Assad kveðst hissa á afstöðu Tyrkja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. mars 2020 19:00 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. Vísir/AP Vopnahlé tók gildi í norðvesturhluta Sýrlands í nótt. Átökin á svæðinu höfðu verið afar hörð en sýrlenski stjórnarherinn hefur sótt að Idlib, síðasta stóra vígi uppreisnarmanna. Tyrkir hafa barist við hlið uppreisnarmanna undanfarnar vikur á meðan Rússar eru helstu bandamenn ríkisstjórnar Bashars al-Assad Sýrlandsforseta. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti áttu því maraþonfund í Moskvu í gær þar sem þeir sammældust um vopnahlé og sex kílómetra breitt öryggissvæði. „Á meðan þessu stendur áskilja Tyrkir sér rétt til þess að hefna allra árása Sýrlandsstjórnar af fullum krafti,“ sagði Erdogan þó á blaðamannafundi. Assad tjáði sig um stöðu mála í viðtali við rússneska ríkismiðilinn RTR og sagðist forviða á því hvers vegna Tyrkir styddu ekki Sýrlandsstjórn heldur tækju sér stöðu með uppreisnarmönnum, sem Assad kallaði hryðjuverkamenn. „Vitaskuld álítum við Tyrki bræðraþjóð okkar. Ég spyr Tyrki því: Hvers vegna stofnið þið til átaka við Sýrland? Hvers vegna eru tyrkneskir ríkisborgarar að deyja? Hvað gerðu Sýrlendingar Tyrkjum, fyrir stríð eða á meðan því stendur? Ekkert. Það gerðist ekkert.“ Assad gagnrýndi Tyrki jafnframt fyrir þá ákvörðun að hindra ekki lengur för flóttamanna til Grikklands. Sagði að með því væru Tyrkir að reyna að þvinga Evrópusambandið til að skerast í leikinn í Sýrlandi. Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Sjá meira
Vopnahlé tók gildi í norðvesturhluta Sýrlands í nótt. Átökin á svæðinu höfðu verið afar hörð en sýrlenski stjórnarherinn hefur sótt að Idlib, síðasta stóra vígi uppreisnarmanna. Tyrkir hafa barist við hlið uppreisnarmanna undanfarnar vikur á meðan Rússar eru helstu bandamenn ríkisstjórnar Bashars al-Assad Sýrlandsforseta. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti áttu því maraþonfund í Moskvu í gær þar sem þeir sammældust um vopnahlé og sex kílómetra breitt öryggissvæði. „Á meðan þessu stendur áskilja Tyrkir sér rétt til þess að hefna allra árása Sýrlandsstjórnar af fullum krafti,“ sagði Erdogan þó á blaðamannafundi. Assad tjáði sig um stöðu mála í viðtali við rússneska ríkismiðilinn RTR og sagðist forviða á því hvers vegna Tyrkir styddu ekki Sýrlandsstjórn heldur tækju sér stöðu með uppreisnarmönnum, sem Assad kallaði hryðjuverkamenn. „Vitaskuld álítum við Tyrki bræðraþjóð okkar. Ég spyr Tyrki því: Hvers vegna stofnið þið til átaka við Sýrland? Hvers vegna eru tyrkneskir ríkisborgarar að deyja? Hvað gerðu Sýrlendingar Tyrkjum, fyrir stríð eða á meðan því stendur? Ekkert. Það gerðist ekkert.“ Assad gagnrýndi Tyrki jafnframt fyrir þá ákvörðun að hindra ekki lengur för flóttamanna til Grikklands. Sagði að með því væru Tyrkir að reyna að þvinga Evrópusambandið til að skerast í leikinn í Sýrlandi.
Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Sjá meira