Með vaðið fyrir neðan sig í gulum göllum á Keflavíkurflugvelli Kolbeinn Tumi Daðason og Eiður Þór Árnason skrifa 25. febrúar 2020 17:03 Starfsfólk Heilsugæslu Suðurnesja á leið um borð í vél Icelandair um þrjúleytið í dag. Óskar J. Sandholt Farþegum í flugi Icelandair frá Amsterdam síðdegis í dag brá sumum hverjum aðeins í brún þegar heilbrigðisstarfsfólk klætt í gula heilgalla með andlitsgrímur kom um borð í vélina við lendingu vegna veikinda farþega. Farþegi í borð um vélinni segir þau hafa verið látin bíða í flugvélinni í smá stund á meðan hugað var að hinum veika. Í ljós hafi komið að ekkert alvarlegt var að. Vissulega hafi uppákoman verið athyglisverð en allt gert af yfirvegun af starfsfólkinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir í samtali við Vísi að ákveðnar viðbragðsáætlanir séu almennt í gangi varðandi veikindi í flugi sem komi reglulega upp á Keflavíkurflugvelli. Úr vélinni í dag. Starfsfólk Heilsugæslu Suðurnesja fari um borð og meti aðstæður. Í þessu tilfelli hafi starfsfólk líklega bara verið í búningum í ljósi umræðunnar. Betra sé að hafa vaðið fyrir neðan sig og ekkert tilefni til að láta sér bregða. Þá séu engar líkur á að umrædd veikindi hafi verið kórónaveiran umtalaða. Komu um borð til að ræða við farþegann Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, staðfestir í samtali við Vísi að enginn grunur hafi verið um kórónuveirusmit um borð. „Það höfðu komið upp veikindi í vélinni og við fyrstu sýn þá eru þetta ekki einkenni veikinda sem við tengjum við Covid-19.“ Hann segir að Icelandair hafi einfaldlega verið að fylgja sínum verkferlum og þeirri áætlun sem nú er í gildi. Heilbrigðisstarfsfólkið hafi komið um borð til þess að ræða við veika farþegann. „Hann var sannarlega veikur en eins og okkur grunaði í upphafi þá voru þetta ekki þessi veikindi sem eru tengd við Covid-19 þannig að þetta leystist allt að mér skilst mjög farsællega.“ „Það auðvitað hjálpar til að aðrir farþegar um borð hafi sýnt þessu skilning og það er algjörlega frábært að svo sé.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Farþegum í flugi Icelandair frá Amsterdam síðdegis í dag brá sumum hverjum aðeins í brún þegar heilbrigðisstarfsfólk klætt í gula heilgalla með andlitsgrímur kom um borð í vélina við lendingu vegna veikinda farþega. Farþegi í borð um vélinni segir þau hafa verið látin bíða í flugvélinni í smá stund á meðan hugað var að hinum veika. Í ljós hafi komið að ekkert alvarlegt var að. Vissulega hafi uppákoman verið athyglisverð en allt gert af yfirvegun af starfsfólkinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir í samtali við Vísi að ákveðnar viðbragðsáætlanir séu almennt í gangi varðandi veikindi í flugi sem komi reglulega upp á Keflavíkurflugvelli. Úr vélinni í dag. Starfsfólk Heilsugæslu Suðurnesja fari um borð og meti aðstæður. Í þessu tilfelli hafi starfsfólk líklega bara verið í búningum í ljósi umræðunnar. Betra sé að hafa vaðið fyrir neðan sig og ekkert tilefni til að láta sér bregða. Þá séu engar líkur á að umrædd veikindi hafi verið kórónaveiran umtalaða. Komu um borð til að ræða við farþegann Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, staðfestir í samtali við Vísi að enginn grunur hafi verið um kórónuveirusmit um borð. „Það höfðu komið upp veikindi í vélinni og við fyrstu sýn þá eru þetta ekki einkenni veikinda sem við tengjum við Covid-19.“ Hann segir að Icelandair hafi einfaldlega verið að fylgja sínum verkferlum og þeirri áætlun sem nú er í gildi. Heilbrigðisstarfsfólkið hafi komið um borð til þess að ræða við veika farþegann. „Hann var sannarlega veikur en eins og okkur grunaði í upphafi þá voru þetta ekki þessi veikindi sem eru tengd við Covid-19 þannig að þetta leystist allt að mér skilst mjög farsællega.“ „Það auðvitað hjálpar til að aðrir farþegar um borð hafi sýnt þessu skilning og það er algjörlega frábært að svo sé.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira