Netanyahu hótar stríði á Gaza Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2020 21:03 Árásirnar hafa verið á víxl en þær virðast hafa byrjað á því að hermenn skutu mann til bana við landamæragirðingu Gaza á sunnudaginn. AP/Khalil Hamra Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hótaði í dag stríði á Gaza-ströndinni ef eldflaugaárásir á Ísrael verði ekki stöðvaðar. Þrátt fyrir vopnahlé segir Aviv Kohavi, yfirmaður herafla Ísrael, að átökunum, sem staðið hafa yfir undanfarna tvo daga, sé mögulega ekki lokið enn. Árásirnar hafa verið á víxl en þær virðast hafa byrjað á því að hermenn skutu mann til bana við landamæragirðingu Gaza á sunnudaginn. Herinn segir manninn hafa verið að koma fyrir sprengju og var lík hans sótt með jarðýtu. Það olli mikilli reiði í Palestínu og var fjölda eldflauga skotið að Ísrael í kjölfarið, alls 26 samkvæmt yfirvöldum Ísrael. Þrettán þeirra voru skotnar niður af loftvarnarkerfi ríkisins. Í gærkvöldi gerður Ísraelar svo loftárásir gegn PIJ í Sýrlandi, þar sem samtökin eru einnig virk. Her Ísrael segir árásirnar hafa beinst að stöð PIJ nærri Damascus þar sem unnið hafi verið að vopnaþróun og framleiðslu eldflaugaeldsneytis. 14 eldflaugum var svo skotið að Ísrael frá Gaza og svöruðu Ísraelar með loftárásum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Sagði í dag að Hamas, sem stjórna Gaza, ættu að stöðva árásir PIJ, ellegar væru líkur á frekari átökum. „Ef þið skjótið þá ekki, munum við skjóta ykkur. Ég er að tala um stríð,“ sagði Netanyahu í útvarpsviðtali í dag, samkvæmt frétt BBC. PIJ lýsti svo yfir einhliða vopnahléi og sögðu forsvarsmenn samtakanna að hefndaraðgerðum þeirra væri lokið. Kohavi sagði í kvöld að óljóst væri hvort vopnahléið myndi halda. Það væri enn sem komið er mjög ótraust og að stríð hefðu hafist við svipaðar aðstæður á árum áður. PIJ eru með sterkustu vígahópum Gaza og njóta þeir stuðningi Íran. Her Ísrael birti í dag tvö myndbönd um PIJ á Twitter í dag. Annað fjallar um eldflaugaárásirnar og hitt um samtökin sjálf. The last 24 hours in Israel: pic.twitter.com/0YNwvMsYvL— Israel Defense Forces (@IDF) February 24, 2020 Islamic Jihad explained: pic.twitter.com/5UisbQ5zpH— Israel Defense Forces (@IDF) February 24, 2020 Ísrael Palestína Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hótaði í dag stríði á Gaza-ströndinni ef eldflaugaárásir á Ísrael verði ekki stöðvaðar. Þrátt fyrir vopnahlé segir Aviv Kohavi, yfirmaður herafla Ísrael, að átökunum, sem staðið hafa yfir undanfarna tvo daga, sé mögulega ekki lokið enn. Árásirnar hafa verið á víxl en þær virðast hafa byrjað á því að hermenn skutu mann til bana við landamæragirðingu Gaza á sunnudaginn. Herinn segir manninn hafa verið að koma fyrir sprengju og var lík hans sótt með jarðýtu. Það olli mikilli reiði í Palestínu og var fjölda eldflauga skotið að Ísrael í kjölfarið, alls 26 samkvæmt yfirvöldum Ísrael. Þrettán þeirra voru skotnar niður af loftvarnarkerfi ríkisins. Í gærkvöldi gerður Ísraelar svo loftárásir gegn PIJ í Sýrlandi, þar sem samtökin eru einnig virk. Her Ísrael segir árásirnar hafa beinst að stöð PIJ nærri Damascus þar sem unnið hafi verið að vopnaþróun og framleiðslu eldflaugaeldsneytis. 14 eldflaugum var svo skotið að Ísrael frá Gaza og svöruðu Ísraelar með loftárásum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Sagði í dag að Hamas, sem stjórna Gaza, ættu að stöðva árásir PIJ, ellegar væru líkur á frekari átökum. „Ef þið skjótið þá ekki, munum við skjóta ykkur. Ég er að tala um stríð,“ sagði Netanyahu í útvarpsviðtali í dag, samkvæmt frétt BBC. PIJ lýsti svo yfir einhliða vopnahléi og sögðu forsvarsmenn samtakanna að hefndaraðgerðum þeirra væri lokið. Kohavi sagði í kvöld að óljóst væri hvort vopnahléið myndi halda. Það væri enn sem komið er mjög ótraust og að stríð hefðu hafist við svipaðar aðstæður á árum áður. PIJ eru með sterkustu vígahópum Gaza og njóta þeir stuðningi Íran. Her Ísrael birti í dag tvö myndbönd um PIJ á Twitter í dag. Annað fjallar um eldflaugaárásirnar og hitt um samtökin sjálf. The last 24 hours in Israel: pic.twitter.com/0YNwvMsYvL— Israel Defense Forces (@IDF) February 24, 2020 Islamic Jihad explained: pic.twitter.com/5UisbQ5zpH— Israel Defense Forces (@IDF) February 24, 2020
Ísrael Palestína Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira