Um tvö þúsund rúður brotnuðu í gróðurhúsi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. febrúar 2020 18:45 Reynir Jónsson, segir að tjónið hjá Reykási sé á bilinu 80 til 100 milljónir króna. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sérhæfðir gluggaísetningarmenn frá Hollandi eru komnir til landsins til að skipta um tvö þúsund rúður, sem brotnuðu í gróðurhúsi skammt frá Flúðum í óveðrinu 14. febrúar. Öll uppskera eyðilagðist vegna glerbrota, sem fóru yfir plönturnar. Tjónið á gróðurhúsunum er metið á 80 til 100 milljónir króna. Gróðurhúsin hjá gróðrarstöðinni Reykási í Hrunamannahreppi í Miðfellshverfinu skammt frá Flúðum eru eins og gatasigti því um tvö þúsund rúður brotnuðu í ofsaveðrinu sem gekk yfir svæðið 14. febrúar. Í gróðurhúsunum, sem eru um 5.500 fermetrar, hafa verið ræktaðar gúrkur, tómatar og salat en öll uppskeran eyðilagðist. Reynir Jónsson og Sólveig Sigfúsdóttir eru garðyrkjubændur staðarins með níu starfsmenn í vinnu. Reynir var á staðnum þegar veðrið gekk yfir. „Það var eiginlega allt snarvitlaust, glerbrot og óþverri fljúgandi út um allt. Ég var inni á skrifstofunni og beið þetta af mér því að það var ekkert hægt að fara inn í húsin út af glerhruni,“ segir Reynir. Gróðurhúsin eru eins og gatasigti enda rúður brotnar út um allt eftir óðverið 14. febrúar 2020.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Starfsfólk vinnur nú í því að hreinsa plönturnar út úr gróðurhúsunum og týna upp glerbrotin sem eru út um allt. Þá eru sérhæfðir gluggaísetningamenn fyrir gróðurhús mættir frá Hollandi til að setja nýjar rúður í húsin fyrir þær sem brotnuðu. „Þetta mun taka svolítinn tíma. Mér sýnist að þetta gæti farið upp í mánuð að klára allt, alla glerjun, þó það gangi vel þá er þetta bara það mikið sem eftir er, þeir eru kannski búnir með einn fimmta núna á fjórum dögum og ég held að það gæti farið fast í mánuð sem þetta tekur.“ Öll uppskera í húsunum eyðilagðist enda glerbrot út um allt. Nokkra mánuði tekur að ná henni upp aftur. Sólveig við hreinsunarstörf inn í gróðurhúsi, þar er margna vikna verk framundan að hreinsa öll glerbrotin og við að henda plöntunum út úr húsunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað er tjónið mikið í peningum talið? „Ég er hræddur um að þetta geti verið einhverjar 80 til 100 milljónir króna. Mér sýnist það eins og staðan er í dag, það er mikið af ræktunarbúnaði ónýtur og glertjónið er miklu meira en ég gerði mér grein fyrir. Ég á að vera tryggður fyrir þessu að mestu leyti en það lendir alltaf eitthvað á manni sjálfum.“ segir Reynir. Garðyrkja Hrunamannahreppur Landbúnaður Óveður 14. febrúar 2020 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Sérhæfðir gluggaísetningarmenn frá Hollandi eru komnir til landsins til að skipta um tvö þúsund rúður, sem brotnuðu í gróðurhúsi skammt frá Flúðum í óveðrinu 14. febrúar. Öll uppskera eyðilagðist vegna glerbrota, sem fóru yfir plönturnar. Tjónið á gróðurhúsunum er metið á 80 til 100 milljónir króna. Gróðurhúsin hjá gróðrarstöðinni Reykási í Hrunamannahreppi í Miðfellshverfinu skammt frá Flúðum eru eins og gatasigti því um tvö þúsund rúður brotnuðu í ofsaveðrinu sem gekk yfir svæðið 14. febrúar. Í gróðurhúsunum, sem eru um 5.500 fermetrar, hafa verið ræktaðar gúrkur, tómatar og salat en öll uppskeran eyðilagðist. Reynir Jónsson og Sólveig Sigfúsdóttir eru garðyrkjubændur staðarins með níu starfsmenn í vinnu. Reynir var á staðnum þegar veðrið gekk yfir. „Það var eiginlega allt snarvitlaust, glerbrot og óþverri fljúgandi út um allt. Ég var inni á skrifstofunni og beið þetta af mér því að það var ekkert hægt að fara inn í húsin út af glerhruni,“ segir Reynir. Gróðurhúsin eru eins og gatasigti enda rúður brotnar út um allt eftir óðverið 14. febrúar 2020.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Starfsfólk vinnur nú í því að hreinsa plönturnar út úr gróðurhúsunum og týna upp glerbrotin sem eru út um allt. Þá eru sérhæfðir gluggaísetningamenn fyrir gróðurhús mættir frá Hollandi til að setja nýjar rúður í húsin fyrir þær sem brotnuðu. „Þetta mun taka svolítinn tíma. Mér sýnist að þetta gæti farið upp í mánuð að klára allt, alla glerjun, þó það gangi vel þá er þetta bara það mikið sem eftir er, þeir eru kannski búnir með einn fimmta núna á fjórum dögum og ég held að það gæti farið fast í mánuð sem þetta tekur.“ Öll uppskera í húsunum eyðilagðist enda glerbrot út um allt. Nokkra mánuði tekur að ná henni upp aftur. Sólveig við hreinsunarstörf inn í gróðurhúsi, þar er margna vikna verk framundan að hreinsa öll glerbrotin og við að henda plöntunum út úr húsunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað er tjónið mikið í peningum talið? „Ég er hræddur um að þetta geti verið einhverjar 80 til 100 milljónir króna. Mér sýnist það eins og staðan er í dag, það er mikið af ræktunarbúnaði ónýtur og glertjónið er miklu meira en ég gerði mér grein fyrir. Ég á að vera tryggður fyrir þessu að mestu leyti en það lendir alltaf eitthvað á manni sjálfum.“ segir Reynir.
Garðyrkja Hrunamannahreppur Landbúnaður Óveður 14. febrúar 2020 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent