Kórónuveiran: Fyrirtæki hvött til að þjálfa fólk í fjarvinnu Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. mars 2020 11:15 Fyrirtæki um allan heim eru að gera ráðstafanir vegna kórónuveirunnar og hvetja sérfræðingar til þess að vinnustaðir undirbúi sig undir frekari faraldur kórónuveirunnar með því að þjálfa fólk og undirbúa fleiri fyrir fjarvinnu. Síðastliðinn mánudag tilkynnti Twitter starfsmönnum sínum að allir starfsmenn sem hafa færi á að vinna í fjarvinnu að heiman væru hvattir til að gera það. Á starfsstöðvum Twitter í Hong Kong, Japan og Suður Kórea er fjarvinna að heiman ekki valkvæð heldur skilyrði. Með þessu er ætlunin að draga úr smitleiðum kórónuveirunnar með handabandi, innanhúsfundum eða öðru sem líklegra er til að valda smiti en heimavera. Í Bretlandi eru mannauðstjórar hvattir til að gera öryggisráðstafanir á vinnustöðum og starfsfólk hvatt til að íhuga möguleikann á að vinna að heiman, jafnvel hvetja vinnuveitendur til að horfa á fjarvinnu í auknum mæli. Í Bandaríkjunum fjölgaði fyrirtækjum og stofnunum sem markvisst mælast með stöðugildi í fjarvinnu úr 73 í febrúar 2019 í 77 í febrúar 2020. Þetta hljómar ekki sem mikil breyting en mesta breytingin er sögð sú að fleiri starfsmenn þessara fyrirtækja vinna nú að heiman vegna kórónuveirunnar. Í Þýskalandi hafa fyrirtæki lokað og starfa nú alfarið í fjarvinnu að heiman. Til að mynda ákvað fyrirtækið Webasto að loka höfuðstöðvunum alfarið í kjölfar þess að starfsmaður hjá þeim greindist með kórónuveiruna. Fleiri sambærileg dæmi má finna víðast hvar. Þá eru fyrirtæki sem starfa á alþjóðamarkaði að gera ráðstafanir. Ekki síst þau fyrirtæki þar sem algengt er að starfsmenn þurfi að ferðast mikið vegna vinnu. Algengt samkomulag er að fólk sem er að koma heim frá skilgreindum smitsvæðum mæti ekki til vinnu fyrr en eftir tveggja vikna heimasóttkví. Það sama gildir víða um starfsmenn sem eru að koma heim úr fríum frá skilgreindum smitsvæðum. Þar semja vinnuveitendur og starfsmenn um það sín á milli að ekki verði mætt á vinnustað fyrr en eftir heimasóttkví. Fyrirtæki hvött til að þjálfa fólk í fjarvinnu Þá berast fregnir af því að fyrirtæki séu að undirbúa sig undir frekari faraldur með því að prófa sig áfram. Sem dæmi má nefna fyrirtækið Ladders í New York. Starfsmenn þar eru 60 talsins. Til prufu starfa allir starfsmenn að heiman í dag fimmtudag og segir forstjóri fyrirtækisins í viðtali við The Washington Post helst búast við að mestu viðbrigði starfsmanna verði að hafa ekki nokkra tölvuskjái við vinnu eins og vinnustöðvarnar á skrifstofunni eru. Eins hvetja sérfræðingar fyrirtæki til að þjálfa fólk í fjarvinnu og kenna á ýmsan búnað sem til þarf þannig að víðtæk starfssemi í fjarvinnu gangi sem best upp. Sem dæmi má nefna að kenna fólki á fjarskiptabúnað sem fyrirtækið ætlar að nýta fyrir sameiginlega fundi og fleira. Formaður Global Workplace Analytics, Kate Lister, segir rétta tímann til að þjálfa fólk vera núna. „Það sem fyrirtæki ættu að vera að gera núna er að æfa sig. Byrja að senda fólk heim og kenna þeim þá verkferla sem þarf.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Vinnumarkaður Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Sjá meira
Síðastliðinn mánudag tilkynnti Twitter starfsmönnum sínum að allir starfsmenn sem hafa færi á að vinna í fjarvinnu að heiman væru hvattir til að gera það. Á starfsstöðvum Twitter í Hong Kong, Japan og Suður Kórea er fjarvinna að heiman ekki valkvæð heldur skilyrði. Með þessu er ætlunin að draga úr smitleiðum kórónuveirunnar með handabandi, innanhúsfundum eða öðru sem líklegra er til að valda smiti en heimavera. Í Bretlandi eru mannauðstjórar hvattir til að gera öryggisráðstafanir á vinnustöðum og starfsfólk hvatt til að íhuga möguleikann á að vinna að heiman, jafnvel hvetja vinnuveitendur til að horfa á fjarvinnu í auknum mæli. Í Bandaríkjunum fjölgaði fyrirtækjum og stofnunum sem markvisst mælast með stöðugildi í fjarvinnu úr 73 í febrúar 2019 í 77 í febrúar 2020. Þetta hljómar ekki sem mikil breyting en mesta breytingin er sögð sú að fleiri starfsmenn þessara fyrirtækja vinna nú að heiman vegna kórónuveirunnar. Í Þýskalandi hafa fyrirtæki lokað og starfa nú alfarið í fjarvinnu að heiman. Til að mynda ákvað fyrirtækið Webasto að loka höfuðstöðvunum alfarið í kjölfar þess að starfsmaður hjá þeim greindist með kórónuveiruna. Fleiri sambærileg dæmi má finna víðast hvar. Þá eru fyrirtæki sem starfa á alþjóðamarkaði að gera ráðstafanir. Ekki síst þau fyrirtæki þar sem algengt er að starfsmenn þurfi að ferðast mikið vegna vinnu. Algengt samkomulag er að fólk sem er að koma heim frá skilgreindum smitsvæðum mæti ekki til vinnu fyrr en eftir tveggja vikna heimasóttkví. Það sama gildir víða um starfsmenn sem eru að koma heim úr fríum frá skilgreindum smitsvæðum. Þar semja vinnuveitendur og starfsmenn um það sín á milli að ekki verði mætt á vinnustað fyrr en eftir heimasóttkví. Fyrirtæki hvött til að þjálfa fólk í fjarvinnu Þá berast fregnir af því að fyrirtæki séu að undirbúa sig undir frekari faraldur með því að prófa sig áfram. Sem dæmi má nefna fyrirtækið Ladders í New York. Starfsmenn þar eru 60 talsins. Til prufu starfa allir starfsmenn að heiman í dag fimmtudag og segir forstjóri fyrirtækisins í viðtali við The Washington Post helst búast við að mestu viðbrigði starfsmanna verði að hafa ekki nokkra tölvuskjái við vinnu eins og vinnustöðvarnar á skrifstofunni eru. Eins hvetja sérfræðingar fyrirtæki til að þjálfa fólk í fjarvinnu og kenna á ýmsan búnað sem til þarf þannig að víðtæk starfssemi í fjarvinnu gangi sem best upp. Sem dæmi má nefna að kenna fólki á fjarskiptabúnað sem fyrirtækið ætlar að nýta fyrir sameiginlega fundi og fleira. Formaður Global Workplace Analytics, Kate Lister, segir rétta tímann til að þjálfa fólk vera núna. „Það sem fyrirtæki ættu að vera að gera núna er að æfa sig. Byrja að senda fólk heim og kenna þeim þá verkferla sem þarf.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Vinnumarkaður Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Sjá meira