Lífið

Níu staðreyndir sem þú vissir mögulega ekki um Friends

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viðbrögðin nokkuð spaugileg.
Viðbrögðin nokkuð spaugileg.

Þættirnir Friends hófu göngu sína árið 1994 og gengu í tíu þáttaraðir til ársins 2004.

Á dögunum staðfesti bandaríska sjónvarpsveitan HBO að framleiddur verði sérþáttur af Friends gamanþáttaröðinni. Allir leikararnir sex úr upphaflegu þáttunum hafa staðfest að þeir taki þátt.

Leikararnir sex, þau Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc, Matthew Perry og David Schwimmer eru sögð fá 2,5 milljónir dollara, jafnvirði um 320 milljóna íslenskra króna, hvert fyrir að leika í sérþættinum.

Á YouTube-rásinni FBE er búið að taka saman nokkuð athyglisvert myndband þar sem farið er yfir nokkrar staðreyndir um þættina sem fáir vita.

Nokkrir einstaklingar fengu að vita þessar staðreyndir á síðunni og fá áhorfendur að sjá viðbrögð þeirra í innslaginu.

Um er að ræða níu staðreyndir sem koma aðdáendum þáttanna eflaust á óvart eins og sjá má hér að neðan.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×