Það er blásið til veislu á sportrásum Stöðvar 2 í dag.
Sjálfur úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í dag og hefst leikurinn á slaginu 19:00. Bayern Munchen og PSG eigast við í úrslitaleik í þessari mögnuðu keppni en upphitun fyrir leikinn hefst kl. 18:15 á Stöð 2 Sport 2 áður en bein útsending frá leiknum sjálfum hefst klukkan 18:50.
Að leik loknum eru Meistaradeildarmörkin í beinni útsendingu þar sem úrslitaleikurinn og tímabilið er gert upp af sérfræðingum.
Keflavík og Tindastóll mætast í Lengjudeild kvenna í sannkölluðum toppslag tveggja efstu liðanna í deildinni. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá kl. 12:55.
Leiknir Reykjavík og Þróttur Reykjavík mætast síðan í Reykjavíkurslag í Lengjudeild karla. Leiknir er í toppbaráttu en Þróttur í bullandi vandræðum í næstneðsta sæti deildarinnar. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 frá kl. 15:55.
Þá verður sýnt frá úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð í fótbolta og nóg af golfi í boði fyrir golfáhugafólk, Opna Breska mótið á LPGA mótaröðinni og Northern Trust mótið á PGA mótaröðinni, auk þess sem sýnt er frá Evrópumótaröðinni í golfi.