„Þetta verður ekki auðvelt“ Sylvía Hall skrifar 12. mars 2020 11:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Staðan sé allt önnur en árið 2008 og ríkissjóður standi betur. Þetta kom fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. Þar beindi hann spurningu sinni að forsætisráðherra og spurði hvernig ríkisstjórnin hygðist bregðast við auknu atvinnuleysi, ferðabanni og öðrum erfiðleikum sem gætu orðið í kjölfar heimsfaraldursins. „Þó þjóðarbúið standi vel er velferðarkerfið í þeim mun veikari málum því hér hefur verið rekin hægri stefna,“ sagði Logi og bætti við að honum þætti aðgerðir ríkisstjórnarinnar óljósar og máttlausar. Með þessu áframhaldi gæti þjóðin verið að sigla inn í svipað ástand og árið 2008. Í svari sínu sagði Katrín ríkisstjórnina vinna að því að bregðast við þeim erfiðleikum sem gætu verið fram undan. Ríkisstjórnin myndi funda í hádeginu og á morgun yrði fundur með aðilum vinnumarkaðarins, en þeim fundi var frestað eftir tíðindi næturinnar. „Það er ljóst að við stöndum frammi fyrir þrengingum, þær verða tímabundnar og ríkisstjórnin mun gera það sem þarf til að við komum standandi úr þessum hremmingum.“ Þá áréttaði Katrín að staða Íslands væri önnur og betri en árið 2008. Gjaldeyrisforði væri öflugur, skuldahlutfall lágt og skuldsetning heimila og atvinnulífs væri minni. Þá hefði ríkisstjórnin kynnt aðgerðir til að styðja við fyrirtækin í landinu og von væri á frekari aðgerðum. Katrín sagði ríkisstjórnina hafa unnið að því undanfarin ár að styrkja heilbrigðiskerfið og væri mikilvægi þess að sanna sig núna. Þó svo að erfitt verkefni biði stjórnvalda stæði Ísland mjög vel til að takast á við þessa tímabundnu erfiðleika. „Þessi ríkisstjórn hefur svo sannarlega verið að styrkja velferðarkerfið og grunnstoðir þess. Staðan er þannig að við munum þurfa á því að halda,“ sagði Katrín og áréttaði að það væri mikilvægt hvernig stjórnmálin myndu bregðast við þeim erfiðleikum sem blasa við. „Við skulum ekki draga neina dul á það að þetta verður ekki auðvelt.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45 Íslensk stjórnvöld mótmæla aðgerðum bandarískra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hafa í morgun komið á framfæri hörðum mótmælum við aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld gripu til í nótt og snúa að ferðabanni frá Bandaríkjunum til Evrópu næstu fjórar vikurnar. 12. mars 2020 10:43 Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Staðan sé allt önnur en árið 2008 og ríkissjóður standi betur. Þetta kom fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þinginu í dag. Þar beindi hann spurningu sinni að forsætisráðherra og spurði hvernig ríkisstjórnin hygðist bregðast við auknu atvinnuleysi, ferðabanni og öðrum erfiðleikum sem gætu orðið í kjölfar heimsfaraldursins. „Þó þjóðarbúið standi vel er velferðarkerfið í þeim mun veikari málum því hér hefur verið rekin hægri stefna,“ sagði Logi og bætti við að honum þætti aðgerðir ríkisstjórnarinnar óljósar og máttlausar. Með þessu áframhaldi gæti þjóðin verið að sigla inn í svipað ástand og árið 2008. Í svari sínu sagði Katrín ríkisstjórnina vinna að því að bregðast við þeim erfiðleikum sem gætu verið fram undan. Ríkisstjórnin myndi funda í hádeginu og á morgun yrði fundur með aðilum vinnumarkaðarins, en þeim fundi var frestað eftir tíðindi næturinnar. „Það er ljóst að við stöndum frammi fyrir þrengingum, þær verða tímabundnar og ríkisstjórnin mun gera það sem þarf til að við komum standandi úr þessum hremmingum.“ Þá áréttaði Katrín að staða Íslands væri önnur og betri en árið 2008. Gjaldeyrisforði væri öflugur, skuldahlutfall lágt og skuldsetning heimila og atvinnulífs væri minni. Þá hefði ríkisstjórnin kynnt aðgerðir til að styðja við fyrirtækin í landinu og von væri á frekari aðgerðum. Katrín sagði ríkisstjórnina hafa unnið að því undanfarin ár að styrkja heilbrigðiskerfið og væri mikilvægi þess að sanna sig núna. Þó svo að erfitt verkefni biði stjórnvalda stæði Ísland mjög vel til að takast á við þessa tímabundnu erfiðleika. „Þessi ríkisstjórn hefur svo sannarlega verið að styrkja velferðarkerfið og grunnstoðir þess. Staðan er þannig að við munum þurfa á því að halda,“ sagði Katrín og áréttaði að það væri mikilvægt hvernig stjórnmálin myndu bregðast við þeim erfiðleikum sem blasa við. „Við skulum ekki draga neina dul á það að þetta verður ekki auðvelt.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45 Íslensk stjórnvöld mótmæla aðgerðum bandarískra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hafa í morgun komið á framfæri hörðum mótmælum við aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld gripu til í nótt og snúa að ferðabanni frá Bandaríkjunum til Evrópu næstu fjórar vikurnar. 12. mars 2020 10:43 Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45
Íslensk stjórnvöld mótmæla aðgerðum bandarískra stjórnvalda Íslensk stjórnvöld hafa í morgun komið á framfæri hörðum mótmælum við aðgerðum sem bandarísk stjórnvöld gripu til í nótt og snúa að ferðabanni frá Bandaríkjunum til Evrópu næstu fjórar vikurnar. 12. mars 2020 10:43
Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45