Svartur dagur Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 13:25 Dagurinn í dag er svartur fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Frá og með deginum í dag þurfa allir komufarþegar til landsins að fara í 4-6 daga sóttkví, áður en þeir mega ferðast frjálsir um landið. Það þýðir einfaldlega að sárafáir ferðamenn munu koma til landsins og hjólin munu stöðvast. Til skýringar, sem ekki er vanþörf á, þá er ferðamaður gestur, sem er á ferð utan hversdagsumhverfis í minna en tólf mánuði samfleytt og tilgangurinn er ekki sá að stunda launað starf á staðnum sem ferðast er til. Ákvörðun sem hefur gríðarleg áhrif Fólk í ferðaþjónustu klórar sér nú í hausnum í miðjum dofanum og veltir fyrir sér hvort þessi ákvörðun stjórnvalda hafi verið nægjanlega vel ígrunduð og undirbyggð og hvert markmiðið með henni raunverulega og nákvæmlega er. Ákvörðunin er eins og marg hefur komið fram, gríðarlega afdrifarík og mun hafa áhrif á alla sem starfa innan ferðaþjónustu og á endanum langt út fyrir hana. Sóttvarnalæknir sagði í Kastljósi í gær, að þetta fyrirkomulag þyrfti að standa í marga mánuði. Svo það sé áréttað, þá hefur fólkið í ferðaþjónustunni jafnmiklar áhyggjur og aðrir af heilsufarslegum þáttum - við erum venjulegir Íslendingar - sumir i áhættuhópum sjálfir og flestir eiga auðvitað nána ættingja í áhættuhópum. Við eigum fermingarbörn og foreldra, ömmur og afa á hjúkrunarheimilum, við syngjum í kórum og förum í leikhús. Munurinn er hins vegar sá að við erum fyrst af öllum nú horfa nú fram á að lífsviðurværi okkar gufa upp. Því er eðlilegt að spurninga sé spurt og því velt upp, hvort meðalhófs hafi verið gætt eða hvort verið sé að ganga óþarflega langt. Meðalhóf eða ofríki? 1. Markmiðið með þeim landamæraaðgerðum sem hófust nú á miðnætti er óljóst og mótsagnakennt. Það er ekki mælanlegt né tímasett. Veirufrítt land? Sóttvarnaryfirvöld hafa margsagt og ítrekað að það er óraunhæft markmið. Veiran mun alltaf finna sér leið inn. 2. Ef markmiðið er „veirufrítt land“ - sem samkvæmt stjórnvöldum og sóttvarnaryfirvöldum er óraunhæft markmið - til að landsmenn geti lifað sem frjálsustu lífi - á meðan ríkissjóður safnar skuldum og fólk hrúgast inn á atvinnuleysiskrá - og hætt að mestu að huga að almennum sóttvörnum - þá er það rökleysa. Það hlýtur alltaf og áfram að þurfa að huga að sóttvörnum á meðan veiran er á kreiki í heiminum og meðferð og/eða bólusetning er ekki í boði. Það heitir víst að „lifa með veirunni“ og var mantra í nokkra daga, en er nú af mörgum ekki talið boðlegt lengur. 3. Þetta nýja verklag mun leiða til þess að þeir, sem samkvæmt sóttvarnaryfirvöldum eru ólíklegastir til að dreifa veirunni inn í samfélagið munu ekki koma (með hörmulegum efnahagslegum og samfélagslegum afleiðingum). Hins vegar munu þeir sem meiri áhætta fylgir varðandi dreifingu veirunnar (Íslendingar, erlent vinnuafl og aðrir í miklum tengslum við íbúa landsins) halda áfram að koma til landsins. Það hefur komið fram að jafnvel tvöföld skimun útilokar ekki að smitberi komist í gegn, þó vissulega minnki það líkurnar verulega. Taka þarf tillit til fleiri þátta Til að forðast allan misskilning, þá tek ég fram að ég veit ekkert um veirur eða faraldsfræði veira. Allt sem ég segi hér um veiruna er haft eftir sóttvarnaryfirvöldum. Hins vegar veit ég hvaða afleiðingar þessi ákvörðun mun hafa á tugi þúsunda manna og almenn lífskjör á Íslandi. Það hefur alltaf verið sagt að sá tímapunktur kæmi að taka þyrfti tillit til bæði sóttvarnarþátta og efnahagslegra þátta í baráttu okkar við veiruna. Að lágmarka líkur á að veiran geti dreift sér hér innanlands án þess að leggja efnahagslífið í rúst. Það er kúnstin núna. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Dagurinn í dag er svartur fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Frá og með deginum í dag þurfa allir komufarþegar til landsins að fara í 4-6 daga sóttkví, áður en þeir mega ferðast frjálsir um landið. Það þýðir einfaldlega að sárafáir ferðamenn munu koma til landsins og hjólin munu stöðvast. Til skýringar, sem ekki er vanþörf á, þá er ferðamaður gestur, sem er á ferð utan hversdagsumhverfis í minna en tólf mánuði samfleytt og tilgangurinn er ekki sá að stunda launað starf á staðnum sem ferðast er til. Ákvörðun sem hefur gríðarleg áhrif Fólk í ferðaþjónustu klórar sér nú í hausnum í miðjum dofanum og veltir fyrir sér hvort þessi ákvörðun stjórnvalda hafi verið nægjanlega vel ígrunduð og undirbyggð og hvert markmiðið með henni raunverulega og nákvæmlega er. Ákvörðunin er eins og marg hefur komið fram, gríðarlega afdrifarík og mun hafa áhrif á alla sem starfa innan ferðaþjónustu og á endanum langt út fyrir hana. Sóttvarnalæknir sagði í Kastljósi í gær, að þetta fyrirkomulag þyrfti að standa í marga mánuði. Svo það sé áréttað, þá hefur fólkið í ferðaþjónustunni jafnmiklar áhyggjur og aðrir af heilsufarslegum þáttum - við erum venjulegir Íslendingar - sumir i áhættuhópum sjálfir og flestir eiga auðvitað nána ættingja í áhættuhópum. Við eigum fermingarbörn og foreldra, ömmur og afa á hjúkrunarheimilum, við syngjum í kórum og förum í leikhús. Munurinn er hins vegar sá að við erum fyrst af öllum nú horfa nú fram á að lífsviðurværi okkar gufa upp. Því er eðlilegt að spurninga sé spurt og því velt upp, hvort meðalhófs hafi verið gætt eða hvort verið sé að ganga óþarflega langt. Meðalhóf eða ofríki? 1. Markmiðið með þeim landamæraaðgerðum sem hófust nú á miðnætti er óljóst og mótsagnakennt. Það er ekki mælanlegt né tímasett. Veirufrítt land? Sóttvarnaryfirvöld hafa margsagt og ítrekað að það er óraunhæft markmið. Veiran mun alltaf finna sér leið inn. 2. Ef markmiðið er „veirufrítt land“ - sem samkvæmt stjórnvöldum og sóttvarnaryfirvöldum er óraunhæft markmið - til að landsmenn geti lifað sem frjálsustu lífi - á meðan ríkissjóður safnar skuldum og fólk hrúgast inn á atvinnuleysiskrá - og hætt að mestu að huga að almennum sóttvörnum - þá er það rökleysa. Það hlýtur alltaf og áfram að þurfa að huga að sóttvörnum á meðan veiran er á kreiki í heiminum og meðferð og/eða bólusetning er ekki í boði. Það heitir víst að „lifa með veirunni“ og var mantra í nokkra daga, en er nú af mörgum ekki talið boðlegt lengur. 3. Þetta nýja verklag mun leiða til þess að þeir, sem samkvæmt sóttvarnaryfirvöldum eru ólíklegastir til að dreifa veirunni inn í samfélagið munu ekki koma (með hörmulegum efnahagslegum og samfélagslegum afleiðingum). Hins vegar munu þeir sem meiri áhætta fylgir varðandi dreifingu veirunnar (Íslendingar, erlent vinnuafl og aðrir í miklum tengslum við íbúa landsins) halda áfram að koma til landsins. Það hefur komið fram að jafnvel tvöföld skimun útilokar ekki að smitberi komist í gegn, þó vissulega minnki það líkurnar verulega. Taka þarf tillit til fleiri þátta Til að forðast allan misskilning, þá tek ég fram að ég veit ekkert um veirur eða faraldsfræði veira. Allt sem ég segi hér um veiruna er haft eftir sóttvarnaryfirvöldum. Hins vegar veit ég hvaða afleiðingar þessi ákvörðun mun hafa á tugi þúsunda manna og almenn lífskjör á Íslandi. Það hefur alltaf verið sagt að sá tímapunktur kæmi að taka þyrfti tillit til bæði sóttvarnarþátta og efnahagslegra þátta í baráttu okkar við veiruna. Að lágmarka líkur á að veiran geti dreift sér hér innanlands án þess að leggja efnahagslífið í rúst. Það er kúnstin núna. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun