Áhrifamikil saga NBA-stjörnu og viðbragða hans eftir að ófrísk eiginkona hans greindist með heilaæxli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2020 12:00 Jrue Holiday og Lauren Holiday með dóttur sína Jrue Tyler Holiday sem er kölluð JT. Getty/Cassy Athena Jrue og Lauren Holiday segja dramatíska sögu sína í áhrifamiklu innslagi á ESPN en bæði eru þau afreksfólk í heimsklassa. Jrue Holiday er í hópi bestu bakvarða NBA-deildarinnar og Lauren Holiday var fastamaður í besta knattspyrnulandsliði heims. Þau giftu sig árið 2013 en rúmum tveimur árum síðar lentu þau í miklu áfalli þegar þau áttu von á sínu fyrsta barni. Jrue Holiday er stjörnuleikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en hann tók sér frí frá körfuboltanum til að styðja við bak við eiginkonu sína sem fékk þær hræðilegu fréttir að greinast með heilaæxli þegar hún var komin nokkra mánuði á leið. In today's touching @SportsCenter#SCFeatured - @Pelicans@Jrue_Holiday11 and wife Lauren on the brain tumor that almost derailed their dreams https://t.co/oHNLTtwslC— Andy Hall (@AndyHallESPN) March 1, 2020 Lauren Holiday var sjálf mikil afrekskona en hún spilaði 133 landsleiki fyrir Bandaríkin og varð heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari með liðinu. Hún lagði skóna á hilluna eftir heimsmeistaratitilinn 2015. „Hún er með meira keppnisskap en ég,“ segir Jrue Holiday sem er á sínu ellefta tímabili í NBA-deildinni og hefur skorað 19,2 stig og gefið 6,8 stoðsendingar að meðaltali með New Orleans Pelicans á þessu tímabili. „Hvað viltu gera? Viltu komast á Ólympíuleikanna eða vera kosinn besti leikmaður deildarinnar. Hann svaraði: Ég vil eignast fjölskyldu,“ segir Lauren Holiday að Jrue hafi sagt við sig þegar hún spurði hann út í framtíðina. Í áhugaverðu og áhrifaríku innslagi á ESPN fara þau yfir samband sitt, gleðina við að verða ófrísk og stundina þegar hún frétti að hún væri kominn með heilaæxli í miðri meðgöngu. Jrue Holiday vildi styðja við eiginkonu sína hundrað prósent og tók þá risastóra ákvörðun að hætta um tíma í NBA deildinni í september 2016. Lauren Holiday eignaðist dóttur þeirra Jrue Tyler Holiday og fór í síðan í aðgerð til að fjarlægja æxlið úr höfði hennar. Það má sjá innslagið hér fyrir neðan. .@Jrue_Holiday11 stepped away from the game he has loved his entire life to care for the person he can’t live without. pic.twitter.com/t9mMOZa5DF— SportsCenter (@SportsCenter) March 1, 2020 NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Jrue og Lauren Holiday segja dramatíska sögu sína í áhrifamiklu innslagi á ESPN en bæði eru þau afreksfólk í heimsklassa. Jrue Holiday er í hópi bestu bakvarða NBA-deildarinnar og Lauren Holiday var fastamaður í besta knattspyrnulandsliði heims. Þau giftu sig árið 2013 en rúmum tveimur árum síðar lentu þau í miklu áfalli þegar þau áttu von á sínu fyrsta barni. Jrue Holiday er stjörnuleikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en hann tók sér frí frá körfuboltanum til að styðja við bak við eiginkonu sína sem fékk þær hræðilegu fréttir að greinast með heilaæxli þegar hún var komin nokkra mánuði á leið. In today's touching @SportsCenter#SCFeatured - @Pelicans@Jrue_Holiday11 and wife Lauren on the brain tumor that almost derailed their dreams https://t.co/oHNLTtwslC— Andy Hall (@AndyHallESPN) March 1, 2020 Lauren Holiday var sjálf mikil afrekskona en hún spilaði 133 landsleiki fyrir Bandaríkin og varð heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari með liðinu. Hún lagði skóna á hilluna eftir heimsmeistaratitilinn 2015. „Hún er með meira keppnisskap en ég,“ segir Jrue Holiday sem er á sínu ellefta tímabili í NBA-deildinni og hefur skorað 19,2 stig og gefið 6,8 stoðsendingar að meðaltali með New Orleans Pelicans á þessu tímabili. „Hvað viltu gera? Viltu komast á Ólympíuleikanna eða vera kosinn besti leikmaður deildarinnar. Hann svaraði: Ég vil eignast fjölskyldu,“ segir Lauren Holiday að Jrue hafi sagt við sig þegar hún spurði hann út í framtíðina. Í áhugaverðu og áhrifaríku innslagi á ESPN fara þau yfir samband sitt, gleðina við að verða ófrísk og stundina þegar hún frétti að hún væri kominn með heilaæxli í miðri meðgöngu. Jrue Holiday vildi styðja við eiginkonu sína hundrað prósent og tók þá risastóra ákvörðun að hætta um tíma í NBA deildinni í september 2016. Lauren Holiday eignaðist dóttur þeirra Jrue Tyler Holiday og fór í síðan í aðgerð til að fjarlægja æxlið úr höfði hennar. Það má sjá innslagið hér fyrir neðan. .@Jrue_Holiday11 stepped away from the game he has loved his entire life to care for the person he can’t live without. pic.twitter.com/t9mMOZa5DF— SportsCenter (@SportsCenter) March 1, 2020
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn