Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason skrifar 24. febrúar 2020 13:00 Eins og aðrir aðstandendur ALDIN Biodome fagna ég þeirri miklu umræðu sem spunnist hefur um vænta uppbyggingu á svæðinu norðan Stekkjarbakka í jaðri Elliðaárdalsins. Uppbyggileg umræða byggir hins vegar á upplýsingum og langar mig að fjalla aðeins um þá starfsemi sem mun fara fram undir þaki ALDIN. Meginmarkmið ALDIN Biodome er að tengja fólk við náttúruna og stuðla að heilbrigðum lífsstíl, allt á sjálfbæran og arðbæran hátt. Þar verður stunduð ræktun í víðum skilningi þess orðs. Endurnýjanleg orka verður nýtt til matjurtaræktunar og í gróðursælu umhverfi verður boðið upp á aðstöðu til skapandi athafna og mannræktar. Umhverfið á að vekja skilningarvitin til meðvitundar um persónulegt samband manns og náttúru og vekja þannig athygli á því jafnvægi sem nauðsynlegt er í lífinu. Fræðsla og afslöppun Aðalstarfsemin mun eiga sér stað undir visthvelfingum sem skiptast í þrjú meginrými. Það fyrsta sem gestir ganga í gegnum er Dalbær sem er garðyrkjurými og torg sem verður að mestu undir torfþaki. Þaðan verður hægt að ganga inn í tvö mismunandi loftslagsstýrð visthvolf, annars vegar Laufás sem verður með Miðjarðarhafsloftslagi og hins vegar Hraunprýði með hitabeltisloftslagi. Á útisvæði ALDIN verður lögð áhersla á samspil náttúrunnar sem fyrir er og nýræktar á plöntum sem falla vel að umhverfinu. Þetta verður gert í samspili við leiksvæði fyrir unga gesti sem og aldna sem vilja njóta útiverunnar. Í Dalbæ verður lögð áhersla á að gestir upplifi allt ræktunarferli borgarbúskaparins, „af beði á borð“ – fyrsta flokks hollustu og ferskleika. Gestir geta svo keypt og tekið matjurtir með sér heim úr ræktunarrýminu auk grænmetis beint frá öðrum bændum. Á svæðinu verður aðstaða til fræðslu fyrir hópa, veitingastaður og kaffihús, fyrir gesti og þá sem hafa notið útivistar í dalnum. Í Laufási og Hraunprýði verða matjurtaskógar með stórbrotnu safni plantna og jurta sem fela í sér fróðleik um framandi lönd. Þar verður boðið upp á afþreyingu í bland við upplifun af umhverfinu. Í Laufási verður hægt að finna sér stað undir trjákrónum til að vinna og halda fundi og í Hraunprýði verður aðstaða til að stunda jóga og hugleiðslu. Jákvæð fordæmi eru til staðar, líka hérlendis Við höfum skyld dæmi annars staðar að á landinu um vinsældir upplifunar á þessum nótum. Í Friðheimum í Reykholti hefur um nokkurra ára skeið verið fjölbreyttur rekstur í kringum matjurtarækt. Ferskar matjurtir af staðnum, veitingastaður, minjagripasala og ferðaþjónusta styðja þar hvert við annað með góðum árangri. ALDIN og Friðheimar eru að sjálfsögðu ekki að öllu leyti sambærileg fyrirbæri, en samanburðurinn gefur visst fordæmi. ALDIN er fyrir alla, íbúa í næsta nágrenni, aðra borgarbúa og innlenda sem erlenda gesti. Reynslan og vísindin segja okkur að það er mikilvægt andlegri og líkamlegri heilsu fólks að komast reglulega í nánd við náttúruna. Það á ekki síður við um veturna íslensku, þegar skammdegið tekur sinn toll af andlegu heilbrigði margra. Að geta með auðveldum hætti komist í bjarta og hlýja gróðurvin mun hjálpa mörgum og létta lund. Höfundur er sérhæfður í upplifunartengdri viðskiptaþróun og einn eigenda ALDIN Biodome. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Hollvinir kæra framkvæmd undirskriftalistans Hollvinasamtök Elliðaáardals ætla í fyrramálið að kæra framkvæmd Þjóðskrár Íslands á undirskriftasöfnun til sveitarstjórnarráðuneytisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. 23. febrúar 2020 20:47 Upplýst umræða um Elliðaárdal Umræða um uppbyggingu þróunarreits nærri Elliðaárdal eykst nú dag frá degi sem er gott. Slagsíða í umræðunni hefur hins vegar aukist, sem er ekki gott. 22. febrúar 2020 08:00 Leyfum dalnum að njóta vafans! Til stendur að fara í miklar byggingarframkvæmdir í jaðri Elliðaárdals fyrir neðan Stekkjabakka. Þar hefur fyrirtækið Spor í sandinn (SÍS) fengið vilyrði borgarinnar til byggja 4.500 fermetra hvelfingar sem hýsa eiga margþætta starfsemi. 18. febrúar 2020 13:00 Elliðaárdalurinn „Central Park Reykjavíkur“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, biðlaði til meirihluta borgarstjórnar um að sameinast um að vernda Elliðaárdalinn á fundi borgarstjórnar í dag. 18. febrúar 2020 16:30 Skrifum undir Meirihlutinn í Reykjavík hefur núna veitt leyfi fyrir því að byggja í Elliðaárdalnum. 18. febrúar 2020 16:30 Mest lesið Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Eins og aðrir aðstandendur ALDIN Biodome fagna ég þeirri miklu umræðu sem spunnist hefur um vænta uppbyggingu á svæðinu norðan Stekkjarbakka í jaðri Elliðaárdalsins. Uppbyggileg umræða byggir hins vegar á upplýsingum og langar mig að fjalla aðeins um þá starfsemi sem mun fara fram undir þaki ALDIN. Meginmarkmið ALDIN Biodome er að tengja fólk við náttúruna og stuðla að heilbrigðum lífsstíl, allt á sjálfbæran og arðbæran hátt. Þar verður stunduð ræktun í víðum skilningi þess orðs. Endurnýjanleg orka verður nýtt til matjurtaræktunar og í gróðursælu umhverfi verður boðið upp á aðstöðu til skapandi athafna og mannræktar. Umhverfið á að vekja skilningarvitin til meðvitundar um persónulegt samband manns og náttúru og vekja þannig athygli á því jafnvægi sem nauðsynlegt er í lífinu. Fræðsla og afslöppun Aðalstarfsemin mun eiga sér stað undir visthvelfingum sem skiptast í þrjú meginrými. Það fyrsta sem gestir ganga í gegnum er Dalbær sem er garðyrkjurými og torg sem verður að mestu undir torfþaki. Þaðan verður hægt að ganga inn í tvö mismunandi loftslagsstýrð visthvolf, annars vegar Laufás sem verður með Miðjarðarhafsloftslagi og hins vegar Hraunprýði með hitabeltisloftslagi. Á útisvæði ALDIN verður lögð áhersla á samspil náttúrunnar sem fyrir er og nýræktar á plöntum sem falla vel að umhverfinu. Þetta verður gert í samspili við leiksvæði fyrir unga gesti sem og aldna sem vilja njóta útiverunnar. Í Dalbæ verður lögð áhersla á að gestir upplifi allt ræktunarferli borgarbúskaparins, „af beði á borð“ – fyrsta flokks hollustu og ferskleika. Gestir geta svo keypt og tekið matjurtir með sér heim úr ræktunarrýminu auk grænmetis beint frá öðrum bændum. Á svæðinu verður aðstaða til fræðslu fyrir hópa, veitingastaður og kaffihús, fyrir gesti og þá sem hafa notið útivistar í dalnum. Í Laufási og Hraunprýði verða matjurtaskógar með stórbrotnu safni plantna og jurta sem fela í sér fróðleik um framandi lönd. Þar verður boðið upp á afþreyingu í bland við upplifun af umhverfinu. Í Laufási verður hægt að finna sér stað undir trjákrónum til að vinna og halda fundi og í Hraunprýði verður aðstaða til að stunda jóga og hugleiðslu. Jákvæð fordæmi eru til staðar, líka hérlendis Við höfum skyld dæmi annars staðar að á landinu um vinsældir upplifunar á þessum nótum. Í Friðheimum í Reykholti hefur um nokkurra ára skeið verið fjölbreyttur rekstur í kringum matjurtarækt. Ferskar matjurtir af staðnum, veitingastaður, minjagripasala og ferðaþjónusta styðja þar hvert við annað með góðum árangri. ALDIN og Friðheimar eru að sjálfsögðu ekki að öllu leyti sambærileg fyrirbæri, en samanburðurinn gefur visst fordæmi. ALDIN er fyrir alla, íbúa í næsta nágrenni, aðra borgarbúa og innlenda sem erlenda gesti. Reynslan og vísindin segja okkur að það er mikilvægt andlegri og líkamlegri heilsu fólks að komast reglulega í nánd við náttúruna. Það á ekki síður við um veturna íslensku, þegar skammdegið tekur sinn toll af andlegu heilbrigði margra. Að geta með auðveldum hætti komist í bjarta og hlýja gróðurvin mun hjálpa mörgum og létta lund. Höfundur er sérhæfður í upplifunartengdri viðskiptaþróun og einn eigenda ALDIN Biodome.
Hollvinir kæra framkvæmd undirskriftalistans Hollvinasamtök Elliðaáardals ætla í fyrramálið að kæra framkvæmd Þjóðskrár Íslands á undirskriftasöfnun til sveitarstjórnarráðuneytisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. 23. febrúar 2020 20:47
Upplýst umræða um Elliðaárdal Umræða um uppbyggingu þróunarreits nærri Elliðaárdal eykst nú dag frá degi sem er gott. Slagsíða í umræðunni hefur hins vegar aukist, sem er ekki gott. 22. febrúar 2020 08:00
Leyfum dalnum að njóta vafans! Til stendur að fara í miklar byggingarframkvæmdir í jaðri Elliðaárdals fyrir neðan Stekkjabakka. Þar hefur fyrirtækið Spor í sandinn (SÍS) fengið vilyrði borgarinnar til byggja 4.500 fermetra hvelfingar sem hýsa eiga margþætta starfsemi. 18. febrúar 2020 13:00
Elliðaárdalurinn „Central Park Reykjavíkur“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, biðlaði til meirihluta borgarstjórnar um að sameinast um að vernda Elliðaárdalinn á fundi borgarstjórnar í dag. 18. febrúar 2020 16:30
Skrifum undir Meirihlutinn í Reykjavík hefur núna veitt leyfi fyrir því að byggja í Elliðaárdalnum. 18. febrúar 2020 16:30
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun