Komast ekki að niðurstöðu um alvarlegustu ásakanirnar gegn Weinstein Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 23:43 Tugir kvenna hafa sakað Harvey Weinstein, sem er 67 ára gamall, um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi eða áreitt sig kynferðislega. Vísir/EPA Kviðdómendur í máli Harveys Weinstein, kvikmyndaframleiðandans sem er sakaður um að hafa beitt fjölda kvenna kynferðislegu ofbeldi og áreitni, hafa ekki náð samstöðu um alvarlegustu ákæruliðina í máli hans í New York. Dómarinn í málinu bað kviðdóminn um að halda áfram að ráða ráðum sínum. Málið gegn Weinstein varðar ásakanir tveggja kvenna um að hann hafi beitt þær kynferðisofbeldi. Hann lýsti sig saklausan af öllum sökum og heldur því fram kynferðislegt samband hans við konunnar hafi verið með vilja þeirra. New York Times segir að kviðdómendur í máli hans hafi sent dómaranum bréf síðdegis í dag þar sem kom fram að þeir hefðu ekki náð niðurstöðu um alvarlegustu ákæruliðina sem lífstíðarfangelsi liggur við en að þeir gætu hafa náð saman um úrskurð um þrjú vægari brot. Spurðu þeir hvort þeir gætu skilað inn úrskurði um hluta ákærunnar án þess að segja hver niðurstaða þeirra væri um brotin sem þeir eru sammála um. Lögmenn Weinstein segjast tilbúnir að fallast á úrskurð um hluta ákærunnar en saksóknarar eru andvígir því. Dómarinn skipaði kvíðdómendunum að halda áfram að ræða málið en sendi þá heim yfir helgina. Weinstein er sakaður um að hafa nauðgað Jessicu Mann þegar hún sóttist eftir því að verða leikkona, og að ráðast kynferðislega á Mimi Haleyi, fyrrverandi aðstoðarframleiðanda. Annabella Sciorra, sem lék í þáttunum um Soprano-fjölskylduna, bar vitni í málinu og sakaði Weinstein um að hafa neytt sig til munnmaka veturinn 1993 eða 1994, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það brot var fyrnt og gátu saksóknarar ekki ákært Weinstein fyrir það. Fleiri en áttatíu konur hafa stigið fram og sakað Weinstein um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Ásakanirnar komu af stað MeToo-byltingunni svonefndu þar sem konur komu fram með sögur af kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu valdamanna í viðskiptum, stjórnmálum, fjölmiðlum og afþreyingariðnaðinum. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35 Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Kviðdómendur í máli Harveys Weinstein, kvikmyndaframleiðandans sem er sakaður um að hafa beitt fjölda kvenna kynferðislegu ofbeldi og áreitni, hafa ekki náð samstöðu um alvarlegustu ákæruliðina í máli hans í New York. Dómarinn í málinu bað kviðdóminn um að halda áfram að ráða ráðum sínum. Málið gegn Weinstein varðar ásakanir tveggja kvenna um að hann hafi beitt þær kynferðisofbeldi. Hann lýsti sig saklausan af öllum sökum og heldur því fram kynferðislegt samband hans við konunnar hafi verið með vilja þeirra. New York Times segir að kviðdómendur í máli hans hafi sent dómaranum bréf síðdegis í dag þar sem kom fram að þeir hefðu ekki náð niðurstöðu um alvarlegustu ákæruliðina sem lífstíðarfangelsi liggur við en að þeir gætu hafa náð saman um úrskurð um þrjú vægari brot. Spurðu þeir hvort þeir gætu skilað inn úrskurði um hluta ákærunnar án þess að segja hver niðurstaða þeirra væri um brotin sem þeir eru sammála um. Lögmenn Weinstein segjast tilbúnir að fallast á úrskurð um hluta ákærunnar en saksóknarar eru andvígir því. Dómarinn skipaði kvíðdómendunum að halda áfram að ræða málið en sendi þá heim yfir helgina. Weinstein er sakaður um að hafa nauðgað Jessicu Mann þegar hún sóttist eftir því að verða leikkona, og að ráðast kynferðislega á Mimi Haleyi, fyrrverandi aðstoðarframleiðanda. Annabella Sciorra, sem lék í þáttunum um Soprano-fjölskylduna, bar vitni í málinu og sakaði Weinstein um að hafa neytt sig til munnmaka veturinn 1993 eða 1994, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það brot var fyrnt og gátu saksóknarar ekki ákært Weinstein fyrir það. Fleiri en áttatíu konur hafa stigið fram og sakað Weinstein um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Ásakanirnar komu af stað MeToo-byltingunni svonefndu þar sem konur komu fram með sögur af kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu valdamanna í viðskiptum, stjórnmálum, fjölmiðlum og afþreyingariðnaðinum.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35 Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
„Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35
Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34
Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47
Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07