki greiddar er samkomulag um vanefndagreiðslu að fjárhæð rúmlega 2,5 milljarða króna (20 milljónir Bandaríkjadala) af hálfu kaupanda af því sem þegar hefur verið greitt og getur Icelandair Group þá rift kaupunum. Berjaya Land Berhad er skráð félag í Malasíu og starfar meðal annars í hótelrekstri, smásölu og fasteignaþróun. Stofnandi og stjórnarformaður móðurfélagsins Berjaya Group er malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan.
Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira