Völsungur fékk Jafnréttisverðlaun KSÍ á ársþingi Knattspyrnusambandsins sem haldið er í Klifi, Ólafsvík.
Völsungur hlýtur Jafnréttisverðlaun KSÍ.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 22, 2020
Íþróttafélagið Völsungur hefur mörg undanfarin ár unnið framúrskarandi uppeldisstarf í yngri flokkum félagsins, bæði hjá stúlkum og drengjum, svo eftir er tekið. Sérstaklega hefur mikil aukning iðkenda verið hlutfallslega hjá stúlkum. pic.twitter.com/A6KAam3Fip
Tæplega 200 iðkendur æfa í yngri flokkum Völsungs og er kynjahlutfallið nánast jafnt. Stúlkum sem æfa fótbolta hefur fjölgað mikið hjá félaginu.
Völsungur sendir lið til leiks í bæði karla- og kvennaflokki í öllum yngri flokkum, frá 3. flokki niður í 8. flokk.
Meistaraflokkar Völsungs eru að mestu leyti skipaðir uppöldum leikmönnum. Kvennaliðið vann 2. deild á síðasta tímabili og karlaliðið lenti í 6. sæti 2. deildar.
Ungmennafélag Langnesinga fékk Grasrótarverðlaun KSÍ. Krafturinn og fótboltaáhugi á Þórshöfn vakti mikla athygli í grasrótarheimsóknum KSÍ síðasta sumar.
Ungmennafélag Langnesinga hlýtur Grasrótarverðlaun KSÍ.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 22, 2020
Í grasrótarheimsóknum KSÍ síðasta sumar til 33 staða á landsbyggðinni sem Siguróli Kristjánsson sá um, vakti sérstaka athygli krafturinn og knattspyrnuáhuginn á Þórshöfn hjá Ungmennafélagi Langnesinga. pic.twitter.com/s9XudCUVtp
FH hlaut Dómaraverðlaun KSÍ. Þar stýrir Steinar Stephensen málum af miklum myndarbrag.
FH hlýtur Dómaraverðlaun KSÍ.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 22, 2020
Lykillinn að góðu starfi þegar kemur að dómaramálum hjá FH er dugnaður og eljusemi dómarastjóra félagsins Steinars Stephensen sem brennur fyrir málaflokkinn. pic.twitter.com/jY66PmmkVM
Þá voru veittar viðurkenningar fyrir háttsemi í deildarkeppni KSÍ.
KR hlýtur Drago styttuna, en um er að ræða háttvísisviðurkenningu í Pepsi Max deild karla. pic.twitter.com/sBcyJe41d4
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 22, 2020
Stjarnan hlýtur Háttvísisverðlaun KSÍ fyrir Pepsi Max deild kvenna. pic.twitter.com/7I8zzVyRr8
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 22, 2020
Keflavík hlýtur Drago styttuna, en um er að ræða háttvísisviðurkenningu fyrir 1. deild karla. pic.twitter.com/uamvaSneG8
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 22, 2020
Augnablik hlýtur Háttvísisverðlaun KSÍ fyrir 1. deild kvenna. pic.twitter.com/sTq6YSniMJ
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 22, 2020
Völsungur hlýtur Háttvísisverðlaun KSÍ fyrir 2. deild karla. pic.twitter.com/5QDeYGsBJO
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 22, 2020
Grótta hlýtur Háttvísisverðlaun KSÍ fyrir 2. deild kvenna. pic.twitter.com/kXHzhnsRm6
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 22, 2020
KV og Reynir S. hljóta Háttvísisverðlaun KSÍ fyrir 3. deild karla. pic.twitter.com/oTU5bExFhE
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 22, 2020
Berserkir hljóta Háttvísisverðlaun KSÍ fyrir 4. deild karla. pic.twitter.com/FAQXX3pTuf
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 22, 2020