Tæknimenn Ríkísútvarpsins lofaðir og lastaðir eftir gærkvöldið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2020 10:23 Stöðva þurfti flutning Daða í einvíginu vegna tæknivandræða. Skjáskot/RÚV Tæknivandræði settu svip sinn á úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi, sem leiddi til seinkunnar á útsendingarlokum. Eins og fyrri ár fylgdust margir Íslendingar spenntir með framvindu mála og tístu um það sem fyrir augu bar undir myllumerkinu #12stig. Netverjar höfðu sitt að segja um tæknivandræði gærkvöldsins. Tæknileg vandamál komu upp þegar Daði og Gagnamagnið fluttu lag sitt aftur í úrslitaeinvíginu og greip RÚV til þess ráðs að stöðva flutninginn stuttu eftir að hann hófst. Vandræðin lögðust misvel í Tístverja. Á meðan sumir sýndu mikinn skilning voru aðrir sem gáfu lítinn afslátt. Nokkur stund leið þangað til að Gagnamagnið fékk að hefja flutning sinn aftur og kom það í hlut kynnana að fylla upp í tímann á meðan. Úr varð að útsendingarlokum seinkaði um minnst tuttugu mínútur ef marka má fyrirliggjandi dagskrá RÚV. Hér að neðan má sjá brot af því sem íslenskir áhorfendur höfðu að segja um málið. Starkaður Pétursson áhrifavaldur prísaði sig sælan að vera ekki í drykkjuleik. ef ég tæki skot fyrir hvert skipti sem rúv klikkar þá væri ég blind fokking fullur einmitt núna #12stig— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) February 29, 2020 Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Símans, telur sig vita hvert fyrsta embættisverk nýskipaðs útvarpsstóra verður. Fyrsti verk @StefanEiriks lögreglustjóra á fyrsta starfsdegi á mánudag? Ég giska á að hann biðji tæknistjórann að hitta sig prívat í smástund. #12stig— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) February 29, 2020 Bryndís finnur til samkenndar með tæknifólki RÚV. Ég hef oft hugsað að það þurfi aldeilis breitt bak til að vera í stjórnmálum en sé það núna að það þarf enn breiðara bak til að vera í hljóð og tæknimálum hjá RÚV. #12stig— Bryndis Alexanders (@bryndis1980) February 29, 2020 Guðni Halldórsson bað fólk um að taka utan um tæknifólkið. Hef unnið í útsendingu þar sem allt gekk á afturfótunum eins og í kvöld. Það er enn óþægilegra að vera í OB bílnum en að horfa á þetta í sjónvarpnu..tíminn stendur í stað og hjartað slær á milljón ...faðmið tæknifólkið okkar #12stig— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) February 29, 2020 Eiríkur Jónsson hafði einfaldlega ekki tíma í mikið lengri útsendingu. Ég er bara að vona að þessi útsending klárist áður en Skaupið byrjar.#12stig— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) February 29, 2020 Það fór að lokum svo að lögin Almyrkvi með Dimmu og Think About Things með Daða og Gagnamagninu komust í úrslitaeinvígið. Þar höfðu Daði og sveit hans betur, og því verður það lagið Thing About Things sem verður framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Rotterdam í maí. Eurovision Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tónlist Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tæknivandræði settu svip sinn á úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi, sem leiddi til seinkunnar á útsendingarlokum. Eins og fyrri ár fylgdust margir Íslendingar spenntir með framvindu mála og tístu um það sem fyrir augu bar undir myllumerkinu #12stig. Netverjar höfðu sitt að segja um tæknivandræði gærkvöldsins. Tæknileg vandamál komu upp þegar Daði og Gagnamagnið fluttu lag sitt aftur í úrslitaeinvíginu og greip RÚV til þess ráðs að stöðva flutninginn stuttu eftir að hann hófst. Vandræðin lögðust misvel í Tístverja. Á meðan sumir sýndu mikinn skilning voru aðrir sem gáfu lítinn afslátt. Nokkur stund leið þangað til að Gagnamagnið fékk að hefja flutning sinn aftur og kom það í hlut kynnana að fylla upp í tímann á meðan. Úr varð að útsendingarlokum seinkaði um minnst tuttugu mínútur ef marka má fyrirliggjandi dagskrá RÚV. Hér að neðan má sjá brot af því sem íslenskir áhorfendur höfðu að segja um málið. Starkaður Pétursson áhrifavaldur prísaði sig sælan að vera ekki í drykkjuleik. ef ég tæki skot fyrir hvert skipti sem rúv klikkar þá væri ég blind fokking fullur einmitt núna #12stig— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) February 29, 2020 Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Símans, telur sig vita hvert fyrsta embættisverk nýskipaðs útvarpsstóra verður. Fyrsti verk @StefanEiriks lögreglustjóra á fyrsta starfsdegi á mánudag? Ég giska á að hann biðji tæknistjórann að hitta sig prívat í smástund. #12stig— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) February 29, 2020 Bryndís finnur til samkenndar með tæknifólki RÚV. Ég hef oft hugsað að það þurfi aldeilis breitt bak til að vera í stjórnmálum en sé það núna að það þarf enn breiðara bak til að vera í hljóð og tæknimálum hjá RÚV. #12stig— Bryndis Alexanders (@bryndis1980) February 29, 2020 Guðni Halldórsson bað fólk um að taka utan um tæknifólkið. Hef unnið í útsendingu þar sem allt gekk á afturfótunum eins og í kvöld. Það er enn óþægilegra að vera í OB bílnum en að horfa á þetta í sjónvarpnu..tíminn stendur í stað og hjartað slær á milljón ...faðmið tæknifólkið okkar #12stig— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) February 29, 2020 Eiríkur Jónsson hafði einfaldlega ekki tíma í mikið lengri útsendingu. Ég er bara að vona að þessi útsending klárist áður en Skaupið byrjar.#12stig— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) February 29, 2020 Það fór að lokum svo að lögin Almyrkvi með Dimmu og Think About Things með Daða og Gagnamagninu komust í úrslitaeinvígið. Þar höfðu Daði og sveit hans betur, og því verður það lagið Thing About Things sem verður framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Rotterdam í maí.
Eurovision Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tónlist Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira