Berlusconi yngir verulega upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2020 14:55 Marta Fascina, Silvio Berlusconi og Francesca Pascale. Samsett/getty/Facebook Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu er hættur með kærustu sinni til tólf ára, Francescu Pascale. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Berlusconi sé þegar kominn með nýja kærustu, þingkonuna Mörtu Fascina. Forza Italia, flokkur Berlusconi, tilkynnti um sambandsslit hans og Pascale í yfirlýsingu. Rétt tæplega fimmtíu ára aldursmunur er á fyrrverandi parinu en Berlusconi er 83 ára og Pascale 34 ára. Sambandsslitin virðast hafa reynst þeirri síðarnefndu þungbær en hún segir í samtali við ítalska dagblaðið Repubblica að hún sé agndofa yfir tilkynningu flokksins. „Mér mun þykja vænt um hann að eilífu. Ég óska honum allra hamingjunnar í heiminum og vona að hann finni einhvern sem hugsi um hann líkt og ég hef gert,“ segir Pascale. Fjölmiðlar á Ítalíu greina frá því að Berlusconi sé þegar tekinn saman við aðra konu. Sú heitir Marta Fascina og er þingkona Forza Italia. Hún er þrítug og þar með 53 árum yngri en Berlusconi. Orðrómur um samband þeirra fór á flug eftir að til þeirra sást á göngu með hund Pascale, Dudu. „Mér finnst fyndið að sjá þingkonu úti að ganga með hundinn minn. En mér finnst það í lagi,“ sagði Pascale um málið. Berlusconi er tvífráskilinn og á fimm börn. Seinni eiginkona hans, Veronica Lario, kveðst hafa farið frá honum vegna ítrekaðs samneytis hans við ungar stúlkur. Berlusconi var árið 2013 dæmdur fyrir vændiskaup af stúlkum undir lögaldri en dómnum var síðar snúið við. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir skattsvik. Hann situr nú á Evrópuþinginu fyrir Ítalíu. Ítalía Tengdar fréttir Berbrjósta mótmælandi truflaði Berlusconi á kjörstað Mótmælandi náði óvænt að smygla sér inn á kjörstað í dag þegar Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu greiddi atkvæði í þingkosningum þar í landi. 4. mars 2018 21:15 Berlusconi gegn ítalska ríkinu í Strassborg Fyrrverandi forsætisráðherrann segir bann, sem meinar honum að gegna opinberu starfi, vera ólögmætt. Hann ætlar að sækja ítalska ríkið til saka fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 23. nóvember 2017 10:35 Berlusconi vill vísa 600.000 innflytjendum úr landi Fyrrverandi forsætisráðherrann talar um tifandi félagslega sprengju eftir skotárás hægriöfgamanns á fólk af afrískum uppruna um helgina. 5. febrúar 2018 11:35 Ekkert húðflúr og ekkert skegg í nýjasta liði Berlusconi Silvio Berlusconi, hinn skrautlegi fyrrum eigandi AC Milan, er búinn að kaupa C-deildarliðið Monza og hann er búinn að setja skýrar reglur. 7. október 2018 08:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu er hættur með kærustu sinni til tólf ára, Francescu Pascale. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Berlusconi sé þegar kominn með nýja kærustu, þingkonuna Mörtu Fascina. Forza Italia, flokkur Berlusconi, tilkynnti um sambandsslit hans og Pascale í yfirlýsingu. Rétt tæplega fimmtíu ára aldursmunur er á fyrrverandi parinu en Berlusconi er 83 ára og Pascale 34 ára. Sambandsslitin virðast hafa reynst þeirri síðarnefndu þungbær en hún segir í samtali við ítalska dagblaðið Repubblica að hún sé agndofa yfir tilkynningu flokksins. „Mér mun þykja vænt um hann að eilífu. Ég óska honum allra hamingjunnar í heiminum og vona að hann finni einhvern sem hugsi um hann líkt og ég hef gert,“ segir Pascale. Fjölmiðlar á Ítalíu greina frá því að Berlusconi sé þegar tekinn saman við aðra konu. Sú heitir Marta Fascina og er þingkona Forza Italia. Hún er þrítug og þar með 53 árum yngri en Berlusconi. Orðrómur um samband þeirra fór á flug eftir að til þeirra sást á göngu með hund Pascale, Dudu. „Mér finnst fyndið að sjá þingkonu úti að ganga með hundinn minn. En mér finnst það í lagi,“ sagði Pascale um málið. Berlusconi er tvífráskilinn og á fimm börn. Seinni eiginkona hans, Veronica Lario, kveðst hafa farið frá honum vegna ítrekaðs samneytis hans við ungar stúlkur. Berlusconi var árið 2013 dæmdur fyrir vændiskaup af stúlkum undir lögaldri en dómnum var síðar snúið við. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir skattsvik. Hann situr nú á Evrópuþinginu fyrir Ítalíu.
Ítalía Tengdar fréttir Berbrjósta mótmælandi truflaði Berlusconi á kjörstað Mótmælandi náði óvænt að smygla sér inn á kjörstað í dag þegar Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu greiddi atkvæði í þingkosningum þar í landi. 4. mars 2018 21:15 Berlusconi gegn ítalska ríkinu í Strassborg Fyrrverandi forsætisráðherrann segir bann, sem meinar honum að gegna opinberu starfi, vera ólögmætt. Hann ætlar að sækja ítalska ríkið til saka fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 23. nóvember 2017 10:35 Berlusconi vill vísa 600.000 innflytjendum úr landi Fyrrverandi forsætisráðherrann talar um tifandi félagslega sprengju eftir skotárás hægriöfgamanns á fólk af afrískum uppruna um helgina. 5. febrúar 2018 11:35 Ekkert húðflúr og ekkert skegg í nýjasta liði Berlusconi Silvio Berlusconi, hinn skrautlegi fyrrum eigandi AC Milan, er búinn að kaupa C-deildarliðið Monza og hann er búinn að setja skýrar reglur. 7. október 2018 08:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Berbrjósta mótmælandi truflaði Berlusconi á kjörstað Mótmælandi náði óvænt að smygla sér inn á kjörstað í dag þegar Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu greiddi atkvæði í þingkosningum þar í landi. 4. mars 2018 21:15
Berlusconi gegn ítalska ríkinu í Strassborg Fyrrverandi forsætisráðherrann segir bann, sem meinar honum að gegna opinberu starfi, vera ólögmætt. Hann ætlar að sækja ítalska ríkið til saka fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 23. nóvember 2017 10:35
Berlusconi vill vísa 600.000 innflytjendum úr landi Fyrrverandi forsætisráðherrann talar um tifandi félagslega sprengju eftir skotárás hægriöfgamanns á fólk af afrískum uppruna um helgina. 5. febrúar 2018 11:35
Ekkert húðflúr og ekkert skegg í nýjasta liði Berlusconi Silvio Berlusconi, hinn skrautlegi fyrrum eigandi AC Milan, er búinn að kaupa C-deildarliðið Monza og hann er búinn að setja skýrar reglur. 7. október 2018 08:00