LeBron James mun neita að spila ef áhorfendur fá ekki að mæta á NBA leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2020 22:45 LeBron James og Rajon Rondo eftir leikinn á móti Clippers í nótt. Getty/ Harry How Kórónuveiran er þegar farin að hafa mikil áhrif á íþróttaviðburði í Evrópu og Asíu en nú eru Bandaríkjamenn líka að skoða hvað þeir þurfa að gera í sínum málum. Stórir mannfögnuðir auka mikið líkurnar á smiti og íþróttakappaleikir falla vissulega undir slíka viðburði. Kappleikir á Ítalíu og í Danmörku fóru fram án áhorfenda um helgina. NBA deildin í körfubolta íhugar það að spila leikina án áhorfenda til að berjast gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Ein stærsta stjarna deildarinnar tekur það hins vegar ekki í mál."If I show up to an arena and there ain't no fans in there, I ain't playing." LeBron James on the possibility of playing games without fans in attendance due to Coronavirus concerns. (: @SportsCenter)pic.twitter.com/kknbaZohJ3 — Front Office Sports (@frntofficesport) March 7, 2020LeBron James var spurður út í þann möguleika að leika fyrir luktum dyrum eftir leik Los Angeles Lakers á móti Milwaukee Bucks. LeBron James hefur engan áhuga á að spila fyrir framan tóma stúku og tók ekki vel í þessa framtíðarsýn blaðamanna sem báru þennan möguleika undir hann."If I show up to an arena and there ain't no fans in there, I ain't playing." LeBron on possibly playing NBA games without any fans in attendance due to coronavirus outbreak. pic.twitter.com/Ee5XMQ40X6 — Bleacher Report (@BleacherReport) March 7, 2020 „Ef ég mæti í íþróttahöllina og það eru engir stuðningsmenn mættir. Þá mun ég ekki spila,“ sagði LeBron James meðal annars. LeBron James sagði líka að það sé hans starf að skemmta áhorfendum. Ef hann mætir í tíma höll þá myndi það taka mikið frá hans innri hvöt til að spila. „Ég spila fyrir áhorfendurna. Ég spila fyrir liðsfélagana mína og ég spila fyrir stuðningsmennina. Um það snýst þetta. Ef ég mæti í íþróttahöllina og það eru engir stuðningsmenn þar þá mun ég ekki spila. Þeir geta gert það sem þeim sýnist,“ sagði LeBron James. LeBron James átti tvo frábæra leiki um helgina og áhorfendur í sigrum Lakers á Milwaukee Bucks og Los Angeles Clippers fengu mikinn fyrir sinn snúð. Í sigrinum á Milwaukee Bucks var LeBron James með 37 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar en í sigrinum á Los Angeles Clippers var hann með 28 stig, 7 fráköst og 9 stoðsendingar. NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Kórónuveiran er þegar farin að hafa mikil áhrif á íþróttaviðburði í Evrópu og Asíu en nú eru Bandaríkjamenn líka að skoða hvað þeir þurfa að gera í sínum málum. Stórir mannfögnuðir auka mikið líkurnar á smiti og íþróttakappaleikir falla vissulega undir slíka viðburði. Kappleikir á Ítalíu og í Danmörku fóru fram án áhorfenda um helgina. NBA deildin í körfubolta íhugar það að spila leikina án áhorfenda til að berjast gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Ein stærsta stjarna deildarinnar tekur það hins vegar ekki í mál."If I show up to an arena and there ain't no fans in there, I ain't playing." LeBron James on the possibility of playing games without fans in attendance due to Coronavirus concerns. (: @SportsCenter)pic.twitter.com/kknbaZohJ3 — Front Office Sports (@frntofficesport) March 7, 2020LeBron James var spurður út í þann möguleika að leika fyrir luktum dyrum eftir leik Los Angeles Lakers á móti Milwaukee Bucks. LeBron James hefur engan áhuga á að spila fyrir framan tóma stúku og tók ekki vel í þessa framtíðarsýn blaðamanna sem báru þennan möguleika undir hann."If I show up to an arena and there ain't no fans in there, I ain't playing." LeBron on possibly playing NBA games without any fans in attendance due to coronavirus outbreak. pic.twitter.com/Ee5XMQ40X6 — Bleacher Report (@BleacherReport) March 7, 2020 „Ef ég mæti í íþróttahöllina og það eru engir stuðningsmenn mættir. Þá mun ég ekki spila,“ sagði LeBron James meðal annars. LeBron James sagði líka að það sé hans starf að skemmta áhorfendum. Ef hann mætir í tíma höll þá myndi það taka mikið frá hans innri hvöt til að spila. „Ég spila fyrir áhorfendurna. Ég spila fyrir liðsfélagana mína og ég spila fyrir stuðningsmennina. Um það snýst þetta. Ef ég mæti í íþróttahöllina og það eru engir stuðningsmenn þar þá mun ég ekki spila. Þeir geta gert það sem þeim sýnist,“ sagði LeBron James. LeBron James átti tvo frábæra leiki um helgina og áhorfendur í sigrum Lakers á Milwaukee Bucks og Los Angeles Clippers fengu mikinn fyrir sinn snúð. Í sigrinum á Milwaukee Bucks var LeBron James með 37 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar en í sigrinum á Los Angeles Clippers var hann með 28 stig, 7 fráköst og 9 stoðsendingar.
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn