Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja og siðferði fjárfestinga Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 21. ágúst 2020 12:30 Í sumar voru áberandi skoðanaskipti um samnningaviðræður Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Kjaraviðræður á milli aðilanna enduðu með samþykktum kjarasamningi. Við, fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar, höfum bent á að framkoma fulltrúa fyrirtækisins og Samtaka atvinnulifsins hafi á stundum ekki verið íslensku samfélagi boðleg. Á sama tíma og fyrirtækið hefur unnið að því að tryggja rekstur þess enda eru aðstæður erfiðar, fyrir margra hluta sakir. Þess ber þó að geta að kjarasamningur við flugfreyjur mun ekki skipta stærstu máli þar um enda aðrir þættir mun viðameiri í rekstri félagsins. Mikilvægt er að samfélagið hafi gott og vel rekið flugfélag hér á landi og því mjög brýnt að það takist að tryggja góðan rekstur. Icelandair hefur verið þjóðinni gríðarlega mikilvægt fyrirtæki. Ýmsir, líklega flestir úr röðum atvinnurekenda, hafa verið að benda á að fulltrúar launafólks ættu alls ekki og mættu hreinlega ekki skipta sér af því hvernig lífeyrissjóðir fjárfesti hér á landi. Það færi gegn lögum og var Seðlabankinn ræstur út til að benda á að það skyldi fylgjast vel með því sem sagt yrði og hvað yrði gert í fjárfestingum lífeyrissjóðanna, eftirlit á auðvitað ætíð að vera viðhaft gagnvart öllum rekstri. Það er því mikilvægt að eftirlit sé alltaf mikið og virkt. Stjórnarfólk lífeyrissjóða þarf að taka ákvörðun um það hvernig skuli fjárfesta á hverjum tíma, líkt og verið hefur um mjög langt skeið. Stjórnarfólk þarf, hvort sem það kemur úr röðum launafólks eða kemur fram fyrir hönd atvinnurekenda, að fylgjast með því að fyrirtæki sem fjárfest er í fylgi samfélagslegri ábyrgð og siðferði í því samfélagi sem fyrirtækið starfar í. Flestir ef ekki allir lífeyrissjóðir hafa tekið upp reglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar auk þess að sjóðirnir hafi flestir ef ekki allir sett sér fjárfestinga- og eigendastefnu þar sem meðal annars er vísað til leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands (VÍ), Samtök atvinnulífsins (SA) og Nasdaq Iceland hafa gefið út með reglubundnum hætti. Í umræddum leiðbeiningum VÍ, SA og Nasdaq Iceland er fjallað um samfélagslega ábyrgð og siðferði en þar segir að stjórn skuli setja sér “stefnu um samfélagslega ábyrgð félagsins og skrifleg viðmið um siðferði fyrir stjórn, stjórnendur og starfsmenn félagsins.” Í nánari skýringu segir jafnframt, orðrétt, “Slík stefna ætti að fjalla um þætti eins og réttindi starfsmanna, mannréttindi, reglufylgni, umhverfis- og lofslagsmál, heilbrigði og öryggi, þátttöku í samfélaginu og varnir gegn spillingu. Stjórnin ákveður í samráði við starfsmenn og eftir atvikum aðra hagsmunaaðila þau siðferðisviðmið sem starfsemi félagsins byggir á.” Því hlýtur það að vera augljóst að ætli lífeyrissjóðir að fjárfesta í fyrirtækjum þá skuli líta til stefnu fyrirtækisins og framkomu í viðkomandi samfélagi. Það er hreint út sagt með ólíkindum að hlusta á umræðu um að það geti verið brot á lögum þegar bent er á þessi eðlilegu viðmið þegar horft er til fjárfestinga lífeyrissjóða. Það verður einnig að segjast eins og er að það virðist sem fulltrúar Samtaka atvinnulífsins telji ekki nauðsynlegt að fylgja þessum leiðbeiningum sem þau sjálf hafa lagt til að fylgt sé eftir. Það sé í góðu lagi að sniðganga réttindi starfsfólks, að það sé í lagi að sniðganga lög um stéttarfélög og vinnudeilur með því að sniðganga starfsfólk sem tilheyrir ákveðnu stéttarfélagi. Við sem samfélag getum ekki sætt okkur við framkomu sem þessa. Miðað við þetta er augljóst að þegar stjórnarfólk í lífeyrissjóðum metur hvern og einn fjárfestingakost að þá er það gert með tilliti til ávöxtunar en einnig með tilliti til samfélagslegrar ábyrgðar og siðferðis hjá þeim rekstraraðila sem til skoðunar er hverju sinni enda er þannig best tryggður langtíma ávinningur, bæði fyrir fyrirtækið sjálft, sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna og samfélagið í heild. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins og 1. varaforseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Vinnumarkaður Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Í sumar voru áberandi skoðanaskipti um samnningaviðræður Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Kjaraviðræður á milli aðilanna enduðu með samþykktum kjarasamningi. Við, fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar, höfum bent á að framkoma fulltrúa fyrirtækisins og Samtaka atvinnulifsins hafi á stundum ekki verið íslensku samfélagi boðleg. Á sama tíma og fyrirtækið hefur unnið að því að tryggja rekstur þess enda eru aðstæður erfiðar, fyrir margra hluta sakir. Þess ber þó að geta að kjarasamningur við flugfreyjur mun ekki skipta stærstu máli þar um enda aðrir þættir mun viðameiri í rekstri félagsins. Mikilvægt er að samfélagið hafi gott og vel rekið flugfélag hér á landi og því mjög brýnt að það takist að tryggja góðan rekstur. Icelandair hefur verið þjóðinni gríðarlega mikilvægt fyrirtæki. Ýmsir, líklega flestir úr röðum atvinnurekenda, hafa verið að benda á að fulltrúar launafólks ættu alls ekki og mættu hreinlega ekki skipta sér af því hvernig lífeyrissjóðir fjárfesti hér á landi. Það færi gegn lögum og var Seðlabankinn ræstur út til að benda á að það skyldi fylgjast vel með því sem sagt yrði og hvað yrði gert í fjárfestingum lífeyrissjóðanna, eftirlit á auðvitað ætíð að vera viðhaft gagnvart öllum rekstri. Það er því mikilvægt að eftirlit sé alltaf mikið og virkt. Stjórnarfólk lífeyrissjóða þarf að taka ákvörðun um það hvernig skuli fjárfesta á hverjum tíma, líkt og verið hefur um mjög langt skeið. Stjórnarfólk þarf, hvort sem það kemur úr röðum launafólks eða kemur fram fyrir hönd atvinnurekenda, að fylgjast með því að fyrirtæki sem fjárfest er í fylgi samfélagslegri ábyrgð og siðferði í því samfélagi sem fyrirtækið starfar í. Flestir ef ekki allir lífeyrissjóðir hafa tekið upp reglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar auk þess að sjóðirnir hafi flestir ef ekki allir sett sér fjárfestinga- og eigendastefnu þar sem meðal annars er vísað til leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands (VÍ), Samtök atvinnulífsins (SA) og Nasdaq Iceland hafa gefið út með reglubundnum hætti. Í umræddum leiðbeiningum VÍ, SA og Nasdaq Iceland er fjallað um samfélagslega ábyrgð og siðferði en þar segir að stjórn skuli setja sér “stefnu um samfélagslega ábyrgð félagsins og skrifleg viðmið um siðferði fyrir stjórn, stjórnendur og starfsmenn félagsins.” Í nánari skýringu segir jafnframt, orðrétt, “Slík stefna ætti að fjalla um þætti eins og réttindi starfsmanna, mannréttindi, reglufylgni, umhverfis- og lofslagsmál, heilbrigði og öryggi, þátttöku í samfélaginu og varnir gegn spillingu. Stjórnin ákveður í samráði við starfsmenn og eftir atvikum aðra hagsmunaaðila þau siðferðisviðmið sem starfsemi félagsins byggir á.” Því hlýtur það að vera augljóst að ætli lífeyrissjóðir að fjárfesta í fyrirtækjum þá skuli líta til stefnu fyrirtækisins og framkomu í viðkomandi samfélagi. Það er hreint út sagt með ólíkindum að hlusta á umræðu um að það geti verið brot á lögum þegar bent er á þessi eðlilegu viðmið þegar horft er til fjárfestinga lífeyrissjóða. Það verður einnig að segjast eins og er að það virðist sem fulltrúar Samtaka atvinnulífsins telji ekki nauðsynlegt að fylgja þessum leiðbeiningum sem þau sjálf hafa lagt til að fylgt sé eftir. Það sé í góðu lagi að sniðganga réttindi starfsfólks, að það sé í lagi að sniðganga lög um stéttarfélög og vinnudeilur með því að sniðganga starfsfólk sem tilheyrir ákveðnu stéttarfélagi. Við sem samfélag getum ekki sætt okkur við framkomu sem þessa. Miðað við þetta er augljóst að þegar stjórnarfólk í lífeyrissjóðum metur hvern og einn fjárfestingakost að þá er það gert með tilliti til ávöxtunar en einnig með tilliti til samfélagslegrar ábyrgðar og siðferðis hjá þeim rekstraraðila sem til skoðunar er hverju sinni enda er þannig best tryggður langtíma ávinningur, bæði fyrir fyrirtækið sjálft, sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna og samfélagið í heild. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins og 1. varaforseti ASÍ.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun