„Tómt mál“ að ræða stöðu einkarekinna miðla án þess að taka mið af stöðu Rúv á auglýsingamarkaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 20:30 Það er tómt mál að tala um stöðu einkarekinna fjölmiðla án þess að taka stöðu Rúv á auglýsingamarkaði með inn í reikninginn segir formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Ekkert formlegt samkomulag sé í gildi milli ríkisstjórnarflokkana hvað lýtur að fjölmiðlafrumvarpinu, að öðru leyti en því að staða Rúv á auglýsingamarkaði verði skoðuð samhliða. Ólíkar raddir heyrast innan úr röðum stjórnarflokkanna þriggja um hvernig er í pottinn búið hvað þetta varðar. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla rétt fyrir þinglok í desember. Síðan hefur málið legið hjá allsherjar- og menntamálanefnd. „Það er að síga á seinni hlutann í þessu. Gestakomum er næstum því lokið. Ætli það séu ekki tveir gestir sem verða kallaðir til viðbótar og síðan þurfa menn bara að ræða sig fram til niðurstöðu um málið þegar því líkur,“ segir Páll Magnússon, formaður nefndarinnar, spurður um stöðu málsins. Hann segir erfitt að segja til um það hvenær málið geti gengið til annarrar umræðu í þinginu. „En ætli reyni ekki á þetta núna á næstu vikum, hvort að þær verði þrjár eða fimm er ég ekki alveg viss um,“ segir Páll. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ræddi meðal annars stöðu fjölmiðla í Víglínunni á Stöð 2 í gær.Vísir/Einar Í Víglínunni á Stöð 2 í gær ræddi Lilja Alfreðsdóttir meðal annars stöðu fjölmiðlafrumvarpsins og vinnu við nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið. Þar er meðal annars verið að horfa til stöðu Rúv á auglýsingamarkaði. „Við erum í viðræðum við Ríkisútvarpið í tengslum við þjónustusamninginn. En stjórnarflokkarnir hafa komist að ákveðnu samkomulagi hvað þetta varðar, og þetta verður til þess, þær aðgerðir sem að við erum að boða, til þess að styðja við íslenskan fjölmiðlamarkað,“ sagði Lilja. Aðspurður segir Páll ekkert formlegt samkomulag vera í gildi flokkanna á milli um útfærsluna. „Ekki annað en það að menntamálaráðherra, og svo sem öllum er ljóst og ég held að það sé svo sem enginn ágreiningur um það, að það verði ekki tekið á þessum vanda einkarekinna fjölmiðla án þess að komast að einhverri niðurstöðu um þessa takmörkun á auglýsingamarkaði. Það er eiginlega tómt mál að tala um stöðu einkarekinna fjölmiðla án þess að taka það með í reikninginn,“ svarar Páll. Ekkert samkomulag um Rúv segir þingmaður VG Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að ekkert samkomulag sé í gildi á milli stjórnarflokkanna hvað varðar Rúv. „Töluvert hefur verið rætt undanfarið um að eitthvað samkomulag sé á milli stjórnarflokkanna um RÚV og stöðu þess á auglýsingamarkaði. Svo er ekki,“ skrifar Kolbeinn. Hann hafi verið skýr um það af sinni hálfu „að frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla tengist RÚV ekki á nokkurn hátt, ríkisfjölmiðillinn sé ekki skiptimynt í því máli. Við í Vinstri grænum höfum sagt að ekki eigi að skerða tekjur RÚV og að þau sem vilji minnka hlut þess á auglýsingamarkaði þurfi þá að svara því til hvernig þær tekjur verði bættar. Um ekkert af þessu er samkomulag á milli stjórnarflokkanna,“ skrifar Kolbeinn. Alþingi Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Það er tómt mál að tala um stöðu einkarekinna fjölmiðla án þess að taka stöðu Rúv á auglýsingamarkaði með inn í reikninginn segir formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Ekkert formlegt samkomulag sé í gildi milli ríkisstjórnarflokkana hvað lýtur að fjölmiðlafrumvarpinu, að öðru leyti en því að staða Rúv á auglýsingamarkaði verði skoðuð samhliða. Ólíkar raddir heyrast innan úr röðum stjórnarflokkanna þriggja um hvernig er í pottinn búið hvað þetta varðar. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla rétt fyrir þinglok í desember. Síðan hefur málið legið hjá allsherjar- og menntamálanefnd. „Það er að síga á seinni hlutann í þessu. Gestakomum er næstum því lokið. Ætli það séu ekki tveir gestir sem verða kallaðir til viðbótar og síðan þurfa menn bara að ræða sig fram til niðurstöðu um málið þegar því líkur,“ segir Páll Magnússon, formaður nefndarinnar, spurður um stöðu málsins. Hann segir erfitt að segja til um það hvenær málið geti gengið til annarrar umræðu í þinginu. „En ætli reyni ekki á þetta núna á næstu vikum, hvort að þær verði þrjár eða fimm er ég ekki alveg viss um,“ segir Páll. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ræddi meðal annars stöðu fjölmiðla í Víglínunni á Stöð 2 í gær.Vísir/Einar Í Víglínunni á Stöð 2 í gær ræddi Lilja Alfreðsdóttir meðal annars stöðu fjölmiðlafrumvarpsins og vinnu við nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið. Þar er meðal annars verið að horfa til stöðu Rúv á auglýsingamarkaði. „Við erum í viðræðum við Ríkisútvarpið í tengslum við þjónustusamninginn. En stjórnarflokkarnir hafa komist að ákveðnu samkomulagi hvað þetta varðar, og þetta verður til þess, þær aðgerðir sem að við erum að boða, til þess að styðja við íslenskan fjölmiðlamarkað,“ sagði Lilja. Aðspurður segir Páll ekkert formlegt samkomulag vera í gildi flokkanna á milli um útfærsluna. „Ekki annað en það að menntamálaráðherra, og svo sem öllum er ljóst og ég held að það sé svo sem enginn ágreiningur um það, að það verði ekki tekið á þessum vanda einkarekinna fjölmiðla án þess að komast að einhverri niðurstöðu um þessa takmörkun á auglýsingamarkaði. Það er eiginlega tómt mál að tala um stöðu einkarekinna fjölmiðla án þess að taka það með í reikninginn,“ svarar Páll. Ekkert samkomulag um Rúv segir þingmaður VG Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að ekkert samkomulag sé í gildi á milli stjórnarflokkanna hvað varðar Rúv. „Töluvert hefur verið rætt undanfarið um að eitthvað samkomulag sé á milli stjórnarflokkanna um RÚV og stöðu þess á auglýsingamarkaði. Svo er ekki,“ skrifar Kolbeinn. Hann hafi verið skýr um það af sinni hálfu „að frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla tengist RÚV ekki á nokkurn hátt, ríkisfjölmiðillinn sé ekki skiptimynt í því máli. Við í Vinstri grænum höfum sagt að ekki eigi að skerða tekjur RÚV og að þau sem vilji minnka hlut þess á auglýsingamarkaði þurfi þá að svara því til hvernig þær tekjur verði bættar. Um ekkert af þessu er samkomulag á milli stjórnarflokkanna,“ skrifar Kolbeinn.
Alþingi Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira