Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Lovísa Arnardóttir skrifar 20. september 2025 11:18 Margrét Sigríður segir ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki. Komist menn aftur til landsins sé þeim aftur fylgt úr landi. Samsett Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa gerst að fólk með endurkomubann hafi komist til landsins. Reynt sé að fylgja þeim úr landi eins fljótt og hægt er. Hún segir það muna skipta sköpum fyrir löggæslu á Suðurnesjum að fá móttöku- og brottfararstöð. Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari sagði í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í vikunni að ekkert stöðvaði menn með endurkomubann að breyta nafninu sínu og komast þannig til landsins. Tilefnið ummælanna var 30 ára endurkomubann Mohamad Th. Jóhannessonar, áður Kourani. Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að í þessu samhengi sé rétt að minnast þess að Íslendingar séu aðilar að Schengen-samstarfinu og í því felist að það sé ekki persónubundið landamæraeftirlit á innri landamærum svæðisins og að mótvægisaðgerðir sem feli í sér eflingu lögreglu og lögreglusamvinnu sé til þess að auka öryggi borgara. Margrét Kristín var til viðtals um þetta í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Margrét Kristín segir lögreglu með tæki og tól til að fylgjast með umferðinni um Keflavíkurflugvöll. Það séu farþegagreiningar og samstarf við erlend lögreglulið og þótt það sé ekki hefðbundið landamæraeftirlit á innri landamærum taki lögreglan reglulega úrtak af farþegum á innri landamærum samhliða aukinni öryggisgæslu í flugstöðinni. „Við teljum að við séum mjög í stakk búin til þess að fylgjast með þessu,“ segir hún en að það hafi komið upp mál þar sem einstaklingar í endurkomubanni reyni að koma aftur til landsins. Það sé reynt að bregðast hratt við því með því að senda fólk strax aftur úr landi. Þessir einstaklingar hafi verið stöðvaðir inni í landinu en líka á landamærum. Fólk sé þá tekið til hliðar og sett í lögreglufylgd af svæðinu. Margrét Kristín segir taka tíma að undirbúa slíkan flutning en það sé reynt að gera það eins fljótt og unnt er. Þegar sé verið að vísa af Schengen-svæðinu þá eigi þau lönd sem sinna landamæraeftirliti við ytri landamæri Schengen-svæðisins að hindra inngöngu einstaklingsins sem um ræðir. Alþjóðleg samvinna lykilatriði Hvað varðar það að fá búnað í Leifsstöð sem feli í sér einhvers konar andlitsgreiningu, eins og fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum hefur kallað eftir, segir Margrét Kristín að lögregla sé sífellt að leita leiða til að efla öryggi. Það eigi eftir að greina þörfina á slíkum tækjum og yrðu slík tæki innleidd yrði það að vera í samræmi við lög og reglur. „Við erum auðvitað sammála því að það þurfi að halda uppi mjög góðu eftirlit, bæði með eflingu löggæslunnar en líka er það lykilatriði að við séum í alþjóðlegri samvinnu við önnur lögreglulið.“ Spurð hverju þau kalli eftir segir Margrét Kristín lögregluna lengi hafa kallað eftir því að fá móttöku- og brottfararmiðstöð. Dómsmálaráðherra er með slíka miðstöð á þingmálaskrá sinni fyrir veturinn. „Við höldum að það muni geta skipt sköpum fyrir starfsemina hér á Keflavíkurflugvelli og svo er það almennt að við þurfum að efla löggæsluna enn frekar. Og það er svo sem stefnt að því líka þannig við fögnum þeim áformum mjög hér á Suðurnesjum.“ Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík síðdegis Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari sagði í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í vikunni að ekkert stöðvaði menn með endurkomubann að breyta nafninu sínu og komast þannig til landsins. Tilefnið ummælanna var 30 ára endurkomubann Mohamad Th. Jóhannessonar, áður Kourani. Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að í þessu samhengi sé rétt að minnast þess að Íslendingar séu aðilar að Schengen-samstarfinu og í því felist að það sé ekki persónubundið landamæraeftirlit á innri landamærum svæðisins og að mótvægisaðgerðir sem feli í sér eflingu lögreglu og lögreglusamvinnu sé til þess að auka öryggi borgara. Margrét Kristín var til viðtals um þetta í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Margrét Kristín segir lögreglu með tæki og tól til að fylgjast með umferðinni um Keflavíkurflugvöll. Það séu farþegagreiningar og samstarf við erlend lögreglulið og þótt það sé ekki hefðbundið landamæraeftirlit á innri landamærum taki lögreglan reglulega úrtak af farþegum á innri landamærum samhliða aukinni öryggisgæslu í flugstöðinni. „Við teljum að við séum mjög í stakk búin til þess að fylgjast með þessu,“ segir hún en að það hafi komið upp mál þar sem einstaklingar í endurkomubanni reyni að koma aftur til landsins. Það sé reynt að bregðast hratt við því með því að senda fólk strax aftur úr landi. Þessir einstaklingar hafi verið stöðvaðir inni í landinu en líka á landamærum. Fólk sé þá tekið til hliðar og sett í lögreglufylgd af svæðinu. Margrét Kristín segir taka tíma að undirbúa slíkan flutning en það sé reynt að gera það eins fljótt og unnt er. Þegar sé verið að vísa af Schengen-svæðinu þá eigi þau lönd sem sinna landamæraeftirliti við ytri landamæri Schengen-svæðisins að hindra inngöngu einstaklingsins sem um ræðir. Alþjóðleg samvinna lykilatriði Hvað varðar það að fá búnað í Leifsstöð sem feli í sér einhvers konar andlitsgreiningu, eins og fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum hefur kallað eftir, segir Margrét Kristín að lögregla sé sífellt að leita leiða til að efla öryggi. Það eigi eftir að greina þörfina á slíkum tækjum og yrðu slík tæki innleidd yrði það að vera í samræmi við lög og reglur. „Við erum auðvitað sammála því að það þurfi að halda uppi mjög góðu eftirlit, bæði með eflingu löggæslunnar en líka er það lykilatriði að við séum í alþjóðlegri samvinnu við önnur lögreglulið.“ Spurð hverju þau kalli eftir segir Margrét Kristín lögregluna lengi hafa kallað eftir því að fá móttöku- og brottfararmiðstöð. Dómsmálaráðherra er með slíka miðstöð á þingmálaskrá sinni fyrir veturinn. „Við höldum að það muni geta skipt sköpum fyrir starfsemina hér á Keflavíkurflugvelli og svo er það almennt að við þurfum að efla löggæsluna enn frekar. Og það er svo sem stefnt að því líka þannig við fögnum þeim áformum mjög hér á Suðurnesjum.“
Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík síðdegis Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira