Lokun þingpalla og fækkun utanlandsferða meðal þess sem kemur til greina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. mars 2020 19:45 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Lokun þingpalla, takmörkun gestakoma og fækkun utanlandsferða er meðal þess sem kemur til greina að grípa til á Alþingi ef nauðsyn þykir vegna kórónufaraldursins. Ábyrgð á framkvæmd viðbragðsáætlunar Alþingis vegna heimsfaraldurs er í höndum skrifstofustjóra en forseti Alþingis tekur ákvarðanir sem lúta að tilhögun þingfunda og breytingum á starfsáætlun þingsins í samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka. „Þetta er fyrst og fremst varúðaráætlun hér fyrir vinnustaðinn,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.Sjá einnig: Viðbragðsáætlun Alþingis við heimsfaraldri hefur verið virkjuð Sumar aðgerðir séu þegar komnar til framkvæmda, til að mynda hafi sprittbrúsum verið fjölgað í húsakynnum þingsins og þrif aukin, en aðrar eru undirbúnar ef til þeirra þarf að grípa. „Þær geta falist í ýmsu eins og að takmarka samskipti hér á staðnum. Vinna meira í gegnum tölvur og í fjarvinnslu þannig að menn haldi samskiptum í lágmarki. Jafnvel fella niður gestakomur til þingnefnda og jafnvel fella niður gestakomur til þingnefnda og fella niðru fundi. Hætta að sækja ráðstefnur erlendis og annað í þeim dúr,“ nefnir Steingrímur sem dæmi um aðgerðir sem hugsanlega verði gripið til.Sjá einnig: Tók þingheim í kennslustund um notkun handspritts Eitt af því sem einnig sé metið dag frá degi er hvort loka skuli þingpöllum sem alla jafna eru opnir almenningi þegar þingfundir standa yfir. „Þá væri það kannski ekkert síður starfsmannanna vegna, það er að segja til að tryggja betur eða reyna að fyrirbyggja að þeir gætu verið í smithættu,“ segir Steingrímur. Í lengstu lög verði reynt að koma í veg fyrir að þingið allt þurfi að fara í sóttkví. „Það mun að sjálfsögðu ekki setja allt úr skorðum þó að einn og einn þingmaður eða einn og einn starfsmaður þyrfti í einangrun heima hjá sér. En við viljum helst að vinnustaðurinn sjálfur, þingið sjálft, sé starfhæft í lengstu lög,“ segir Steingrímur. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Lokun þingpalla, takmörkun gestakoma og fækkun utanlandsferða er meðal þess sem kemur til greina að grípa til á Alþingi ef nauðsyn þykir vegna kórónufaraldursins. Ábyrgð á framkvæmd viðbragðsáætlunar Alþingis vegna heimsfaraldurs er í höndum skrifstofustjóra en forseti Alþingis tekur ákvarðanir sem lúta að tilhögun þingfunda og breytingum á starfsáætlun þingsins í samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka. „Þetta er fyrst og fremst varúðaráætlun hér fyrir vinnustaðinn,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.Sjá einnig: Viðbragðsáætlun Alþingis við heimsfaraldri hefur verið virkjuð Sumar aðgerðir séu þegar komnar til framkvæmda, til að mynda hafi sprittbrúsum verið fjölgað í húsakynnum þingsins og þrif aukin, en aðrar eru undirbúnar ef til þeirra þarf að grípa. „Þær geta falist í ýmsu eins og að takmarka samskipti hér á staðnum. Vinna meira í gegnum tölvur og í fjarvinnslu þannig að menn haldi samskiptum í lágmarki. Jafnvel fella niður gestakomur til þingnefnda og jafnvel fella niður gestakomur til þingnefnda og fella niðru fundi. Hætta að sækja ráðstefnur erlendis og annað í þeim dúr,“ nefnir Steingrímur sem dæmi um aðgerðir sem hugsanlega verði gripið til.Sjá einnig: Tók þingheim í kennslustund um notkun handspritts Eitt af því sem einnig sé metið dag frá degi er hvort loka skuli þingpöllum sem alla jafna eru opnir almenningi þegar þingfundir standa yfir. „Þá væri það kannski ekkert síður starfsmannanna vegna, það er að segja til að tryggja betur eða reyna að fyrirbyggja að þeir gætu verið í smithættu,“ segir Steingrímur. Í lengstu lög verði reynt að koma í veg fyrir að þingið allt þurfi að fara í sóttkví. „Það mun að sjálfsögðu ekki setja allt úr skorðum þó að einn og einn þingmaður eða einn og einn starfsmaður þyrfti í einangrun heima hjá sér. En við viljum helst að vinnustaðurinn sjálfur, þingið sjálft, sé starfhæft í lengstu lög,“ segir Steingrímur.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira