Ungum fíklum fækkað en vandi þeirra að aukast Kristín Ólafsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 22. febrúar 2020 22:00 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Vísir/baldur Ungmennum sem leita á Vog vegna vímuefnavanda hefur fækkað en neyslan verður stöðugt alvarlegri. Yfirlæknir á Vogi segir að grípa þurfi fyrr inn í aðstæður hjá áhættuhópum. Ef litið er á þróun innlagna á sjúkrahúsið vog má sjá að allt frá árinu 2000 hefur unglingum sem þangað leita fækkað umtalsvert og bera bráðabirgðatölur frá síðasta ári með sér að þeir hafa ekki verið færri síðan um miðjan níunda áratuginn. „Ég myndi svo sannarlega segja að það sé jákvæð þróun. Að minnsta kosti er vandinn minni í þessum stóra hópi, þó svo að í þessum litla hópi sem þarf að koma í meðferð, þá er hann alvarlegri. Og það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Unglingarnir neyti harðari efna. „Yfir þrjátíu prósent þeirra eru að sprauta vímuefnum í æð, til dæmis. Við sjáum meiri aukningu á örvandi efnum.“ Dauðsföllum unglinga vegna vímuefnaneyslu fer jafnframt fjölgandi „Og það höfum við séð síðustu árin og því miður, ef við skoðum bara þá sem hafa komið til okkar, þá eiga þeir stóran hluta af dauðsföllum þeirra sem deyja svona ungir. Þessi sjúkdómur sem við erum að meðhöndla er býsna alvarlegur.“ Stöð 2 Harðari neysla ungmenna sem leita á Vog kann að bera með sér þessi hópur búi við alvarlegri félaglegan eða geðrænan vanda „Auðvitað þýðir þetta það að við þurfum kannski að vera ákveðnari í að finna áhættuhópana og grípa inn í fyrr, í skólakerfinu, heilsugæslunni og beina sjónum okkar að þeim sem eru í áhættu fyrst og fremst.“ Hún leggur áherslu á að mikið sé gert fyrir ólögráða börn í vanda, á vettvangi Barnaverndarstofu og SÁÁ. „Og sérstaklega mikið við foreldra og yngri systkini, þetta skiptir allt mjög miklu máli. Við erum með stóran hóp af ungmennum sem koma í eftirfylgni í göngudeild, sem er mjög jákvætt, því það skiptir máli fyrir þau að endurhæfast félagslega líka.“ Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Ungmennum sem leita á Vog vegna vímuefnavanda hefur fækkað en neyslan verður stöðugt alvarlegri. Yfirlæknir á Vogi segir að grípa þurfi fyrr inn í aðstæður hjá áhættuhópum. Ef litið er á þróun innlagna á sjúkrahúsið vog má sjá að allt frá árinu 2000 hefur unglingum sem þangað leita fækkað umtalsvert og bera bráðabirgðatölur frá síðasta ári með sér að þeir hafa ekki verið færri síðan um miðjan níunda áratuginn. „Ég myndi svo sannarlega segja að það sé jákvæð þróun. Að minnsta kosti er vandinn minni í þessum stóra hópi, þó svo að í þessum litla hópi sem þarf að koma í meðferð, þá er hann alvarlegri. Og það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Unglingarnir neyti harðari efna. „Yfir þrjátíu prósent þeirra eru að sprauta vímuefnum í æð, til dæmis. Við sjáum meiri aukningu á örvandi efnum.“ Dauðsföllum unglinga vegna vímuefnaneyslu fer jafnframt fjölgandi „Og það höfum við séð síðustu árin og því miður, ef við skoðum bara þá sem hafa komið til okkar, þá eiga þeir stóran hluta af dauðsföllum þeirra sem deyja svona ungir. Þessi sjúkdómur sem við erum að meðhöndla er býsna alvarlegur.“ Stöð 2 Harðari neysla ungmenna sem leita á Vog kann að bera með sér þessi hópur búi við alvarlegri félaglegan eða geðrænan vanda „Auðvitað þýðir þetta það að við þurfum kannski að vera ákveðnari í að finna áhættuhópana og grípa inn í fyrr, í skólakerfinu, heilsugæslunni og beina sjónum okkar að þeim sem eru í áhættu fyrst og fremst.“ Hún leggur áherslu á að mikið sé gert fyrir ólögráða börn í vanda, á vettvangi Barnaverndarstofu og SÁÁ. „Og sérstaklega mikið við foreldra og yngri systkini, þetta skiptir allt mjög miklu máli. Við erum með stóran hóp af ungmennum sem koma í eftirfylgni í göngudeild, sem er mjög jákvætt, því það skiptir máli fyrir þau að endurhæfast félagslega líka.“
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira