Erlent

Bannon segir handtökuna eingöngu til þess fallna að koma á hann höggi

Andri Eysteinsson skrifar
Stephen Bannon.
Stephen Bannon. Vísir/AFP

Fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, sem handtekinn var í gær grunaður um að hafa dregið sér fé úr söfnun til handa byggingar landamæra múrs Donald Trump, segist ætla að berjast gegn ákærum og segir eina tilgang þeirra vera að hræða og stöðva þá sem vilja byggja múrinn.

„Ég mun ekki láta undan. Þetta var tilraun til að koma á mig höggi,“ sagði Bannon í hlaðvarpsþætti sínum War Room í dag en CNN greinir frá.

Sagði ráðgjafinn sem starfaði við hlið forseta um átta mánaða skeið eftir embættistöku Trump í janúar 2017 að með handtökunni sé reynt að stöðva þá sem vilja að Trump reisi múrinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Bannon var handtekinn í gær grunaður um fjárdrátt en hann stóð fyrir söfnun á fé með því markmiði að allt fé sem myndi safnast rynni til byggingar múrsins. Hann er þó grunaður um að hafa dregið að sér eina milljón dala af þeim 25 milljónum sem söfnuðust.

„Ég mun halda áfram að berjast“ sagði Bannon sem var einn þriggja sem handteknir voru grunaðir um að hafa dregið að sér fé úr söfnuninni.


Tengdar fréttir

Bannon neitaði sök

Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta hefur lýst yfir sakleysi sínu eftir að hafa verið handtekinn um borð í snekkju í dag, grunaður um fjárdrátt.

Steve Bannon ákærður fyrir fjárdrátt

Steve Bannon, fyrrverandi stjórnmálaráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur ásamt fleirum verið ákærður fyrir fjárdrátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×