Dara Ó Briain sjúkur í Daða og Gagnamagnið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2020 12:00 Úr myndbandinu sem fer að komast í milljón spilanir á YouTube. Íslandsvinurinn Dara Ó Briain hefur bæst í hóp aðdáenda Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. Írski grínistinn, sem er með 2,5 milljónir fylgjenda á Twitter, hefur á hálfum sólarhring tjáð sig tvisvar um lagið Think about things. Ljóst er að athyglin vinnur ekki gegn þeim lögum sem keppa í Eurovision. Ó Briain skrifaði á Twitter í gær: „Uppgötvaði þetta ljúfmeti í dag. Framlag Íslands til Eurovision er frábært og myndbandið er yndislegt,“ sagði sá írski í gær. Grínistinn Ari Eldjárn er kunnugur Íranum enda var hann gestur í sjónvarpsþætti hans. Ari segir Ó Briain að Daði sé bestur. Ekki stendur á svörum hjá Ó Briain. „Jæja, AUÐVITAÐ þekkir þú hann. Þú rakst líklega á hann áðan þegar hann var að hreinsa snjósleðann sinn,“ segir Írinn og gerir grín að fjölda Íslendinga. Well, OF COURSE you know him. You probably just drove past him a moment ago as he was cleaning his skidoo.— Dara Ó Briain (@daraobriain) March 2, 2020 Svo virðist sem Ó Briain hafi eftir nætursvefn strax byrjað að pæla í Daða Frey því hann endurbirti tístið sitt í morgun. Það væri sannarlega tilefni til enda framlag Íslands frábært. Enn betra þegar hann komst að því að lagið er um unga dóttur þeirra Daða Freys og Árnýjar Fjólu Ásmundsdóttur. Posted this late last night, worth a bump again. Iceland's brilliant Eurovision entry for this year. Even better when you know it was written to his 10 month old daughter. https://t.co/JagmIeLoAe— Dara Ó Briain (@daraobriain) March 2, 2020 „Lagið fjallar um dóttur mína. Hún er tíu mánaða gömul, svo að ég er farinn að skilja hana aðeins betur, en það var skrýtið í upphafi, vegna þess að þú elskar manneskju svo mikið og hefur ekki hugmynd um hvað henni finnst um þig,“ sagði Daði Freyr í viðtali við The Independent á dögunum „Og svo er ég líka bara spenntur að sjá hvað henni mun almennt finnast um hlutina. Hún mun líklega hafa sterkar skoðanir á málefnum sem munu ögra þankagangi mínum gagnvart lífinu.“ Ó Briain er ekki fyrsta stjarnan sem tístir um lag Daða Freys. Stórleikarinn Russell Crowe gerði það sömuleiðis og vakti það mikla athygli á laginu. Song.https://t.co/qhsVquyPeQ— Russell Crowe (@russellcrowe) February 19, 2020 Þá greinir Atli Fannar Bjarkason, verkefnastjóri samfélagsmiðla hjá RÚV, frá því að á fyrsta sólarhring eftir flutning Daða Freys og Gagnamagnsins á úrslitakvöldinu hafi rúmlega tvöfalt fleiri horft á klippuna á YouTube-síðu RÚV en í tilfelli Hatara í fyrra. Um 123 þúsund áhorf á fyrsta sólarhringnum í tilfelli Daða Freys og Gagnamagnsins. Í minningunni fór Hatari mjög hratt af stað á meðal Eurovision-hausa erlendis en Daði stefnir á svakalegt flug. Á fyrsta sólarhringnum í fyrra fékk frammistaða Hatara á úrslitakvöldinu 57.668 áhorf á Youtube-síðu RÚV. Á sama tímabili fékk Daði hins vegar 123.804 áhorf #12stig— Atli Fannar (@atlifannar) March 1, 2020 Þá hafi áhorf á klippuna frá því á undanúrslitakvöldinu þrefaldast eftir tíst Russell Crowe. Tæplega 900 þúsund hafa horft á myndband Daða Freys á YouTube. Áhorf tóku mikinn kipp eftir að Crowe deildi tengli á hollenska vefsíðu þar sem fjallað var um lagið. Framlag Íslands er sem stendur í öðru sæti hjá veðbönkum um líklegan sigurvegara í Rotterdam. Rétt er að hafa í huga að fjölmargar þjóðir eiga eftir að velja framlag sitt. Þar á meðal Svíar en Melodifestivalen fer fram á laugaradaginn. Eurovision Tónlist Uppistand Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Íslandsvinurinn Dara Ó Briain hefur bæst í hóp aðdáenda Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. Írski grínistinn, sem er með 2,5 milljónir fylgjenda á Twitter, hefur á hálfum sólarhring tjáð sig tvisvar um lagið Think about things. Ljóst er að athyglin vinnur ekki gegn þeim lögum sem keppa í Eurovision. Ó Briain skrifaði á Twitter í gær: „Uppgötvaði þetta ljúfmeti í dag. Framlag Íslands til Eurovision er frábært og myndbandið er yndislegt,“ sagði sá írski í gær. Grínistinn Ari Eldjárn er kunnugur Íranum enda var hann gestur í sjónvarpsþætti hans. Ari segir Ó Briain að Daði sé bestur. Ekki stendur á svörum hjá Ó Briain. „Jæja, AUÐVITAÐ þekkir þú hann. Þú rakst líklega á hann áðan þegar hann var að hreinsa snjósleðann sinn,“ segir Írinn og gerir grín að fjölda Íslendinga. Well, OF COURSE you know him. You probably just drove past him a moment ago as he was cleaning his skidoo.— Dara Ó Briain (@daraobriain) March 2, 2020 Svo virðist sem Ó Briain hafi eftir nætursvefn strax byrjað að pæla í Daða Frey því hann endurbirti tístið sitt í morgun. Það væri sannarlega tilefni til enda framlag Íslands frábært. Enn betra þegar hann komst að því að lagið er um unga dóttur þeirra Daða Freys og Árnýjar Fjólu Ásmundsdóttur. Posted this late last night, worth a bump again. Iceland's brilliant Eurovision entry for this year. Even better when you know it was written to his 10 month old daughter. https://t.co/JagmIeLoAe— Dara Ó Briain (@daraobriain) March 2, 2020 „Lagið fjallar um dóttur mína. Hún er tíu mánaða gömul, svo að ég er farinn að skilja hana aðeins betur, en það var skrýtið í upphafi, vegna þess að þú elskar manneskju svo mikið og hefur ekki hugmynd um hvað henni finnst um þig,“ sagði Daði Freyr í viðtali við The Independent á dögunum „Og svo er ég líka bara spenntur að sjá hvað henni mun almennt finnast um hlutina. Hún mun líklega hafa sterkar skoðanir á málefnum sem munu ögra þankagangi mínum gagnvart lífinu.“ Ó Briain er ekki fyrsta stjarnan sem tístir um lag Daða Freys. Stórleikarinn Russell Crowe gerði það sömuleiðis og vakti það mikla athygli á laginu. Song.https://t.co/qhsVquyPeQ— Russell Crowe (@russellcrowe) February 19, 2020 Þá greinir Atli Fannar Bjarkason, verkefnastjóri samfélagsmiðla hjá RÚV, frá því að á fyrsta sólarhring eftir flutning Daða Freys og Gagnamagnsins á úrslitakvöldinu hafi rúmlega tvöfalt fleiri horft á klippuna á YouTube-síðu RÚV en í tilfelli Hatara í fyrra. Um 123 þúsund áhorf á fyrsta sólarhringnum í tilfelli Daða Freys og Gagnamagnsins. Í minningunni fór Hatari mjög hratt af stað á meðal Eurovision-hausa erlendis en Daði stefnir á svakalegt flug. Á fyrsta sólarhringnum í fyrra fékk frammistaða Hatara á úrslitakvöldinu 57.668 áhorf á Youtube-síðu RÚV. Á sama tímabili fékk Daði hins vegar 123.804 áhorf #12stig— Atli Fannar (@atlifannar) March 1, 2020 Þá hafi áhorf á klippuna frá því á undanúrslitakvöldinu þrefaldast eftir tíst Russell Crowe. Tæplega 900 þúsund hafa horft á myndband Daða Freys á YouTube. Áhorf tóku mikinn kipp eftir að Crowe deildi tengli á hollenska vefsíðu þar sem fjallað var um lagið. Framlag Íslands er sem stendur í öðru sæti hjá veðbönkum um líklegan sigurvegara í Rotterdam. Rétt er að hafa í huga að fjölmargar þjóðir eiga eftir að velja framlag sitt. Þar á meðal Svíar en Melodifestivalen fer fram á laugaradaginn.
Eurovision Tónlist Uppistand Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira