Má gagnrýna bætur? Guðný Hjaltadóttir skrifar 20. febrúar 2020 08:00 Skaðabætur eru bætur sem aðili getur sótt vegna fjárhagslegs tjóns sem hann hefur orðið fyrir. Miskabætur eru bætur vegna ófjárhagslegs tjóns, þ.e.a.s. bætur vegna miska sem aðili hefur orðið fyrir. Fjárhæð skaðabóta sem aðili á rétt á má finna út með nokkuð nákvæmum hætti (þó útreikningurinn geti verið flókinn). Sem dæmi um tiltölulega einfaldan útreikning skaðabóta er skaðabótakrafa einstaklings sem hefur orðið af starfi hjá hinu opinbera og ráðningin talin brjóta gegn lögum. Fjárhæð skaðabótakröfunnar nemur þá þeirri upphæð sem munar á þeim tekjum sem einstaklingurinn hefði haft ef hann hefði fengið starfið annars vegar og þeim tekjum sem einstaklingurinn er með hins vegar. Takist einstaklingi að sýna fram á að ólöglega hafi verið staðið að ráðningu og hann orðið fyrir fjárhagslegu tjóni er erfitt að verjast skaðabótakröfu hans, þó fjárhæð kröfunnar kunni að virðast furðulega há. Sé það mat ríkislögmanns að ekki séu líkur á að ríkið vinni fyrir dómstólum kann hann að fara þá leið, til að takmarka tjón ríkisins, að semja um bætur við viðkomandi einstakling og komast þannig hjá dýrum málaferlum. Skaðabætur hafa svo auðvitað ákveðinn fælingarmátt og eru þannig hvetjandi fyrir hið opinbera að reyna vanda ráðningar í opinber störf. Það er öllu flóknara að áætla fjárhæð miskabóta enda er tjónið ófjárhagslegt. Dómstólar styðjast því helst við fyrri dóma við ákvörðun slíkra bóta. Er það mat margra að miskabætur á Íslandi séu furðulega lágar. Varð almenningur var við það á dögunum þegar fréttamiðlar greindu frá því að foreldrar sem misstu nýfætt barn sitt vegna mistaka starfsmanna Landspítalans hefðu fengið samanlagt 5 milljónir í miskabætur. Fréttaumfjöllunin kom skömmu eftir umfjöllun um 20 milljón króna skaðabætur sem einstaklingur hlaut vegna starfsráðningar sem kærunefnd jafnréttismála taldi brjóta gegn jafnréttislögum. Einhverjum þótti ómaklegt að bera málin saman enda ótækt að bera saman skaðabætur og miskabætur. Og það er í sjálfu sér rétt, lögfræðilega er það ótækt. En mannlega er það fullkomlega eðlilegt. Það setur hlutina í ákveðið samhengi. Án þess að ætlunin sé að kasta nokkurri rýrð á einstaklinginn sem varð af starfinu enda krafa hans réttmæt. Það beinir einfaldlega kastljósinu að miskabótunum. Réttarstaða er ekkert nema afleiðing ákvarðana manna og hún er ekki alltaf hafin yfir gagnrýni. Það er ekki margt sem hægt er að treysta á í þessu lífi. Ekki fullkomna heilsu, ekki langlífi, ekki draumastarfið. Reyndar getur maður ekki treyst því að ganga út af fæðingardeildinni með heilbrigt barn og sælubros á vörum. Maður á þó að geta treyst því að barnið sem allt líf manns hefur snúist um að fá í hendurnar í óralangan tíma, sem maður er farinn að þekkja svo vel af spörkum þess í móðurkviði og fæðir svo í þennan heim til þess að ganga í gegnum lífið saman, látist ekki vegna mistaka heilbrigðisstarfsmanna (sem eiga notabene vafalaust líka um sárt að binda vegna þessa máls). Það skilja það allir að slík sorg er óyfirstíganleg. Miskinn yfirþyrmandi og varanlegur til eilífðar. Þó að engin fjárhæð geti bætt slíkan miska er boð um 5 milljónir ekkert nema skammarlegt. Það er þó ekki við ríkislögmann að sakast. Hlutverk hans er að takmarka tjón ríkisins, verjast bótakröfum. Fjárhæð miskabótanna mun hafa verið fengin út með því að uppreikna miskabætur sem Hæstiréttur dæmdi í sambærilegu máli fyrir 10 árum síðan (er þar væntanlega átt við Hrd. nr. 341/2010). Hæstiréttur hefur því lagt línurnar og það er því ljóst að endurtaki svona harmleikur sig munu þeir sem í honum lenda fá boð um sömu upphæð, uppreiknaða. Hvorki ríkislögmaður né dómstólar eru í aðstöðu til að hækka upphæðina svo um muni, m.t.t. jafnræðissjónarmiða. Sé vilji til að breyta þessari réttarstöðu er því þörf á inngripi löggjafarvaldsins (svo sem með setningu reglna um bótafjárhæðir vegna andláts sem rekja má til mistaka heilbrigðisstarfsmanna). Í betri heimi myndi slík breyting á réttarstöðu gilda afturvirkt. Greinarhöfundur er lögfræðingur og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Guðný Hjaltadóttir Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Skaðabætur eru bætur sem aðili getur sótt vegna fjárhagslegs tjóns sem hann hefur orðið fyrir. Miskabætur eru bætur vegna ófjárhagslegs tjóns, þ.e.a.s. bætur vegna miska sem aðili hefur orðið fyrir. Fjárhæð skaðabóta sem aðili á rétt á má finna út með nokkuð nákvæmum hætti (þó útreikningurinn geti verið flókinn). Sem dæmi um tiltölulega einfaldan útreikning skaðabóta er skaðabótakrafa einstaklings sem hefur orðið af starfi hjá hinu opinbera og ráðningin talin brjóta gegn lögum. Fjárhæð skaðabótakröfunnar nemur þá þeirri upphæð sem munar á þeim tekjum sem einstaklingurinn hefði haft ef hann hefði fengið starfið annars vegar og þeim tekjum sem einstaklingurinn er með hins vegar. Takist einstaklingi að sýna fram á að ólöglega hafi verið staðið að ráðningu og hann orðið fyrir fjárhagslegu tjóni er erfitt að verjast skaðabótakröfu hans, þó fjárhæð kröfunnar kunni að virðast furðulega há. Sé það mat ríkislögmanns að ekki séu líkur á að ríkið vinni fyrir dómstólum kann hann að fara þá leið, til að takmarka tjón ríkisins, að semja um bætur við viðkomandi einstakling og komast þannig hjá dýrum málaferlum. Skaðabætur hafa svo auðvitað ákveðinn fælingarmátt og eru þannig hvetjandi fyrir hið opinbera að reyna vanda ráðningar í opinber störf. Það er öllu flóknara að áætla fjárhæð miskabóta enda er tjónið ófjárhagslegt. Dómstólar styðjast því helst við fyrri dóma við ákvörðun slíkra bóta. Er það mat margra að miskabætur á Íslandi séu furðulega lágar. Varð almenningur var við það á dögunum þegar fréttamiðlar greindu frá því að foreldrar sem misstu nýfætt barn sitt vegna mistaka starfsmanna Landspítalans hefðu fengið samanlagt 5 milljónir í miskabætur. Fréttaumfjöllunin kom skömmu eftir umfjöllun um 20 milljón króna skaðabætur sem einstaklingur hlaut vegna starfsráðningar sem kærunefnd jafnréttismála taldi brjóta gegn jafnréttislögum. Einhverjum þótti ómaklegt að bera málin saman enda ótækt að bera saman skaðabætur og miskabætur. Og það er í sjálfu sér rétt, lögfræðilega er það ótækt. En mannlega er það fullkomlega eðlilegt. Það setur hlutina í ákveðið samhengi. Án þess að ætlunin sé að kasta nokkurri rýrð á einstaklinginn sem varð af starfinu enda krafa hans réttmæt. Það beinir einfaldlega kastljósinu að miskabótunum. Réttarstaða er ekkert nema afleiðing ákvarðana manna og hún er ekki alltaf hafin yfir gagnrýni. Það er ekki margt sem hægt er að treysta á í þessu lífi. Ekki fullkomna heilsu, ekki langlífi, ekki draumastarfið. Reyndar getur maður ekki treyst því að ganga út af fæðingardeildinni með heilbrigt barn og sælubros á vörum. Maður á þó að geta treyst því að barnið sem allt líf manns hefur snúist um að fá í hendurnar í óralangan tíma, sem maður er farinn að þekkja svo vel af spörkum þess í móðurkviði og fæðir svo í þennan heim til þess að ganga í gegnum lífið saman, látist ekki vegna mistaka heilbrigðisstarfsmanna (sem eiga notabene vafalaust líka um sárt að binda vegna þessa máls). Það skilja það allir að slík sorg er óyfirstíganleg. Miskinn yfirþyrmandi og varanlegur til eilífðar. Þó að engin fjárhæð geti bætt slíkan miska er boð um 5 milljónir ekkert nema skammarlegt. Það er þó ekki við ríkislögmann að sakast. Hlutverk hans er að takmarka tjón ríkisins, verjast bótakröfum. Fjárhæð miskabótanna mun hafa verið fengin út með því að uppreikna miskabætur sem Hæstiréttur dæmdi í sambærilegu máli fyrir 10 árum síðan (er þar væntanlega átt við Hrd. nr. 341/2010). Hæstiréttur hefur því lagt línurnar og það er því ljóst að endurtaki svona harmleikur sig munu þeir sem í honum lenda fá boð um sömu upphæð, uppreiknaða. Hvorki ríkislögmaður né dómstólar eru í aðstöðu til að hækka upphæðina svo um muni, m.t.t. jafnræðissjónarmiða. Sé vilji til að breyta þessari réttarstöðu er því þörf á inngripi löggjafarvaldsins (svo sem með setningu reglna um bótafjárhæðir vegna andláts sem rekja má til mistaka heilbrigðisstarfsmanna). Í betri heimi myndi slík breyting á réttarstöðu gilda afturvirkt. Greinarhöfundur er lögfræðingur og móðir.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun