Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2020 11:47 Guðmundur Gunnarsson lét af störfum sem bæjarstjóri í janúar. Engar aðrar upplýsingar en ólík sýn hans og bæjarstjórnar var gefin á uppsögninni. Vísir/Egill Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. Tíðindin af uppsögn Guðmundar þann 27. janúar vöktu nokkra athygli. Hann hafði verið áberandi í fréttum vikurnar tvær á undan eftir að snjóflóð féllu á Flateyri sem ollu miklu tjóni og munaði mjóu að manntjón yrði af. Í tilkynningu frá bæjarstjórn vegna uppsagnarinnar sagði að báðir aðilar teldu best fyrir alla að leiðir skildu. Guðmundur sagði starfslokin ekki hafa átt sér langan aðdraganda. Það hefði verið draumur fjölskyldunnar að flytja heim á Vestfirði en Guðmundur er sjálfur Bolvíkingur. Marzelíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknar, og Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Flokkarnir mynda meirihluta í bæjarstjórninni. Framsókn með tvo fulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn þrjá. Hvorki hann né bæjarfulltrúar vildu ræða starfslokin á öðrum nótum en um ólíka sýn aðila væri að ræða. Hann væri þó þakklátur fyrir eitt og hálft ár í starfi bæjarstjóra. „Þetta er skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Ég lagði hjarta og sál í þetta starf. Það tekur enginn frá mér.“ Telja sig ekki velkomin í bænum Nú er komið annað hljóð í strokkinn og segir Guðmundur að fjölskyldunni líði ekki vel. Þeim finnist þau ekki velkomin í samfélaginu. „Við höfum ákveðið að flytja frá Ísafirði. Það var ekkert endilega augljósasti kosturinn í stöðunni eftir starfslokin í janúar. Hér hefur okkur liðið mjög vel, keypt okkur hús, börnin hafa aðlagast og við notið þess að vera nálægt vinum, fjölskyldu, fjöllum og heimahögum,“ segir Guðmundur. Sjá einnig: Daníel segist örugglega vera frekur karl Birgir Gunnarsson, verðandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, á verk að vinna fyrir vestan ef marka má frásögn fráfarandi bæjarstjóra af samskiptum við stjórnmálamenn þar.Vísir „Það er sannarlega skrítin tilfinning að finnast maður ekki lengur velkominn í samfélaginu sem ól mann upp. En þannig er það nú samt. Hér líður okkur ekki lengur vel. Atburðir síðustu vikna hafa gert það að verkum. Ekki síst þær furðuskýringar sem grasserað hafa í kjölfar starfslokanna.“ Guðmundur segir að staðan sé einfaldlega svona. „Við sjáum okkar sæng upp reidda og viljum ekki vera hluti af samfélagi þar sem fyrirferðamiklar stjórnmálahreyfingar umbera fantabrögð freka kallsins og dreifa svo rógburði til að réttlæta þau.“ Skilja dökku minningarnar eftir Þau séu því á leiðinni í burtu frá Ísafirði. „Við flytjum því að heiman öðru sinni á lífsleiðinni en förum héðan með stútfullan bakpoka af skínandi góðum minningum. Hér eigum við marga góða vini og fyrrverandi samstarfsfélaga. Fólk sem við treystum, vitum að skilur málavexti og þekkir okkur. Við erum reynslunni ríkari og höfum lært heilmikið um mannlegt eðli og innræti. Bæði dökkar hliðar og ljósar. Dökku minningarnar ætlum við að skilja eftir fyrir vestan. Flokka þær sem spilliefni. Þær ljósu tökum við með okkur á nýjan stað. Til moltugerðar og næringar.“ Vestfirðir muni samt alltaf eiga hjörtu þeirra. Það breytist ekki. Framtíðin sé björt. „Sjáumst síðar. Takk og bless.“ Ísafjarðarbær Vistaskipti Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 Forseti bæjarstjórnar segir tímasetningu starfsloka óheppilega Kristján Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, segir starfslok Guðmundar Gunnarssonar bæjarstjóra ekkert hafa með snjólóðin á Flateyri og Suðureyri að gera. 27. janúar 2020 12:36 Fær sex mánaða laun Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær sex mánaða laun við starfslok sín. 29. janúar 2020 23:30 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. Tíðindin af uppsögn Guðmundar þann 27. janúar vöktu nokkra athygli. Hann hafði verið áberandi í fréttum vikurnar tvær á undan eftir að snjóflóð féllu á Flateyri sem ollu miklu tjóni og munaði mjóu að manntjón yrði af. Í tilkynningu frá bæjarstjórn vegna uppsagnarinnar sagði að báðir aðilar teldu best fyrir alla að leiðir skildu. Guðmundur sagði starfslokin ekki hafa átt sér langan aðdraganda. Það hefði verið draumur fjölskyldunnar að flytja heim á Vestfirði en Guðmundur er sjálfur Bolvíkingur. Marzelíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknar, og Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Flokkarnir mynda meirihluta í bæjarstjórninni. Framsókn með tvo fulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn þrjá. Hvorki hann né bæjarfulltrúar vildu ræða starfslokin á öðrum nótum en um ólíka sýn aðila væri að ræða. Hann væri þó þakklátur fyrir eitt og hálft ár í starfi bæjarstjóra. „Þetta er skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Ég lagði hjarta og sál í þetta starf. Það tekur enginn frá mér.“ Telja sig ekki velkomin í bænum Nú er komið annað hljóð í strokkinn og segir Guðmundur að fjölskyldunni líði ekki vel. Þeim finnist þau ekki velkomin í samfélaginu. „Við höfum ákveðið að flytja frá Ísafirði. Það var ekkert endilega augljósasti kosturinn í stöðunni eftir starfslokin í janúar. Hér hefur okkur liðið mjög vel, keypt okkur hús, börnin hafa aðlagast og við notið þess að vera nálægt vinum, fjölskyldu, fjöllum og heimahögum,“ segir Guðmundur. Sjá einnig: Daníel segist örugglega vera frekur karl Birgir Gunnarsson, verðandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, á verk að vinna fyrir vestan ef marka má frásögn fráfarandi bæjarstjóra af samskiptum við stjórnmálamenn þar.Vísir „Það er sannarlega skrítin tilfinning að finnast maður ekki lengur velkominn í samfélaginu sem ól mann upp. En þannig er það nú samt. Hér líður okkur ekki lengur vel. Atburðir síðustu vikna hafa gert það að verkum. Ekki síst þær furðuskýringar sem grasserað hafa í kjölfar starfslokanna.“ Guðmundur segir að staðan sé einfaldlega svona. „Við sjáum okkar sæng upp reidda og viljum ekki vera hluti af samfélagi þar sem fyrirferðamiklar stjórnmálahreyfingar umbera fantabrögð freka kallsins og dreifa svo rógburði til að réttlæta þau.“ Skilja dökku minningarnar eftir Þau séu því á leiðinni í burtu frá Ísafirði. „Við flytjum því að heiman öðru sinni á lífsleiðinni en förum héðan með stútfullan bakpoka af skínandi góðum minningum. Hér eigum við marga góða vini og fyrrverandi samstarfsfélaga. Fólk sem við treystum, vitum að skilur málavexti og þekkir okkur. Við erum reynslunni ríkari og höfum lært heilmikið um mannlegt eðli og innræti. Bæði dökkar hliðar og ljósar. Dökku minningarnar ætlum við að skilja eftir fyrir vestan. Flokka þær sem spilliefni. Þær ljósu tökum við með okkur á nýjan stað. Til moltugerðar og næringar.“ Vestfirðir muni samt alltaf eiga hjörtu þeirra. Það breytist ekki. Framtíðin sé björt. „Sjáumst síðar. Takk og bless.“
Ísafjarðarbær Vistaskipti Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 Forseti bæjarstjórnar segir tímasetningu starfsloka óheppilega Kristján Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, segir starfslok Guðmundar Gunnarssonar bæjarstjóra ekkert hafa með snjólóðin á Flateyri og Suðureyri að gera. 27. janúar 2020 12:36 Fær sex mánaða laun Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær sex mánaða laun við starfslok sín. 29. janúar 2020 23:30 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59
Forseti bæjarstjórnar segir tímasetningu starfsloka óheppilega Kristján Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, segir starfslok Guðmundar Gunnarssonar bæjarstjóra ekkert hafa með snjólóðin á Flateyri og Suðureyri að gera. 27. janúar 2020 12:36
Fær sex mánaða laun Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær sex mánaða laun við starfslok sín. 29. janúar 2020 23:30
Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36