Færeyingar svekktir og pirraðir út í hræsnarann Robert Plant Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. mars 2020 10:43 Robert Plant og Suzi Dian syngja hér á tónleikum Saving Grace um mitt síðasta ár. Getty/David Corio Hljómsveitin Saving Grace, með söngvarana Robert Plant og Suzi Dian innanborðs, hefur afboðað komu sína á færeysku tónlistarhátíðina G! Festival, sem fram fer um miðjan júlímánuð. Með því vill hljómsveitin mótmæla aldagömlu Grindadrápi Færeyinga, hinni umdeildu veiðiaðferð þegar marsvín eru króuð af, rekin að landi og slátrað með krókum og hnífum. Aðstandendur hátíðarinnar greina sjálfir frá ákvörðun Plant og félaga í yfirlýsingu á vefsíðu hátíðarinnar. Þar lýsa skipuleggjendur nokkurri óánægju með ákvörðun hljómsveitarinnar sem þeir segja að megi rekja til þrýstings frá umhverfisverndarsamtökunum Blue Planet Society. Framkvæmdastjóri G! Festival, Sigvør Laksá, lætur hafa eftir sér í yfirlýsingunni að hennar fólk sé „vonsvikið og pirrað“ vegna málsins. Það sé ófaglegt af hálfu Saving Grace að afbóka sig án nokkurs fyrirvara, það hefði verið heillavænlegra ef listamennirnir hefðu rætt við skipuleggjendur hátíðarinnar þannig að þeir gætu mögulega komið til móts við áhyggjur þeirra. Hræsni af hálfu Plant „Það skýtur jafnframt skökku við að listamenn séu tilbúnir að stíga á svið í löndum eins og Noregi og Íslandi [sem bæði stunda hvalveiðar] eins og Plant hefur gert, síðast í fyrra,“ segir Sigvør Laksá. Vísar hún þar til tónleika sveitarinnar Robert Plant and the Sensational Spaceshifters á tónleikahátíðinni Secret Solstice í Laugardal síðasta sumar. Þar tóku Plant og félagar m.a. lagið Immigrant Song úr smiðju Led Zepplin, sem var í fyrsta sinn í um 20 ár sem þessi fyrrverandi forsöngvari sveitarinnar flytur lagið á tónleikum. Í yfirlýsingunni bætir Sigvør Laksá við nú hefjist vinna við að skipuleggja G! Festival upp á nýtt, enda setji ákvörðun Saving Grace hátíðina í uppnám. Eða eins og hún orðar það á Facebook-síðu sinni: „Helvítis lort....“ Dýr Færeyjar Tónlist Umhverfismál Tengdar fréttir Ótrúlegt myndband: Sea Shepard fordæmir grindadráp Færeyinga Búið er að birta ótrúlegt myndband af grindadrápi í Bø í Færeyjum. 24. júlí 2015 13:43 Ricky Gervais fordæmir grindadráp Færeyinga „Eins gott að við fundum nýja Jörð, því við erum alveg að rústa þessari.“ 24. júlí 2015 20:50 Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað. 24. júlí 2015 16:48 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Hljómsveitin Saving Grace, með söngvarana Robert Plant og Suzi Dian innanborðs, hefur afboðað komu sína á færeysku tónlistarhátíðina G! Festival, sem fram fer um miðjan júlímánuð. Með því vill hljómsveitin mótmæla aldagömlu Grindadrápi Færeyinga, hinni umdeildu veiðiaðferð þegar marsvín eru króuð af, rekin að landi og slátrað með krókum og hnífum. Aðstandendur hátíðarinnar greina sjálfir frá ákvörðun Plant og félaga í yfirlýsingu á vefsíðu hátíðarinnar. Þar lýsa skipuleggjendur nokkurri óánægju með ákvörðun hljómsveitarinnar sem þeir segja að megi rekja til þrýstings frá umhverfisverndarsamtökunum Blue Planet Society. Framkvæmdastjóri G! Festival, Sigvør Laksá, lætur hafa eftir sér í yfirlýsingunni að hennar fólk sé „vonsvikið og pirrað“ vegna málsins. Það sé ófaglegt af hálfu Saving Grace að afbóka sig án nokkurs fyrirvara, það hefði verið heillavænlegra ef listamennirnir hefðu rætt við skipuleggjendur hátíðarinnar þannig að þeir gætu mögulega komið til móts við áhyggjur þeirra. Hræsni af hálfu Plant „Það skýtur jafnframt skökku við að listamenn séu tilbúnir að stíga á svið í löndum eins og Noregi og Íslandi [sem bæði stunda hvalveiðar] eins og Plant hefur gert, síðast í fyrra,“ segir Sigvør Laksá. Vísar hún þar til tónleika sveitarinnar Robert Plant and the Sensational Spaceshifters á tónleikahátíðinni Secret Solstice í Laugardal síðasta sumar. Þar tóku Plant og félagar m.a. lagið Immigrant Song úr smiðju Led Zepplin, sem var í fyrsta sinn í um 20 ár sem þessi fyrrverandi forsöngvari sveitarinnar flytur lagið á tónleikum. Í yfirlýsingunni bætir Sigvør Laksá við nú hefjist vinna við að skipuleggja G! Festival upp á nýtt, enda setji ákvörðun Saving Grace hátíðina í uppnám. Eða eins og hún orðar það á Facebook-síðu sinni: „Helvítis lort....“
Dýr Færeyjar Tónlist Umhverfismál Tengdar fréttir Ótrúlegt myndband: Sea Shepard fordæmir grindadráp Færeyinga Búið er að birta ótrúlegt myndband af grindadrápi í Bø í Færeyjum. 24. júlí 2015 13:43 Ricky Gervais fordæmir grindadráp Færeyinga „Eins gott að við fundum nýja Jörð, því við erum alveg að rústa þessari.“ 24. júlí 2015 20:50 Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað. 24. júlí 2015 16:48 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Ótrúlegt myndband: Sea Shepard fordæmir grindadráp Færeyinga Búið er að birta ótrúlegt myndband af grindadrápi í Bø í Færeyjum. 24. júlí 2015 13:43
Ricky Gervais fordæmir grindadráp Færeyinga „Eins gott að við fundum nýja Jörð, því við erum alveg að rústa þessari.“ 24. júlí 2015 20:50
Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað. 24. júlí 2015 16:48