Luka Doncic var með myndarlega þrennu í sigri Dallas á New Orleans í NBA-körfuboltanum í nótt en Dallas vann fjögurra stiga sigur, 127-123, eftir framlengingu.
Staðan var jöfn, 112-112, eftir venjulegan leiktíma en í framlengingunni reyndust heimamenn í Dallas sterkari með þá Luka og Kristaps Porzingis funheita.
Kristaps Porzingis gerði 37 stig og Doncic var með myndarlega þrennu en hann gerði 30 stig, tók sautján fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Hann því upp fyrir Jason Kidd.
Luka Doncic tallies 30 PTS, 17 REB, 10 AST for his 22nd career triple-double, passing Jason Kidd for the most in @dallasmavs franchise history! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/iRJUDswauk
— NBA.com/Stats (@nbastats) March 5, 2020
Giannis Antetokounmpo sem var rólegur í síðasta leik hjá Milwaukee lét heldur betur til sín taka í dag. Hann skoraði 29 stig og tók 12 fráköst er Milwaukee vann níu stiga sigur á Indiana, 119-100.
Miami er á skriði í austurdeildinni en þeir unnu sinn fjórða leik í röð í nótt er þeir afgreiddu Orlando á heimavelli, 116-113.
Úrslit næturinnar:
Boston - Cleveland 112-106
Oklahoma - Detroit 114-107
Indiana - Milwaukee 100-119
Orlando - Miami 113-116
Memphis - Brooklyn 118-79
Utah - New York 112-104
Chicago - Minnesota 108-115
New Orleans - Dallas 123-127 (eftir framlengingu)
Washington - Portland 104-124
The Timberwolves turn defense into offense for your Heads Up Play of the Day! pic.twitter.com/49wPgEwJmX
— NBA TV (@NBATV) March 5, 2020