Hjalti: Lélegur og leiðinlegur leikur Ísak Hallmundarson skrifar 1. mars 2020 21:30 Hjalti telur sína menn geta gert betur en í kvöld þrátt fyrir sigur vísir/daníel Keflavík lagði Hauka af velli í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-69. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var alls ekki sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld þrátt fyrir sigurinn, en leikurinn var kaflaskiptur þar sem Keflavík leiddi á tímabili með 14 stigum en Haukar náðu að vinna sig inn í leikinn og komast yfir. Það fór þó allt vel fyrir Hjalta hans menn sem náðu að kreista fram sigur í lokin. ,,Sigur er alltaf sigur og tvö stig eru alltaf tvö stig en þetta var rosalega lélegur og leiðinlegur leikur,‘‘ sagði Hjalti í viðtali eftir leik. Keflavík byrjaði eins og áður sagði betur en misstu leikinn úr höndum sér í lok annars leikhluta. ,,Varnarleikurinn var góður í byrjun og það var góð orka í liðinu og við fengum hraðaupphlaup og þess vegna náðum við kannski þessum mun. Svo vorum við bara rosalega slappir í öðrum og þriðja leikhluta þar sem að við þurftum að fara að setja upp á hálfum velli. Þá fór allt í lás einhvernveginn.‘‘ Valur Orri Valsson sem samdi við Keflavík á dögunum kom inn á lok þriðja leikhluta og spilaði tæpar fimm mínútur. ,,Ég var búinn að ákveða að spila honum í einhverjar fjórar, fimm mínútur. Hann lenti bara í gær og tók eina æfingu með liðinu og veit svona fjögur eða fimm kerfi hjá okkur. Ég vildi aðeins leyfa honum að spila,‘‘ sagði Hjalti um innkomu Vals. En hvað þurfa Hjalti og hans menn að laga fyrir næsta leik? ,,Miðað við þennan leik þurfum við að laga allan sóknarleikinn. Við þurfum að vera miklu beittari í öllum aðgerðum en varnarlega vorum við þokkalegir.‘‘ Nú er stutt í úrslitakeppnina og einungis þrír leikir eftir af deildarkeppninni. Hjalti segir lokasprettinn leggjast vel í liðið eftir þriggja vikna keppnishlé. ,,Þetta voru mjög góðar þrjár vikur. Við tókum gott frí til að byrja með og svo var æft af krafti einhverjar tvær vikur. Við erum tilbúnir í úrslitakeppnina,‘‘ sagði Hjalti að lokum. Næst mætir Keflavík botnliði Fjölnis á útivelli, nánar tiltekið næsta fimmtudag. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Keflavík lagði Hauka af velli í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-69. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var alls ekki sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld þrátt fyrir sigurinn, en leikurinn var kaflaskiptur þar sem Keflavík leiddi á tímabili með 14 stigum en Haukar náðu að vinna sig inn í leikinn og komast yfir. Það fór þó allt vel fyrir Hjalta hans menn sem náðu að kreista fram sigur í lokin. ,,Sigur er alltaf sigur og tvö stig eru alltaf tvö stig en þetta var rosalega lélegur og leiðinlegur leikur,‘‘ sagði Hjalti í viðtali eftir leik. Keflavík byrjaði eins og áður sagði betur en misstu leikinn úr höndum sér í lok annars leikhluta. ,,Varnarleikurinn var góður í byrjun og það var góð orka í liðinu og við fengum hraðaupphlaup og þess vegna náðum við kannski þessum mun. Svo vorum við bara rosalega slappir í öðrum og þriðja leikhluta þar sem að við þurftum að fara að setja upp á hálfum velli. Þá fór allt í lás einhvernveginn.‘‘ Valur Orri Valsson sem samdi við Keflavík á dögunum kom inn á lok þriðja leikhluta og spilaði tæpar fimm mínútur. ,,Ég var búinn að ákveða að spila honum í einhverjar fjórar, fimm mínútur. Hann lenti bara í gær og tók eina æfingu með liðinu og veit svona fjögur eða fimm kerfi hjá okkur. Ég vildi aðeins leyfa honum að spila,‘‘ sagði Hjalti um innkomu Vals. En hvað þurfa Hjalti og hans menn að laga fyrir næsta leik? ,,Miðað við þennan leik þurfum við að laga allan sóknarleikinn. Við þurfum að vera miklu beittari í öllum aðgerðum en varnarlega vorum við þokkalegir.‘‘ Nú er stutt í úrslitakeppnina og einungis þrír leikir eftir af deildarkeppninni. Hjalti segir lokasprettinn leggjast vel í liðið eftir þriggja vikna keppnishlé. ,,Þetta voru mjög góðar þrjár vikur. Við tókum gott frí til að byrja með og svo var æft af krafti einhverjar tvær vikur. Við erum tilbúnir í úrslitakeppnina,‘‘ sagði Hjalti að lokum. Næst mætir Keflavík botnliði Fjölnis á útivelli, nánar tiltekið næsta fimmtudag.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira