Ísraelar gerðu loftárásir á Gasa og í Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2020 11:27 Eldur blossar upp í loftárás Ísraelshers á Gasaströndina í nótt. Vísir/EPA Fjórir Palestínumenn eru sagðir hafa særst þegar ísraelski herinn gerði loftárásir á Gasaströndina í nótt. Aðgerðir Ísraela voru svar við um tuttugu eldflaugum sem var skotið frá Gasa á suðurhluta Ísraels í gær. Loftárásir voru einnig gerðar í Sýrlandi. Árásir Ísraela beindust að skæruliðahópnum Palestínsk íslamskt heilagt stríð (PIJ) á Gasa og í Sýrlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samtökin segja að tveir vígamenn þeirra hafi fallið í Sýrlandi og hótuðu að hefna þeirra. Heilbrigðisráðuneyti Gasa segir að fjórir hafi særst þar. Sex eldflaugum til viðbótar var skotið inn í Ísrael í dag en fimm þeirra voru stöðvaðar á lofti. Engar fréttir hafa borist af mannskaða. Eldflaugarnar í gær ollu eignartjóni. Skærurnar hófust á sunnudagsmorgun þegar Ísraelsher sagðist hafa fellt vígamann PIJ nærri landamæragirðingu við Gasaströndina. Hann hafi við annan mann reynt að koma fyrir sprengju við girðinguna. Myndband af jarðýtu Ísraelsher skófla upp líki mannsins fór víða um samfélagsmiðla og olli reiði á meðal Palestínumanna sem kröfðust sumir hefnda. Nokkrum klukkustundum síðar var eldflaugum skotið að Ísrael. Flestar þeirra voru skotnar niður af eldflaugavarnakerfi Ísraels. PIJ lýsti yfir ábyrgð á eldflaugaárásinni og sagði hana svar við drápinu á liðsmanni samtakanna í gær. Ísrael Palestína Sýrland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Sjá meira
Fjórir Palestínumenn eru sagðir hafa særst þegar ísraelski herinn gerði loftárásir á Gasaströndina í nótt. Aðgerðir Ísraela voru svar við um tuttugu eldflaugum sem var skotið frá Gasa á suðurhluta Ísraels í gær. Loftárásir voru einnig gerðar í Sýrlandi. Árásir Ísraela beindust að skæruliðahópnum Palestínsk íslamskt heilagt stríð (PIJ) á Gasa og í Sýrlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samtökin segja að tveir vígamenn þeirra hafi fallið í Sýrlandi og hótuðu að hefna þeirra. Heilbrigðisráðuneyti Gasa segir að fjórir hafi særst þar. Sex eldflaugum til viðbótar var skotið inn í Ísrael í dag en fimm þeirra voru stöðvaðar á lofti. Engar fréttir hafa borist af mannskaða. Eldflaugarnar í gær ollu eignartjóni. Skærurnar hófust á sunnudagsmorgun þegar Ísraelsher sagðist hafa fellt vígamann PIJ nærri landamæragirðingu við Gasaströndina. Hann hafi við annan mann reynt að koma fyrir sprengju við girðinguna. Myndband af jarðýtu Ísraelsher skófla upp líki mannsins fór víða um samfélagsmiðla og olli reiði á meðal Palestínumanna sem kröfðust sumir hefnda. Nokkrum klukkustundum síðar var eldflaugum skotið að Ísrael. Flestar þeirra voru skotnar niður af eldflaugavarnakerfi Ísraels. PIJ lýsti yfir ábyrgð á eldflaugaárásinni og sagði hana svar við drápinu á liðsmanni samtakanna í gær.
Ísrael Palestína Sýrland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Sjá meira