Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2020 12:54 Daði Freyr hlýtur að teljast afar sigurstranglegur í Söngvakeppninni sem fram fer um næstu helgi. RÚV Daði og þau í Gagnamagninu teljast líklegust til að hafa sigur í Söngvakeppninni sem haldin verður um næstu helgi. Betsson hefur sett upp veðmálssíðu fyrir Söngvakeppnina þar sem framlag Íslands verður valið til næstu Eurovison – söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og er stuðullinn aðeins 1,9 á að Think About Things hafi sigur. Það þýðir einfaldlega að sérfræðingar veðmálafyrirtæksins meta það svo að Daði og félagar séu líklegust til að standa uppi með pálmann í höndunum; sá sem leggur undir 1000 krónur mun fá 1,900 krónur til baka fari svo. Þannig leggst eitt og annað á árar með hinum hávaxna teknópoppara og hans fólki en eins og Vísir greindi frá fyrir skömmu segir finnski Eurovisionspekingurinn Thomas Lundin sjaldan hafa verið eins auðvelt að spá til um sigur í Söngvakeppninni. Hann telur að Daði verði sá sem fagnar og fer til Rotterdam í Hollandi. Áður hafði sjálfur Russel Crowe, leikarinn góðkunni, vakið athygli á framlagi Daða og gagnamagnsins og virðist því flest bera að sama brunni. Sú er staðan þegar þetta er skrifað en stuðlarnir eru breytilegir eftir því á hvað menn vilja leggja sinn pening. Eftir því sem fleiri veðja á Daða, þeim mun lækkar stuðullinn á sigur hans. Sú sem þykir líklegust til að veita Daða og gagnamagninu viðnám er Iva með lag sitt Oculis videre. Iva er með 3 í stuðul. Því næst koma þungarokkararnir í Dimmu með Almyrkva sinn, með stuðulinn 3,8. Ísold og Helga með Meet Me Halfway eru metnar af sérfræðingum Betsson með stuðulinn 7,55. Ólíklegust til að hafa sigur í keppninni telst Nína Dagbjört með Echo: Ef menn leggja þúsund krónur á að hún sigri ávaxta þeir ágætlega sitt pund og fara frá með 15 þúsund krónur – Nína Dagbjört er með stuðulinn 15. Eurovision Fjárhættuspil Fjölmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Independent fjallar um óvæntar vinsældir Daða Freys Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með laginu Think About Things, ræðir óvæntar vinsældir framlagsins erlendis í viðtali við breska miðilinn Independent í dag. 22. febrúar 2020 21:21 Russell Crowe fylgist með Daða Frey Stórleikarinn Russell Crowe er greinilega mjög hrifinn af Daða Frey og Gagnamagninu en hann tísti í dag umfjöllun um lagið á Twitter-síðu sinni. 19. febrúar 2020 10:30 Thomas Lundin segir aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. 23. febrúar 2020 14:00 Mest lesið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Daði og þau í Gagnamagninu teljast líklegust til að hafa sigur í Söngvakeppninni sem haldin verður um næstu helgi. Betsson hefur sett upp veðmálssíðu fyrir Söngvakeppnina þar sem framlag Íslands verður valið til næstu Eurovison – söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og er stuðullinn aðeins 1,9 á að Think About Things hafi sigur. Það þýðir einfaldlega að sérfræðingar veðmálafyrirtæksins meta það svo að Daði og félagar séu líklegust til að standa uppi með pálmann í höndunum; sá sem leggur undir 1000 krónur mun fá 1,900 krónur til baka fari svo. Þannig leggst eitt og annað á árar með hinum hávaxna teknópoppara og hans fólki en eins og Vísir greindi frá fyrir skömmu segir finnski Eurovisionspekingurinn Thomas Lundin sjaldan hafa verið eins auðvelt að spá til um sigur í Söngvakeppninni. Hann telur að Daði verði sá sem fagnar og fer til Rotterdam í Hollandi. Áður hafði sjálfur Russel Crowe, leikarinn góðkunni, vakið athygli á framlagi Daða og gagnamagnsins og virðist því flest bera að sama brunni. Sú er staðan þegar þetta er skrifað en stuðlarnir eru breytilegir eftir því á hvað menn vilja leggja sinn pening. Eftir því sem fleiri veðja á Daða, þeim mun lækkar stuðullinn á sigur hans. Sú sem þykir líklegust til að veita Daða og gagnamagninu viðnám er Iva með lag sitt Oculis videre. Iva er með 3 í stuðul. Því næst koma þungarokkararnir í Dimmu með Almyrkva sinn, með stuðulinn 3,8. Ísold og Helga með Meet Me Halfway eru metnar af sérfræðingum Betsson með stuðulinn 7,55. Ólíklegust til að hafa sigur í keppninni telst Nína Dagbjört með Echo: Ef menn leggja þúsund krónur á að hún sigri ávaxta þeir ágætlega sitt pund og fara frá með 15 þúsund krónur – Nína Dagbjört er með stuðulinn 15.
Eurovision Fjárhættuspil Fjölmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Independent fjallar um óvæntar vinsældir Daða Freys Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með laginu Think About Things, ræðir óvæntar vinsældir framlagsins erlendis í viðtali við breska miðilinn Independent í dag. 22. febrúar 2020 21:21 Russell Crowe fylgist með Daða Frey Stórleikarinn Russell Crowe er greinilega mjög hrifinn af Daða Frey og Gagnamagninu en hann tísti í dag umfjöllun um lagið á Twitter-síðu sinni. 19. febrúar 2020 10:30 Thomas Lundin segir aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. 23. febrúar 2020 14:00 Mest lesið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Independent fjallar um óvæntar vinsældir Daða Freys Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með laginu Think About Things, ræðir óvæntar vinsældir framlagsins erlendis í viðtali við breska miðilinn Independent í dag. 22. febrúar 2020 21:21
Russell Crowe fylgist með Daða Frey Stórleikarinn Russell Crowe er greinilega mjög hrifinn af Daða Frey og Gagnamagninu en hann tísti í dag umfjöllun um lagið á Twitter-síðu sinni. 19. febrúar 2020 10:30
Thomas Lundin segir aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. 23. febrúar 2020 14:00