Sauð upp úr á fundi þingflokksformanna eftir óvænta uppákomu í velferðarnefnd Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 17:42 Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var nokkuð hart tekist á á fundi þingflokksformanna í gær. Vísir/Vilhelm Óvænt uppákoma varð í velferðarnefnd í gær þegar stjórnarmeirihlutinn lagði fram dagskrárbreytingartillögu sem varð til þess að þingmannamál um aðgengi að sálfræðiþjónustu frá Viðreisn komst ekki á dagskrá og þremur stjórnarmálum frá félagsmálaráðherra bætt á dagskrá. Ekki tókst heldur að ljúka umræðu um fyrsta dagskrármálið, um greiðslu vaxta í stað dráttarvaxta vegna ólögmætar skerðingar á greiðslum til ellilífeyrisþega. Er það upplifun nokkurra nefndarmanna sem fréttastofa hefur rætt við að meirihlutinn hafi hrifsað til sín völdin en stjórnarandstaðan fer með formennsku í nefndinni. Síðar sama dag fór fram fundur þingflokksformanna. Mun það hafa verið mikill hitafundur þar sem upp úr sauð og ekki tókst að komast að neinni niðurstöðu samkvæmt heimildum fréttastofu. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar, að dagskrárbreytingin hafi verið lögð fram til að unnt væri að skipa framsögumenn í nefndinni fyrir þrjú mál frá félagsmálaráðherra og svo hægt væri að boða fulltrúa ráðuneytisins á fund til að kynna málin í nefndinni. Dagskrárbreytingartillaga Ólafs Þórs vakti ekki lukku meðal nefndarmanna í stjórnarandstöðu.Vísir/Vilhelm Nokkru áður hafi verið óskað sérstaklega eftir því að málin yrðu tekin á dagskrá, en þar sem þau rötuðu ekki inn í dagskrána hafi hann lagt fram dagskrárbreytingartillögu. Ekkert liggi að baki annað en það að skipa málunum framsögumenn svo hægt sé að koma þeim í farveg að sögn Ólafs Þórs. Málin þrjú eru frumvörp um fjöleignarhús, um málefni innflytjenda og um almannatryggingar, er varðar svokallaðan hálfan lífeyri. Með dagskrárbreytingartillögunni var ekki farið fram á að mál Viðreisnar væri tekið af dagskrá en upphafleg fundardagskrá fór úr skorðum eftir uppákomuna. Staðan sögð viðkvæm Nokkur kergja ríkir innan stjórnarandstöðunnar vegna framgöngu stjórnarmeirihlutans í nokkrum af fastanefndum þingsins, einkum kvarta nokkrir þingmenn stjórnarandstöðu sérstaklega yfir framkomu af hálfu Vinstri grænna. Staðan þykir viðkvæm og eru vonir bundnar við að það takist að leysa úr þessum hnút á allra næstu dögum. Viðræður hafa jafnframt verið í gangi varðandi þingmannamál, í samræmi við samkomulag sem gert var í tengslum við þinglok í desember. Þá lýsa þingmenn stjórnarandstöðunnar undran yfir því að ákveðið hafi verið að fjölga nefndadögum í vikunni, líkt og forseti Alþingis greindi frá við upphaf þingfundar í gær, einkum í ljósi þess að mál frá ríkisstjórninni hafi skilað sér illa inn til þingsins. Á sama tíma hafi ekki náðst samstaða um afgreiðslu þingmannamála. Þá voru nokkrir nefndarfundir sem boðaðir voru í atvinnuveganefnd í síðustu viku blásnir af. Þingmenn stjórnarandstöðunnar vöktu máls á þessu í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Meðal annars var auglýst eftir ríkisstjórninni og spurt hvort hún værir yfir höfuð enn að störfum.Uppfært kl. 18:35: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að forseti þingsins hafi fundað með formönnum þingflokka. Hið rétta er að hann sat ekki fundinn. Alþingi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Óvænt uppákoma varð í velferðarnefnd í gær þegar stjórnarmeirihlutinn lagði fram dagskrárbreytingartillögu sem varð til þess að þingmannamál um aðgengi að sálfræðiþjónustu frá Viðreisn komst ekki á dagskrá og þremur stjórnarmálum frá félagsmálaráðherra bætt á dagskrá. Ekki tókst heldur að ljúka umræðu um fyrsta dagskrármálið, um greiðslu vaxta í stað dráttarvaxta vegna ólögmætar skerðingar á greiðslum til ellilífeyrisþega. Er það upplifun nokkurra nefndarmanna sem fréttastofa hefur rætt við að meirihlutinn hafi hrifsað til sín völdin en stjórnarandstaðan fer með formennsku í nefndinni. Síðar sama dag fór fram fundur þingflokksformanna. Mun það hafa verið mikill hitafundur þar sem upp úr sauð og ekki tókst að komast að neinni niðurstöðu samkvæmt heimildum fréttastofu. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar, að dagskrárbreytingin hafi verið lögð fram til að unnt væri að skipa framsögumenn í nefndinni fyrir þrjú mál frá félagsmálaráðherra og svo hægt væri að boða fulltrúa ráðuneytisins á fund til að kynna málin í nefndinni. Dagskrárbreytingartillaga Ólafs Þórs vakti ekki lukku meðal nefndarmanna í stjórnarandstöðu.Vísir/Vilhelm Nokkru áður hafi verið óskað sérstaklega eftir því að málin yrðu tekin á dagskrá, en þar sem þau rötuðu ekki inn í dagskrána hafi hann lagt fram dagskrárbreytingartillögu. Ekkert liggi að baki annað en það að skipa málunum framsögumenn svo hægt sé að koma þeim í farveg að sögn Ólafs Þórs. Málin þrjú eru frumvörp um fjöleignarhús, um málefni innflytjenda og um almannatryggingar, er varðar svokallaðan hálfan lífeyri. Með dagskrárbreytingartillögunni var ekki farið fram á að mál Viðreisnar væri tekið af dagskrá en upphafleg fundardagskrá fór úr skorðum eftir uppákomuna. Staðan sögð viðkvæm Nokkur kergja ríkir innan stjórnarandstöðunnar vegna framgöngu stjórnarmeirihlutans í nokkrum af fastanefndum þingsins, einkum kvarta nokkrir þingmenn stjórnarandstöðu sérstaklega yfir framkomu af hálfu Vinstri grænna. Staðan þykir viðkvæm og eru vonir bundnar við að það takist að leysa úr þessum hnút á allra næstu dögum. Viðræður hafa jafnframt verið í gangi varðandi þingmannamál, í samræmi við samkomulag sem gert var í tengslum við þinglok í desember. Þá lýsa þingmenn stjórnarandstöðunnar undran yfir því að ákveðið hafi verið að fjölga nefndadögum í vikunni, líkt og forseti Alþingis greindi frá við upphaf þingfundar í gær, einkum í ljósi þess að mál frá ríkisstjórninni hafi skilað sér illa inn til þingsins. Á sama tíma hafi ekki náðst samstaða um afgreiðslu þingmannamála. Þá voru nokkrir nefndarfundir sem boðaðir voru í atvinnuveganefnd í síðustu viku blásnir af. Þingmenn stjórnarandstöðunnar vöktu máls á þessu í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Meðal annars var auglýst eftir ríkisstjórninni og spurt hvort hún værir yfir höfuð enn að störfum.Uppfært kl. 18:35: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að forseti þingsins hafi fundað með formönnum þingflokka. Hið rétta er að hann sat ekki fundinn.
Alþingi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira