Minnst þrettán manns tróðust undir eða köfnuðu þegar fólk flúði skemmtistað í Líma í Perú. Lögreglan gerði áhlaup á skemmtistaðinn, sem mátti ekki vera opinn vegna heimsafaraldurs nýju kórónuveirunnar. Mikið óðagot myndaðist við áhlaup lögreglu, þegar um 120 manns rendu að flýja skemmtistaðinn.
Aðeins einn útgangur var á skemmtistaðnum og reyndi fólk að troða sér þar út, með þeim afleiðingum að þrettán dóu og sex særðust, þar af þrír lögregluþjónar.
Samkvæmt frétt Reuters lokuðu yfirvöld í landinu öllum skemmtistöðum og börum í mars og settu á umfangsmikið samkomubann fyrr í ágúst. Þar að auki er útgöngubann á sunnudögum.
Smituðum hefur farið hratt fjölgandi í Perú að undanförnu. Nú hafa minnst 576 þúsund manns smitast af Covid-19, svo vitað sé, og 27.245 hafa dáið.