Finnar telja sig hafa slátrað timburmönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 14:59 Þessi fyrirsæta gæti verið að fá sér afréttara. Finnarnir vilja hins vegar meina að amínósýran þeirra geri hann óþarfan. getty/peter dazeley Hópur finnskra vísindmanna telur sig hafa fundið leið til að draga stórlega úr eftirköstum áfengisneyslu. Hafi í raun unnið bug á hinni svokölluðu „þynnku“ eða „timburmönnunum“ alræmdu. Töfralausnina segja þeir felast í neyslu á tiltekinni hvítri kristallaðri amínósýru (e. L-cystine). Með því að innbyrða 1200 milligrömm af amínósýrunni fundu hin drukknu tilraunadýr síður til hausverkjar eða ógleði daginn eftir. Sex hundruð millígramma skammtur dró jafnframt úr stress- og kvíðaeinkennum meðal þátttakenda í rannsókninni. Þeir voru 19 talsins og eru allir sagðir hafa verið hraustir karlmenn. Þeim var gert að að innbyrða alkóhólmagn sem samsvarar 1,5 grammi fyrir hvert kíló líkamsþyngdar og fengu til þess þrjá tíma undir eftirliti vísindamanna. Eftir drykkjuna var svo hluta hópsins úthlutað lyfleysu en aðrir fengu umrædda amínósýru. Rannsóknin var „tvíblind,“ þannig að hvorki tilraunadýrin né rannsakendur sjálfir vissu hver fékk hvað fyrr en síðar. Afréttarinn óþarfur Niðurstöðurnar voru með fyrrnefndum hætti, amínósýran hafði margvísleg jákvæð áhrif í baráttunni við timburmennina. Þar að auki segja vísindamennirnir að hún hafi stórlega dregið úr þörf tilraunadýranna til að fá sér annan drykk daginn eftir til að slá á áfengisfráhvörfin. Fyrir vikið telja þeir amínósýruna draga úr líkunum á því að fólk þrói með sér áfengissýki. Rannsóknin var þó ekki þrautalaus. Einn vísindamannanna segir þannig í samtali við finnska ríkisútvarpið að þurft hafi að vísa ýmsum þátttakendum úr rannsókninni. Ýmist var það vegna þess að þeim tókst ekki að drekka nægjanlegt magn áfengis, þeir voru með svo gott úthald að þeir þróuðu ekki með sér timburmenn eða þá að þeir gátu hreinlega ekki hætt að drekka. Hafi krafist þess að fara á barinn eftir að tilrauninni undir eftirliti vísindamanna sleppti. Niðurstöður rannsókna sinna birtu vísindamennirnir í læknaritinu Alcohol and Alcoholism, en eins og nafnið gefur til kynna birtast þar ritrýndar greinar um allt sem tengist áfengi og áfengissýki. Að rannsóknunum stóðu vísindamenn frá Háskólanum í Helsinki og Háskóla Austur-Finnlands en þeir hlutu styrk frá fyrirtækinu Catapult Cat Oy, sem selur fæðubótarefni með umræddri amínósýru. Áfengi og tóbak Finnland Vísindi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Hópur finnskra vísindmanna telur sig hafa fundið leið til að draga stórlega úr eftirköstum áfengisneyslu. Hafi í raun unnið bug á hinni svokölluðu „þynnku“ eða „timburmönnunum“ alræmdu. Töfralausnina segja þeir felast í neyslu á tiltekinni hvítri kristallaðri amínósýru (e. L-cystine). Með því að innbyrða 1200 milligrömm af amínósýrunni fundu hin drukknu tilraunadýr síður til hausverkjar eða ógleði daginn eftir. Sex hundruð millígramma skammtur dró jafnframt úr stress- og kvíðaeinkennum meðal þátttakenda í rannsókninni. Þeir voru 19 talsins og eru allir sagðir hafa verið hraustir karlmenn. Þeim var gert að að innbyrða alkóhólmagn sem samsvarar 1,5 grammi fyrir hvert kíló líkamsþyngdar og fengu til þess þrjá tíma undir eftirliti vísindamanna. Eftir drykkjuna var svo hluta hópsins úthlutað lyfleysu en aðrir fengu umrædda amínósýru. Rannsóknin var „tvíblind,“ þannig að hvorki tilraunadýrin né rannsakendur sjálfir vissu hver fékk hvað fyrr en síðar. Afréttarinn óþarfur Niðurstöðurnar voru með fyrrnefndum hætti, amínósýran hafði margvísleg jákvæð áhrif í baráttunni við timburmennina. Þar að auki segja vísindamennirnir að hún hafi stórlega dregið úr þörf tilraunadýranna til að fá sér annan drykk daginn eftir til að slá á áfengisfráhvörfin. Fyrir vikið telja þeir amínósýruna draga úr líkunum á því að fólk þrói með sér áfengissýki. Rannsóknin var þó ekki þrautalaus. Einn vísindamannanna segir þannig í samtali við finnska ríkisútvarpið að þurft hafi að vísa ýmsum þátttakendum úr rannsókninni. Ýmist var það vegna þess að þeim tókst ekki að drekka nægjanlegt magn áfengis, þeir voru með svo gott úthald að þeir þróuðu ekki með sér timburmenn eða þá að þeir gátu hreinlega ekki hætt að drekka. Hafi krafist þess að fara á barinn eftir að tilrauninni undir eftirliti vísindamanna sleppti. Niðurstöður rannsókna sinna birtu vísindamennirnir í læknaritinu Alcohol and Alcoholism, en eins og nafnið gefur til kynna birtast þar ritrýndar greinar um allt sem tengist áfengi og áfengissýki. Að rannsóknunum stóðu vísindamenn frá Háskólanum í Helsinki og Háskóla Austur-Finnlands en þeir hlutu styrk frá fyrirtækinu Catapult Cat Oy, sem selur fæðubótarefni með umræddri amínósýru.
Áfengi og tóbak Finnland Vísindi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira