Rússar sækja hart að Daða Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. mars 2020 08:37 Sveitin Little Big er þekkt fyrir mikið stuð og áhugaverða dansa - sem segja má að séu bæði aðalsmerki Daða Freys. C1 Rússland Þó svo að Rússar hafi ekki ennþá valið hvaða lag verður þeirra framlag í Eurovision í ár er ljóst að flytjandi þess mun veita Daða Frey og Gagnamagninu harða samkeppni. Ríkisútvarp Rússlands greindi frá því í gær að hljómsveitin Little Big verði fulltrúi þjóðarinnar í Rotterdam og er það ekki um neinn aukvisa að ræða. Sveitin nýtur gríðarlegra vinsælda, ekki aðeins innan heimalandsins heldur um gjörvalla Evrópu. Þrátt fyrir að lagið sem sveitin hyggst flytja hafi ekki verið kynnt til sögunnar ruku Rússar upp í veðbönkum eftir að ljóst var að Little Big yrðu fulltrúar Rússa. Sem stendur er Rússland talið næst líklegast til að vinna Eurovision, á eftir Daða en á undan hinu margumtalaða litháenska framlagi.Ef þau lya Prusikin, Sonja Tajurskaja, Anton Lissoff og Sergei Makaroff verða söm við sig þá má búast við að lag þeirra Little Big verði líflegt og dansvænt - sem segja má að séu jafnframt einkennandi fyrir framlög Íslands og Litháens í ár. Myndbönd Little Big vekja þannig jafnan mikla athygli, flest með tugi milljóna áhorfa á Youtube t.a.m. Þeirra vinsælasta lag er smellurinn Skibidi sem horft hefur verið á meira en 360 milljón sinnum. Þar er í aðalhlutverki einkennilegur dans, rétt eins og í flestum öðrum myndböndum sveitarinnar. Sem fyrr segir þurfti ekki annað en að nefna Little Big til þess að Rússar væru taldir líklegir til stórræða. Þar að auki hefur Rússland notið fádæma velgengni í Eurovision undanfarin ár. Þrátt fyrir að hafa unnið keppnin síðast árið 2008 hafa Rússar lent fjórum sinnum í 2. sæti, fjórum sinnum í 3. sæti og einu sinni í 5. sæti frá aldamótum. Frá því að fyrri undanúrslitakvöldin voru kynnt til sögunnar hafa Rússar aðeins einu sinni setið eftir, árið 2018 þegar Júlíu Samojlóvu mistókst að fleyta sér í úrslitakvöldið. Það ætti því kannski ekki að koma á óvart þó svo að veðbankar spái Rússlandi góðu gengi í Eurovision, sama hver fulltrúi þess er. Rússar stíga á svið á fyrra undankvöldinu í ár, ásamt Litháum, en Daði Freyr og Gagnamagnið keppa á því síðara. Hér að neðan má sjá myndbandið við fyrrnefnt Skibidi með sveitinni Little Big. Eurovision Rússland Tengdar fréttir Lagið sem mun keppa við Daða um dans-, flipp-, og grínatkvæðin í Eurovision Daði og Gagnamagnið báru sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi um lag þeirra, Think About Things, verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí næstkomandi. 1. mars 2020 11:11 Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust Ekki nema 1,9 prósenta stuðull á að Think About Things sigri. 25. febrúar 2020 12:54 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Fleiri fréttir Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Sjá meira
Þó svo að Rússar hafi ekki ennþá valið hvaða lag verður þeirra framlag í Eurovision í ár er ljóst að flytjandi þess mun veita Daða Frey og Gagnamagninu harða samkeppni. Ríkisútvarp Rússlands greindi frá því í gær að hljómsveitin Little Big verði fulltrúi þjóðarinnar í Rotterdam og er það ekki um neinn aukvisa að ræða. Sveitin nýtur gríðarlegra vinsælda, ekki aðeins innan heimalandsins heldur um gjörvalla Evrópu. Þrátt fyrir að lagið sem sveitin hyggst flytja hafi ekki verið kynnt til sögunnar ruku Rússar upp í veðbönkum eftir að ljóst var að Little Big yrðu fulltrúar Rússa. Sem stendur er Rússland talið næst líklegast til að vinna Eurovision, á eftir Daða en á undan hinu margumtalaða litháenska framlagi.Ef þau lya Prusikin, Sonja Tajurskaja, Anton Lissoff og Sergei Makaroff verða söm við sig þá má búast við að lag þeirra Little Big verði líflegt og dansvænt - sem segja má að séu jafnframt einkennandi fyrir framlög Íslands og Litháens í ár. Myndbönd Little Big vekja þannig jafnan mikla athygli, flest með tugi milljóna áhorfa á Youtube t.a.m. Þeirra vinsælasta lag er smellurinn Skibidi sem horft hefur verið á meira en 360 milljón sinnum. Þar er í aðalhlutverki einkennilegur dans, rétt eins og í flestum öðrum myndböndum sveitarinnar. Sem fyrr segir þurfti ekki annað en að nefna Little Big til þess að Rússar væru taldir líklegir til stórræða. Þar að auki hefur Rússland notið fádæma velgengni í Eurovision undanfarin ár. Þrátt fyrir að hafa unnið keppnin síðast árið 2008 hafa Rússar lent fjórum sinnum í 2. sæti, fjórum sinnum í 3. sæti og einu sinni í 5. sæti frá aldamótum. Frá því að fyrri undanúrslitakvöldin voru kynnt til sögunnar hafa Rússar aðeins einu sinni setið eftir, árið 2018 þegar Júlíu Samojlóvu mistókst að fleyta sér í úrslitakvöldið. Það ætti því kannski ekki að koma á óvart þó svo að veðbankar spái Rússlandi góðu gengi í Eurovision, sama hver fulltrúi þess er. Rússar stíga á svið á fyrra undankvöldinu í ár, ásamt Litháum, en Daði Freyr og Gagnamagnið keppa á því síðara. Hér að neðan má sjá myndbandið við fyrrnefnt Skibidi með sveitinni Little Big.
Eurovision Rússland Tengdar fréttir Lagið sem mun keppa við Daða um dans-, flipp-, og grínatkvæðin í Eurovision Daði og Gagnamagnið báru sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi um lag þeirra, Think About Things, verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí næstkomandi. 1. mars 2020 11:11 Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust Ekki nema 1,9 prósenta stuðull á að Think About Things sigri. 25. febrúar 2020 12:54 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Fleiri fréttir Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Sjá meira
Lagið sem mun keppa við Daða um dans-, flipp-, og grínatkvæðin í Eurovision Daði og Gagnamagnið báru sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi um lag þeirra, Think About Things, verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí næstkomandi. 1. mars 2020 11:11
Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust Ekki nema 1,9 prósenta stuðull á að Think About Things sigri. 25. febrúar 2020 12:54