Með vaðið fyrir neðan sig í gulum göllum á Keflavíkurflugvelli Kolbeinn Tumi Daðason og Eiður Þór Árnason skrifa 25. febrúar 2020 17:03 Starfsfólk Heilsugæslu Suðurnesja á leið um borð í vél Icelandair um þrjúleytið í dag. Óskar J. Sandholt Farþegum í flugi Icelandair frá Amsterdam síðdegis í dag brá sumum hverjum aðeins í brún þegar heilbrigðisstarfsfólk klætt í gula heilgalla með andlitsgrímur kom um borð í vélina við lendingu vegna veikinda farþega. Farþegi í borð um vélinni segir þau hafa verið látin bíða í flugvélinni í smá stund á meðan hugað var að hinum veika. Í ljós hafi komið að ekkert alvarlegt var að. Vissulega hafi uppákoman verið athyglisverð en allt gert af yfirvegun af starfsfólkinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir í samtali við Vísi að ákveðnar viðbragðsáætlanir séu almennt í gangi varðandi veikindi í flugi sem komi reglulega upp á Keflavíkurflugvelli. Úr vélinni í dag. Starfsfólk Heilsugæslu Suðurnesja fari um borð og meti aðstæður. Í þessu tilfelli hafi starfsfólk líklega bara verið í búningum í ljósi umræðunnar. Betra sé að hafa vaðið fyrir neðan sig og ekkert tilefni til að láta sér bregða. Þá séu engar líkur á að umrædd veikindi hafi verið kórónaveiran umtalaða. Komu um borð til að ræða við farþegann Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, staðfestir í samtali við Vísi að enginn grunur hafi verið um kórónuveirusmit um borð. „Það höfðu komið upp veikindi í vélinni og við fyrstu sýn þá eru þetta ekki einkenni veikinda sem við tengjum við Covid-19.“ Hann segir að Icelandair hafi einfaldlega verið að fylgja sínum verkferlum og þeirri áætlun sem nú er í gildi. Heilbrigðisstarfsfólkið hafi komið um borð til þess að ræða við veika farþegann. „Hann var sannarlega veikur en eins og okkur grunaði í upphafi þá voru þetta ekki þessi veikindi sem eru tengd við Covid-19 þannig að þetta leystist allt að mér skilst mjög farsællega.“ „Það auðvitað hjálpar til að aðrir farþegar um borð hafi sýnt þessu skilning og það er algjörlega frábært að svo sé.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Farþegum í flugi Icelandair frá Amsterdam síðdegis í dag brá sumum hverjum aðeins í brún þegar heilbrigðisstarfsfólk klætt í gula heilgalla með andlitsgrímur kom um borð í vélina við lendingu vegna veikinda farþega. Farþegi í borð um vélinni segir þau hafa verið látin bíða í flugvélinni í smá stund á meðan hugað var að hinum veika. Í ljós hafi komið að ekkert alvarlegt var að. Vissulega hafi uppákoman verið athyglisverð en allt gert af yfirvegun af starfsfólkinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir í samtali við Vísi að ákveðnar viðbragðsáætlanir séu almennt í gangi varðandi veikindi í flugi sem komi reglulega upp á Keflavíkurflugvelli. Úr vélinni í dag. Starfsfólk Heilsugæslu Suðurnesja fari um borð og meti aðstæður. Í þessu tilfelli hafi starfsfólk líklega bara verið í búningum í ljósi umræðunnar. Betra sé að hafa vaðið fyrir neðan sig og ekkert tilefni til að láta sér bregða. Þá séu engar líkur á að umrædd veikindi hafi verið kórónaveiran umtalaða. Komu um borð til að ræða við farþegann Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, staðfestir í samtali við Vísi að enginn grunur hafi verið um kórónuveirusmit um borð. „Það höfðu komið upp veikindi í vélinni og við fyrstu sýn þá eru þetta ekki einkenni veikinda sem við tengjum við Covid-19.“ Hann segir að Icelandair hafi einfaldlega verið að fylgja sínum verkferlum og þeirri áætlun sem nú er í gildi. Heilbrigðisstarfsfólkið hafi komið um borð til þess að ræða við veika farþegann. „Hann var sannarlega veikur en eins og okkur grunaði í upphafi þá voru þetta ekki þessi veikindi sem eru tengd við Covid-19 þannig að þetta leystist allt að mér skilst mjög farsællega.“ „Það auðvitað hjálpar til að aðrir farþegar um borð hafi sýnt þessu skilning og það er algjörlega frábært að svo sé.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira