Jonathan Irons er búin að sitja inni i 22 ára af 50 ára dómi fyrir innbrot og líkamsárás en í gær samþykkti dómari beiðni Jonathan Irons um ólögmæta frelsissviptingu.
Málið er þó ekki úr sögunni því Missouri hefur nú fimmtán daga til að áfrýja þessari ákvörðun dómarans. Svo gæti síðan farið að Jonathan Irons fengi nýtt réttarhald.
Maya Moore's time away from the WNBA has paid off https://t.co/5eUJfWxaMI
— Sports Illustrated (@SInow) March 9, 2020
The New York Times hefur fjallað sérstaklega um málið og aðallega vegna aðkomu Mayu Moore. Samkvæmt upplýsingum frá lögfræðingum Jonathan Irons þá eru engar sannanir um aðkomu hans að glæpnum, engin vitni og engin sönnunargögn sem tengja hann við málið.
Jonathan Irons var sakfelldur aðallega út frá því að hafa játað á sig glæpinn en hann neitar því að hafa gert það. Lögreglumaðurinn sem tók af honum skýrsluna kom ekki fyrir réttinn vegna veikinda og er látinn. Irons var bara táningur þegar þetta gerðist og kviðdómurinn sem sakfelldi hann var einungis skipaður hvítu fólki.
Maya Moore stepped away from basketball to help 39-year-old Jonathan Irons get released from prison.
On Monday, Irons' initial conviction was overturned. https://t.co/cgmN3VqM0e
— SportsCenter (@SportsCenter) March 9, 2020
Maya Moore þekkti ekkert til Jonathan Irons þegar hún hitti hann í heimsókn sinni í fangelsi hans en var sannfærð um sakleysi hans. „Við höfum beðið lengi eftir þessum degi. Við erum svo þakklát guði og öllum þeim sem hafa hjálpað okkur að ná fram réttlæti. Þú ert að koma heim,“ sagði Maya Moore við fréttamenn.
Maya Moore er fjórfaldur WNBA meistari með Minnesota Lynx, hún hefur unnið tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu og tvisvar unnið EuroLeague. Á tímabilinu áður en hún tók sér frí til að sinna baráttunni fyrir sakleysi Jonathan Irons þá var hún með 18.0 stig að meðaltali í leik í WNBA-deildinni. Hún er einn besti leikmaður í sögu WNBA deildarinnar.
Maya Moore put her career on hiatus to help 39-year-old Jonathan Irons get released from prison, and on Monday, Irons' initial conviction was overturned. "This day has been a long time coming. We are just so grateful," Moore told Katie Barnes.https://t.co/BuE9W5HAuJ
— ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) March 9, 2020