Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. mars 2020 13:09 Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. Ljósmyndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Þrjú kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest hér á landi. Verkefnisstjóri hjá almannavörnum segir heilbrigðisstarfsfólki og almannavörnum bíða ærin verkefni í dag. Enn á eftir að ná í nítján flugfarþega sem voru í flugi Icelandair frá München með konu sem sýktist. Vírusinn hefur nú dregið minnst þrjú þúsund manns til dauða á heimsvísu og minnst áttatíu og átta þúsund eru sýktir. Þrjú smit hafa nú greinst hér á landi. Eitt greindist á föstudag og tvö til viðbótar í gær og eru öll tilfellin rakin til Ítalíu. Kona á fimmtugsaldri greindist með veiruna en hún kom til landsins í gær og flaug með Icelandair í gegnum München í þýskalandi. „Þessi einstaklingur var líka á norðurhluta Ítalíu í skíðaferð eins og fyrri tilfellin en kom heim í gegnum Munchen. Þessar leiðbeiningar sem sóttvarnalæknir hefur gefið út eiga við um alla sem hafa verið á Ítalíu, skiptir ekki máli hvaða leið þeir koma heim,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum. Verkefni dagsins séu ærin. „Áframhald á þessum smitlækningum, ná sambandi vði alla sem voru í þessum flugvélum. Það er ekki ennþá búið að ná sambandi við alla sem voru til dæmis í flugvélinni frá München sem við þurfum að heyra í, það er ennþá verið að heyra í því. Það verða áframhaldandi sýnatökur eins og tilefni er til og svo náttúrulega áframhaldandi upplýsingafundir hjá okkur og fjölmörg verkefni sem við sinnum.“ Enn á eftir að ná sambandi við nítján farþega sem voru í fluginu frá München. Rögnvaldur segir að minnst þrjú hundruð Íslendingar sæti nú sóttkví og að töluvert verði um sýnatökur í dag. Eins á Rögnvaldur von á niðurstöðum úr sýnatökum í dag. Sex starfsmenn Landspítalans sæta sóttkví Starfsmenn Landspítala sem komu frá Ítalíu á laugardag eða síðar verða í heimasóttkví fjórtán daga frá heimkomu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítalans. Alls þurfa sex starfsmenn spítalans að fara í sóttkví samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Rögnvaldur segir þetta vissulega setja strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega svolítið áhyggjuefni fyrir okkur en Landlæknir og Landspítalinn eru að vinna að þessu verkefni sérstaklega og gera ráðstafanir út af þessu en þetta vissulega er áhyggjuefni fyrir okkur. Við erum að missa þarna mikilvæga starfsrkafta úr vinnu og í sóttkví.“ Við minnum á upplýsingafund almannavarna og sóttvarnalæknis sem verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14.00. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Þrjú kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest hér á landi. Verkefnisstjóri hjá almannavörnum segir heilbrigðisstarfsfólki og almannavörnum bíða ærin verkefni í dag. Enn á eftir að ná í nítján flugfarþega sem voru í flugi Icelandair frá München með konu sem sýktist. Vírusinn hefur nú dregið minnst þrjú þúsund manns til dauða á heimsvísu og minnst áttatíu og átta þúsund eru sýktir. Þrjú smit hafa nú greinst hér á landi. Eitt greindist á föstudag og tvö til viðbótar í gær og eru öll tilfellin rakin til Ítalíu. Kona á fimmtugsaldri greindist með veiruna en hún kom til landsins í gær og flaug með Icelandair í gegnum München í þýskalandi. „Þessi einstaklingur var líka á norðurhluta Ítalíu í skíðaferð eins og fyrri tilfellin en kom heim í gegnum Munchen. Þessar leiðbeiningar sem sóttvarnalæknir hefur gefið út eiga við um alla sem hafa verið á Ítalíu, skiptir ekki máli hvaða leið þeir koma heim,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum. Verkefni dagsins séu ærin. „Áframhald á þessum smitlækningum, ná sambandi vði alla sem voru í þessum flugvélum. Það er ekki ennþá búið að ná sambandi við alla sem voru til dæmis í flugvélinni frá München sem við þurfum að heyra í, það er ennþá verið að heyra í því. Það verða áframhaldandi sýnatökur eins og tilefni er til og svo náttúrulega áframhaldandi upplýsingafundir hjá okkur og fjölmörg verkefni sem við sinnum.“ Enn á eftir að ná sambandi við nítján farþega sem voru í fluginu frá München. Rögnvaldur segir að minnst þrjú hundruð Íslendingar sæti nú sóttkví og að töluvert verði um sýnatökur í dag. Eins á Rögnvaldur von á niðurstöðum úr sýnatökum í dag. Sex starfsmenn Landspítalans sæta sóttkví Starfsmenn Landspítala sem komu frá Ítalíu á laugardag eða síðar verða í heimasóttkví fjórtán daga frá heimkomu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítalans. Alls þurfa sex starfsmenn spítalans að fara í sóttkví samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Rögnvaldur segir þetta vissulega setja strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega svolítið áhyggjuefni fyrir okkur en Landlæknir og Landspítalinn eru að vinna að þessu verkefni sérstaklega og gera ráðstafanir út af þessu en þetta vissulega er áhyggjuefni fyrir okkur. Við erum að missa þarna mikilvæga starfsrkafta úr vinnu og í sóttkví.“ Við minnum á upplýsingafund almannavarna og sóttvarnalæknis sem verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14.00.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52
Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55