Sagði það ekki góða tilfinningu að vita að hún væri lömuð fyrir neðan axlir Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 19. ágúst 2020 19:00 Líf Berglindar Gunnarsdóttur, landsliðskonu í körfubolta og læknanema, tók óvænta stefnu í upphafi árs. Berglind var á leið í skíðaferð ásamt samnemendum sínum þegar rútan sem þau voru í fór af veginum með þeim afleiðingum að Berglind hlaut háls- og mænuskaða. Hin 27 ára gamla Berglind hefur allan sinn feril leikið með liði Snæfells frá Stykkishólmi. Hefur hún verið einn besti leikmaður landsins um árabil. Hefur hún unnið Íslandsmeistaratitilinn þrívegis ásamt því að hafa spilað fjöldan allan af landsleikjum. Berglind hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari.vísir/bára Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Berglindi um þessa skelfilegu upplifun, endurhæfinguna og þann stuðning sem hún hefur fengið í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. „Ég missti aldrei meðvitund í slysinu og ég finn bara hvað hefur gerst. Ég horfði á puttana mína og þeir hefðu allt eins getað verið þínir puttar eða einhvers annars. Það var engin tenging við líkamann. Þá vissi ég strax hvað hafði gerst,“ segir Berglind um slysið sjálft. „Á þessum tímapunkti er ekkert hægt að segja til um horfur eða hvers er hæft að vænta af endurhæfingu þannig í rauninni var þetta bara staðan eftir slys,“ segir hún einnig. „Vitandi það, og finnandi það að þú ert lömuð fyrir neðan axlir er aldrei góð tilfinning en jú hræðsla, ótti og allskonar tilfinningar í bland,“ svaraði Berglind aðspurð hvaða tilfinningar hefðu komið fyrst upp í hugann eftir slysið. Kórónufaraldurinn skall svo á er Berglind var í endurhæfingu á Grensás og segur hún einveruna hafa verið mikla á þeim tímapunkti. Hún telur að það hafi hjálpað sér að vera afrekskona í íþróttum í þessu erfiða ferli. „Ég gat fljótlega hreyft hægri hendina örlítið en svo man ég mjög vel þegar ég gat hreyft fingurna í fyrsta sinn, það var hægri þumallinn. Held ég hafi kallað á alla hjúkrunarfræðingana og sjúkraliðana að koma og sjá. Svo man ég mjög vel þegar ég hreyfði hægri stóru tánna. Það var mjög mikil gleði að vera búin að ná einhverri tengingu við fæturna.“ „Ég leit í rauninni á þetta verkefni eins og hver önnur íþróttameiðsl. Ég ætlaði bara að komast í gegnum þetta og ná sem mestum bata. Hugarfarið hjálpaði klárlega í þessari endurhæfingu.“ Þá hefur þetta einnig tekið verulega á andlega. „Ég er búin að halda mjög góðu hugarfari í gegnum allt ferlið en auðvitað eru sumir dagar erfiðari en aðrir.“ Bati Berglindar hefur verið magnaður en hún er farin að ganga í dag, sjö mánuðum eftir slysið. „Staðan er sú að ég nota tvær hækjur oftast þegar ég er úti, er farin að sleppa þeim svolítið heima. Þannig ég get gengið en hraðinn er ekki mikill og úthaldið enn þá minna,“ sagði Berglind og glotti. „Þetta er samt ekki búið, það er langur vegur framundan,“ sagði þessi magnaða íþróttakona að lokum. Berglind þakkar því fólki sem hefur staðið með henni í þessum erfiða ferli. Ætlaði hópur fólks að hlaupa til styrktar Berglindar í Reykjavíkur maraþoninu. Þar sem maraþonið var fellt niður vegna kórónufaraldursins er í pípunum sérstakt hlaup í Stykkishólmi, heimabæ Berglindar. Hægt er að styðja við bakið á Berglindi hér. Viðtalið í heildsinni má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Snæfell Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
Líf Berglindar Gunnarsdóttur, landsliðskonu í körfubolta og læknanema, tók óvænta stefnu í upphafi árs. Berglind var á leið í skíðaferð ásamt samnemendum sínum þegar rútan sem þau voru í fór af veginum með þeim afleiðingum að Berglind hlaut háls- og mænuskaða. Hin 27 ára gamla Berglind hefur allan sinn feril leikið með liði Snæfells frá Stykkishólmi. Hefur hún verið einn besti leikmaður landsins um árabil. Hefur hún unnið Íslandsmeistaratitilinn þrívegis ásamt því að hafa spilað fjöldan allan af landsleikjum. Berglind hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari.vísir/bára Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Berglindi um þessa skelfilegu upplifun, endurhæfinguna og þann stuðning sem hún hefur fengið í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. „Ég missti aldrei meðvitund í slysinu og ég finn bara hvað hefur gerst. Ég horfði á puttana mína og þeir hefðu allt eins getað verið þínir puttar eða einhvers annars. Það var engin tenging við líkamann. Þá vissi ég strax hvað hafði gerst,“ segir Berglind um slysið sjálft. „Á þessum tímapunkti er ekkert hægt að segja til um horfur eða hvers er hæft að vænta af endurhæfingu þannig í rauninni var þetta bara staðan eftir slys,“ segir hún einnig. „Vitandi það, og finnandi það að þú ert lömuð fyrir neðan axlir er aldrei góð tilfinning en jú hræðsla, ótti og allskonar tilfinningar í bland,“ svaraði Berglind aðspurð hvaða tilfinningar hefðu komið fyrst upp í hugann eftir slysið. Kórónufaraldurinn skall svo á er Berglind var í endurhæfingu á Grensás og segur hún einveruna hafa verið mikla á þeim tímapunkti. Hún telur að það hafi hjálpað sér að vera afrekskona í íþróttum í þessu erfiða ferli. „Ég gat fljótlega hreyft hægri hendina örlítið en svo man ég mjög vel þegar ég gat hreyft fingurna í fyrsta sinn, það var hægri þumallinn. Held ég hafi kallað á alla hjúkrunarfræðingana og sjúkraliðana að koma og sjá. Svo man ég mjög vel þegar ég hreyfði hægri stóru tánna. Það var mjög mikil gleði að vera búin að ná einhverri tengingu við fæturna.“ „Ég leit í rauninni á þetta verkefni eins og hver önnur íþróttameiðsl. Ég ætlaði bara að komast í gegnum þetta og ná sem mestum bata. Hugarfarið hjálpaði klárlega í þessari endurhæfingu.“ Þá hefur þetta einnig tekið verulega á andlega. „Ég er búin að halda mjög góðu hugarfari í gegnum allt ferlið en auðvitað eru sumir dagar erfiðari en aðrir.“ Bati Berglindar hefur verið magnaður en hún er farin að ganga í dag, sjö mánuðum eftir slysið. „Staðan er sú að ég nota tvær hækjur oftast þegar ég er úti, er farin að sleppa þeim svolítið heima. Þannig ég get gengið en hraðinn er ekki mikill og úthaldið enn þá minna,“ sagði Berglind og glotti. „Þetta er samt ekki búið, það er langur vegur framundan,“ sagði þessi magnaða íþróttakona að lokum. Berglind þakkar því fólki sem hefur staðið með henni í þessum erfiða ferli. Ætlaði hópur fólks að hlaupa til styrktar Berglindar í Reykjavíkur maraþoninu. Þar sem maraþonið var fellt niður vegna kórónufaraldursins er í pípunum sérstakt hlaup í Stykkishólmi, heimabæ Berglindar. Hægt er að styðja við bakið á Berglindi hér. Viðtalið í heildsinni má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Snæfell Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira