Virðist sem Manchester-liðin missi aðeins af opnunarhelginni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2020 07:00 Bruno Fernandes og Victor Lindelöf fá ekki langt sumarfrí í ár. vísir/getty Þar sem Evrópuævintýri bæði Manchester City og Manchester United er nú lokið er ljóst að félögin munu aðeins missa af opnunarhelgi ensku úrvalsdeildarinnar en deildin fer aftur af stað 12. september næstkomandi. Þar sem báðum félögum hafði verið lofað 30 daga fríi til þess að hlaða batteríin milli tímabila var óttast að gott gengi þeirra í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni gæti leitt til þess að þau yrðu fjarverandi er enski boltinn myndi rúlla af stað að nýju. Manchester United and Manchester City to only miss opening Premier League weekend @ben_rumsby https://t.co/y5LVJeSO7z— Telegraph Football (@TeleFootball) August 17, 2020 Ef liðin hefðu komist lengra hefði það eflaust orðið raunin en stefnir í að þau missi aðeins af fyrstu helginni. Líklegast verða leikir þeirra aðeins nokkrum dögum eftir að úrvalsdeildin fari aftur af stað. Leikjaprógram ensku úrvalsdeildarinnar verður gefið út á föstudag og er ljóst að topplið deildarinanr munu spila ört á komandi tímabili. Hvað þá ef þau komast upp úr riðlum sínum í Meistara- eða Evrópudeildinni. Svo sé nú ekki talað um ef þau fara alla leið í úrslit deildar- eða FA-bikarsins. Hefði Manchester City unnið Meistaradeild Evrópu hefði mótastjórn úrvalsdeildarinnar eflaust fengið taugaáfall. Það hefði þýtt að City myndu spila um Ofurbikar Evrópu þann 24. september ásamt því að taka þátt í HM félagsliða sem fram fer í desember. Man City tapaði fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og missa því aðeins af opnunarhelgi enska boltans.Miguel A. Lopes/Pool via Getty Images Eins einfalt og það væri að láta liðin spila innbyrðis strax í fyrstu umferð deildarinnar þá virðist úrvalsdeildin treg til. Wolves vildu spila við annað hvort Manchester-liðið í fyrstu umferð til þess að fá nokkra daga aukalega í frí en nýafstaðið tímabil hjá félaginu var 383 daga langt. Liðið hóf leik í forkeppni Evrópudeildarinnar í júní 2019 og fór alla leið í 8-liða úrslitin sem voru spiluð þann 11. ágúst 2020. Talið er ólíklegt að enska knattspyrnusambandið verði við beiðni Úlfanna. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Sjá meira
Þar sem Evrópuævintýri bæði Manchester City og Manchester United er nú lokið er ljóst að félögin munu aðeins missa af opnunarhelgi ensku úrvalsdeildarinnar en deildin fer aftur af stað 12. september næstkomandi. Þar sem báðum félögum hafði verið lofað 30 daga fríi til þess að hlaða batteríin milli tímabila var óttast að gott gengi þeirra í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni gæti leitt til þess að þau yrðu fjarverandi er enski boltinn myndi rúlla af stað að nýju. Manchester United and Manchester City to only miss opening Premier League weekend @ben_rumsby https://t.co/y5LVJeSO7z— Telegraph Football (@TeleFootball) August 17, 2020 Ef liðin hefðu komist lengra hefði það eflaust orðið raunin en stefnir í að þau missi aðeins af fyrstu helginni. Líklegast verða leikir þeirra aðeins nokkrum dögum eftir að úrvalsdeildin fari aftur af stað. Leikjaprógram ensku úrvalsdeildarinnar verður gefið út á föstudag og er ljóst að topplið deildarinanr munu spila ört á komandi tímabili. Hvað þá ef þau komast upp úr riðlum sínum í Meistara- eða Evrópudeildinni. Svo sé nú ekki talað um ef þau fara alla leið í úrslit deildar- eða FA-bikarsins. Hefði Manchester City unnið Meistaradeild Evrópu hefði mótastjórn úrvalsdeildarinnar eflaust fengið taugaáfall. Það hefði þýtt að City myndu spila um Ofurbikar Evrópu þann 24. september ásamt því að taka þátt í HM félagsliða sem fram fer í desember. Man City tapaði fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og missa því aðeins af opnunarhelgi enska boltans.Miguel A. Lopes/Pool via Getty Images Eins einfalt og það væri að láta liðin spila innbyrðis strax í fyrstu umferð deildarinnar þá virðist úrvalsdeildin treg til. Wolves vildu spila við annað hvort Manchester-liðið í fyrstu umferð til þess að fá nokkra daga aukalega í frí en nýafstaðið tímabil hjá félaginu var 383 daga langt. Liðið hóf leik í forkeppni Evrópudeildarinnar í júní 2019 og fór alla leið í 8-liða úrslitin sem voru spiluð þann 11. ágúst 2020. Talið er ólíklegt að enska knattspyrnusambandið verði við beiðni Úlfanna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Sjá meira