Gerir sjö tillögur að úrbótum á rekstri ríkislögreglustjóra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. mars 2020 14:23 Enn liggur ekki fyrir hver tekur við embætti ríkislögreglustjóra en Kjartan Þorkelsson er settur ríkislögreglustjóri til 15. mars. Vísir/Vilhelm Óskýr valdmörk í skipulagi lögreglu hafa valdið vaxandi togstreitu um yfirstjórnunarhlutverk ríkislögreglustjóra á undanförnum árum. Ríkisendurskoðun gerir sjö tillögur til úrbóta á rekstri embættisins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ríkisendurskoðunar vegna stjórnskýsluúttektar á embætti ríkislögreglustjóra. Skýrslan var til umfjöllunar í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd í morgun og var gerð opinber nú eftir hádegi.Sjá einnig: Stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra tilbúinMeðal þess sem ríkisendurskoðandi leggur til er að lögreglulög verði endurskoðuð, samvinna og samráð verði aukið og að uppbygging og skipulag löggæslunnar í heild sinni verði skoðað með hagkvæmni og skilvirkni í huga. Þá verði litið til reynslu annarra landa og lærdómur dreginn af rekstri bílamiðstöðvar og koma verði á fót „ásættanlegu kerfi.” Einnig telur ríkisendurskoðandi að endurskoða þurfi fjármögnun á tölvudeild ríkislögreglustjóra og að tryggja þurfi með betri hætti samræmingu í innkaupum lögregluembætta hvað varðar búnað og fatnað. Í ljós kom við gagnaöflun og úrvinnslu í tengslum við gerð skýrslunnar að innbyrðis ósamræmis gætir á milli tölulgera upplýsinga frá ríkislögreglustjóra um rekstur embættisins. Af þessum sökum þurfti sérstaklega að sannreyna ýmsar tölulegar upplýsingar sem engin óvissa hefði þurft að ríkja um að því er fram kemur í skýrslunni. Þá telur ríkisendurskoðandi að þetta misræmi við meðferð tölulegra upplýsinga kunni að eiga sinn þátt í því hversu mikil tortryggni skapaðist á milli embættis ríkislögreglustjóra og lögregluembætta. Skýrslan er unnin í kjölfar beiðni frá embætti ríkislögreglustjóra um að Ríkisendurskoðun myndi framkvæma stjórnsýsluúttekt á rekstri bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Leitað var eftir afstöðu dómsmálaráðuneytis og í kjölfarið ákvað ríkisendurskoðandi að gera skyldi stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra í heild sinni.Fréttin verður uppfærð. Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Óskýr valdmörk í skipulagi lögreglu hafa valdið vaxandi togstreitu um yfirstjórnunarhlutverk ríkislögreglustjóra á undanförnum árum. Ríkisendurskoðun gerir sjö tillögur til úrbóta á rekstri embættisins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ríkisendurskoðunar vegna stjórnskýsluúttektar á embætti ríkislögreglustjóra. Skýrslan var til umfjöllunar í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd í morgun og var gerð opinber nú eftir hádegi.Sjá einnig: Stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra tilbúinMeðal þess sem ríkisendurskoðandi leggur til er að lögreglulög verði endurskoðuð, samvinna og samráð verði aukið og að uppbygging og skipulag löggæslunnar í heild sinni verði skoðað með hagkvæmni og skilvirkni í huga. Þá verði litið til reynslu annarra landa og lærdómur dreginn af rekstri bílamiðstöðvar og koma verði á fót „ásættanlegu kerfi.” Einnig telur ríkisendurskoðandi að endurskoða þurfi fjármögnun á tölvudeild ríkislögreglustjóra og að tryggja þurfi með betri hætti samræmingu í innkaupum lögregluembætta hvað varðar búnað og fatnað. Í ljós kom við gagnaöflun og úrvinnslu í tengslum við gerð skýrslunnar að innbyrðis ósamræmis gætir á milli tölulgera upplýsinga frá ríkislögreglustjóra um rekstur embættisins. Af þessum sökum þurfti sérstaklega að sannreyna ýmsar tölulegar upplýsingar sem engin óvissa hefði þurft að ríkja um að því er fram kemur í skýrslunni. Þá telur ríkisendurskoðandi að þetta misræmi við meðferð tölulegra upplýsinga kunni að eiga sinn þátt í því hversu mikil tortryggni skapaðist á milli embættis ríkislögreglustjóra og lögregluembætta. Skýrslan er unnin í kjölfar beiðni frá embætti ríkislögreglustjóra um að Ríkisendurskoðun myndi framkvæma stjórnsýsluúttekt á rekstri bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Leitað var eftir afstöðu dómsmálaráðuneytis og í kjölfarið ákvað ríkisendurskoðandi að gera skyldi stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra í heild sinni.Fréttin verður uppfærð.
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent